Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 4
 Sjúklingur á smit- sjúkdómadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss er grunaður um að hafa afhent ungri konu, sem lést á spítalanum að kvöldi 18. júní, fíkniefni, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Lögregla höfuðborgarsvæðisins fer með rannsókn málsins sem meðal annars beinist að því að komast að því hvaðan sprautan sem notuð var og innihald hennar komu. Konan, sem var fædd 1985, fannst meðvitundarlaus á deild- inni með sprautu við hlið sér aðfaranótt 16. júní. Hún lést, eins og áður sagði, síðastliðið mánu- dagskvöld. Dánarorsök er ekki ljós en konan var haldin sjúkdómi, sem leitt getur til dauða, fái hann að þróast óáreittur í fólki. Krufn- ing mun fara fram eins og tíðkast þegar um voveifleg dauðsföll er að ræða, svo og efnagreining, til að komast að dánarorsök konunn- ar. Þá er verið að rannsaka efna- innihald sprautunnar. Þetta ferli getur í heild tekið nokkrar vikur. Í apríl fjallaði Fréttablaðið um eiturlyfjasmygl til sjúklinga sem liggja á Landspítalanum. Þar kom meðal annars fram að starfsmenn hafi fundið á lóð spítalans pakka með fíkniefnum, sem ætlaðir séu sjúklingum, auk þess sem notaðar sprautunálar hafi fundist reglu- lega við byggingar spítalans. Vandinn sé mestur á þeim deild- um þar sem fíklar leiti sér með- ferðar. Jóhannes Gunnarsson, forstjóri lækninga á LSH, segir að aðgerðir séu fyrirhugaðar til að reyna að stemma stigu við mögulegu fíkni- efnasmygli til sjúklinga á spítal- anum. „Upp úr miðju ári stendur til að loka reykherbergjum fyrir sjúk- linga á bráðadeildum. Hins vegar verður gefin undanþága á deildum þar sem sjúklingar vistast lang- tímum saman. Þá er á áætlun á þessu ári að flytja reykaðstöðu sjúklinga á geðdeildum og breyta henni þannig að hún verði ekki lengur opin út heldur inn.“ Spurður hvort komi til greina að kalla til lögreglu sé uppi grunur um fíkniefnaneyslu sjúklinga, þar sem um lögbrot sé að ræða, kveð- ur Jóhannes svo vera. Hins vegar sé erfitt að bæta slíku eftirlits- hlutverki ofan á önnur störf starfs- fólks spítalans. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, kvaðst ekki vilja tjá sig efnislega um lög- reglurannsóknina á þessu stigi málsins. Dánarorsök liggi ekki fyrir og meðan svo sé verði engar upplýsingar gefnar. Grunur beinist að sjúklingi á deildinni Grunur leikur á að sjúklingur á smitsjúkdómadeild Landspítalans hafi látið unga konu, sem einnig lá á deildinni, hafa sprautu með fíkniefni. Konan lést á mánudagskvöld. Nú er verið að rannsaka innihald sprautunnar og fleiri þætti. Eyjamenn björg- uðu tveimur móðurlausum lömb- um úr sjálfheldu á dögunum. Lömbin voru á Napanum í Stór- höfða og höfðu orðið þar innlyksa en móðir þeirra hefur að líkind- um hrapað í sjóinn. Lömbin eru á þessum tíma sum- ars ekki orðin nógu stálpuð til að lifa á grasi einu saman og því þurfti að koma þeim undir nýja á svo þau gætu fengið mjólk að drekka. Björgunarmenn fóru á gúmmí- bát að Napanum til að ná til lambanna og voru þau flutt aftur í land á bátnum. Annað lambið var ekki á því að láta ná sér og þurftu björgunar- menn að eltast töluvert við það áður en þeir höfðu erindi sem erf- iði. Æðarkollur sem lágu á hreiðr- um í Napanum voru einnig óhressar með komu björgunar- mannanna. Lömbin hafa nú fengið nýja móður og vöndust strax undir. Þau braggast vel að sögn eigand- ans. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Áhöfnin á TF- SYN, eftirlitsflugvél Landhelgis- gæslunnar, stóð skipstjóra á fiskibát að meintum ólöglegum línuveiðum inni í lokuðu hólfi 7,8 sjómílum norðvestur af Deild um hádegisbilið á þriðjudag. Skyndi- lokun á svæðinu hafði verið auglýst 15. júní síðastliðinn samkvæmt heimild í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og gildir hún til 29. þessa mánaðar. Landhelgisgæslan sendi kæru til Lögreglustjórans á Vestfjörð- um sem er nú með málið til meðferðar. Meintar ólög- legar línuveiðar Líkur má leiða að því að lambapottréttur hafi valdið vægri magakveisu og niðurgangi í fimmtán starfsmönnum Alcoa- Fjarðaáls á Reyðarfirði. Starfsmennirnir fundu fyrir óþægindum eftir vakt í álverinu í fyrrakvöld en flestir voru vinnufærir í gærmorgun. Heilbrigðiseftirlit Austurlands var kallað til rannsóknar. Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, segir eitrunina væga. „Þetta eru ekki mjög alvarleg veikindi. Langflest- ir af þeim sem hafa einkenni eru vinnufærir.“ Nær engir afgangar urðu af lambinu, en sýni af óhreinum bökkum verða send í ræktun. Bönd berast að lambapottrétti Nýju byggðamerki Hvalfjarðar- sveitar er mótmælt harðlega af Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesinga- goða. Segir hún að trúartákn eigi ekki heima í sameiningar- tákni sveitarfélagsins. Það tilheyri miðöldum en ekki nútímanum. Að auki sé merkið ljótt og ekkert í því sem minni á sveitarfélagið. Merkið var kynnt hinn 9. júní. Í því eru útlínur hvals sem myndar kross og skírskotar til menning- ararfs og sögu Hvalfjarðarsveit- ar, að því er haft er eftir Arnari Steinþórssyni, hönnuði merkisins, á heimasíðu sveitarinnar. Trúartákni mótmælt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.