Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Skilur ekkert
í ástandinu
Lystugar skepnur Hámenning
Von á fyrsta barnabarninu í sumar
Alþjóðaleikar ungmenna
hefjast í kvöld með glæsi-
legri setningarhátíð sem
verður í samvinnu við
Vinnuskóla Reykjavíkur.
Íslenskir víkingar verða
þema hátíðarinnar og munu
64 slíkir ganga fremstir í
flokki, einn fyrir hverja
borg sem á fulltrúa á leik-
unum, en ungmennin koma
frá 35 löndum.
Í saumastofu Laugarnesskóla
voru krakkar frá Vinnuskóla
Reykjavíkur í óðaönn í gær að
sauma víkingabúninga fyrir opn-
unarhátíð alþjóðaleika ungmenna
sem sett verður í kvöld í Laugar-
dalnum. Að sögn Ragnars Vignis,
flokksstjóra Vinnuskólans, hafa
stúlkurnar verið í rúma viku við
saumaskapinn og staðið sig frá-
bærlega.
Áður en setningarathöfnin
hefst í kvöld mun Vinnuskóli
Reykjavíkur halda sína árlegu
sumarhátíð þar sem um 2.500
ungmenni munu meðal annars
reyna að slá Íslandsmet í hóp-
dansi. Seinni part dagsins munu
nemendur Vinnuskólans svo
ganga fylktu liði, í lögreglufylgd,
sem leið liggur í Laugardalinn. Á
leiðinni munu 1500 keppendur
Alþjóðaleikanna bætast í hópinn
og verða það því um fjögur þús-
und ungmenni sem ganga inn
Laugardalinn við upphaf leik-
anna.
Alþjóðaleikarnir verða settir
formlega klukkan fimm í dag á
Laugardalsvelli. Allur undirbún-
ingur leikanna hefur gengið mjög
vel að sögn Guðna Bergssonar,
framkvæmdastjóra undirbún-
ingsnefndar, en undirbúningur
hófst fyrir tveimur árum þegar
ákveðið var að Reykjavík skyldi
halda leikana árið 2007. Keppend-
ur koma frá 35 löndum og er
keppnin viðurkennd af Alþjóða
ólympíunefndinni. Keppnin sjálf
hefst á morgun og stendur fram
á sunnudag. Aðgangur er ókeypis
á alla viðburði leikanna.
Víkingar opna alþjóðaleika í kvöld