Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 22
hagur heimilanna
Erlu Ósk Ásgeirsdóttur finnst mikil-
vægt að hafa góða samleigjendur.
Nærfötin enduðu í ruslinu
Fjögurra manna fjölskylda
getur tjaldað frítt á tjald-
svæðinu á Reyðarfirði, borg-
að 500 krónur fyrir nóttina í
Tungudal meðan hún kostar
1.600 krónur á Akureyri og
í Reykjavík. Fréttablaðið
skoðaði verð og þjónustu á
níu vinsælum tjaldsvæðum.
Verðskrár tjaldsvæðanna eru æði
misjafnar. Sums staðar er tekið
gjald fyrir hvern gest en annars-
staðar þarf einungis að greiða fast
gjald fyrir hvert tjald óháð því hve
margir sofa í því. Þrír fullorðnir
geta þannig gist í tjaldi í Tungudal
í þrjár nætur og borgað fyrir það
samtals 1.500 krónur meðan sam-
bærileg gisting í tjaldi í Skaftafelli
og Ásbyrgi í þrjár nætur kostar
6.750 krónur.
Þá er einnig misjafnt hvort gerð-
ur er greinarmunur á tjaldi eða
eftirvagni á borð við fellihýsi,
tjaldvagn eða húsbíl og aðeins á
tveimur stöðum (í Tungudal og á
Blönduósi) af þeim níu sem Frétta-
blaðið kannaði var ódýrara að gista
í tjaldi.
Víðast hvar er ódýrara eða jafn-
vel ókeypis fyrir börn en þó er mis-
jafnt við hvaða aldur er miðað. Þá
fá eldri borgarar og öryrkjar yfir-
leitt afslátt og á mörgum stöðum er
veittur afsláttur af gistingu ef gist
er á sama stað í margar nætur.
Gestir í Húsafelli, Tungudal og
á tæplega 30 öðrum tjaldsvæðum
víða um land geta nú í fyrsta sinn
framvísað svokölluðu útilegukorti
og fengið fría gistingu. Kortið
kostar 9.900 krónur og er góð fjár-
festing fyrir fjölskyldufólk því
það gefur eiganda kortsins, maka
og fjórum börnum undir 16 ára
aldri möguleika á að gista frítt á
þeim tjaldsvæðum sem eru sam-
starfsaðilar kortsins. Upplýsingar
um kortið má nálgast á slóðinni
utilegukort.is.
Þá er vert að minnast þess að á
fjölmörgum tjaldsvæðum kostar
ekki neitt að gista. Það á til að
mynda við um tjaldsvæðin á Ólafs-
firði, Reyðarfirði og Eskifirði.
Hvað kostar að tjalda?
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
SÉRFERÐIR
Verð á mann í tvíbýli
79.900 kr.
Innifalið:
Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100
23.–28. júní
Rudesheim í
hjarta Rínar