Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 24
 Flestir hafa heyrt minnst á barátt- una milli háskerpustaðlanna Blu-Ray og HD-DVD. Hvað er þetta og hver er munurinn á stöðlunum tveimur? iPod-spilarar eru rándýrir á Íslandi. Hlutur ríkisins af verði hvers spilara veldur því að hann kostar allt að því áttatíu prósent meira hérlendis en hjá sama fyrir- tæki í nágrannalöndunum. Fyrir vikið kaupa flestir sína spilara erlendis og smygla þeim inn í land- ið án þess að ríkið fái krónu. iPod spilarar eru allt að 80 prósentum dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. Dýrasti spilarinn er um 25 þúsund krónum dýrari hér en í í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Tollurinn flokkar iPod sem upptöku- og afspilun- artæki, og leggur því 25 prósenta vörugjald á vör- una þegar hún kemur til landsins. Vegna þess að iPod er framleiddur utan Evrópu er einnig lagður sjö prósenta tollur á hann. Við þetta bætist álagn- ing söluaðila, og svo er 24,5 prósenta virðisauka- skattur lagður ofan á allt saman. Niðurstaðan er allt að áttatíu prósenta verðmunur á iPod hér á landi og í nágrannalönd- unum. Steingrímur Árnason hjá Apple IMC áætlar að 65 þúsund iPod-spil- arar séu á landinu, og Apple á Íslandi hafi selt um tuttugu þús- und þeirra. Tölurnar um fjölda spilara á landinu eru áætlaðar út frá bilanatíðni og fjölda spilara sem koma inn í viðgerð til Apple IMC, óháð því hvar þeir eru keypt- ir. „Við höfum kært þessa flokkun til yfirtollanefndar og við höfum rætt við stjórnmálamenn um þetta, en ekkert breytist. Nú erum við komin með nýja ríkisstjórn sem er ekki eins afturhaldssinnuð og sú fyrri, og von okkar er að hún breyti einhverju. Ég er í það minnsta með yfirlýsingu frá vara- formanni Samfylkingarinnar um að þeir hafi áhuga á að skoða þetta mál,“ segir Steingrímur. Humac rekur fjölda Apple verslana í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, auk þess að eiga og reka verslanir Apple á Íslandi. Steingrímur segir sömu álagningu í öllum versl- unum, og verðmun- urinn hér á landi sé því eingöngu vegna sneiðarinnar sem ríkið tekur til sín. „Íslenska ríkið er búið að tapa hundr- uð milljónum á þessu, þetta er bara brandari,“ segir hann. „Einu sinni var aðalsportið að kaupa M&M handa vinum og kunningjum erlendis, en núna er það iPod.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra vegna málsins, en hann er erlendis. taekni@frettabladid.is Evrópska geimferðastofnunin, ESA, leitar nú að sex sjálfboðalið- um til að ferðast til Mars í þykj- ustunni. Sjálfboðaliðarnir munu dvelja í sautján mánuði í einangr- uðum geymi, sem er staðsettur í Moskvu. Tilgangurinn er að rannsaka hegðun manna undir svipuðum kringumstæðum og geimfarar á leið til Mars myndu upplifa. Tím- inn sem fólkið mun dvelja í geym- inum er um það bil sá tími sem tæki fyrir geimferju að ferðast til Mars, og koma til baka. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Bruno Gardini, verkefnisstjóri hjá ESA, segir hugmyndina að baki tilrauninni einfalda: að láta sex manns búa við mjög þröngar aðstæður í langan tíma, og fylgj- ast með hegðun þeirra. Fyrir utan þyngdarleysi og geislun upplifa sjálfboðaliðarnir flest annað sem alvöru geimfarar upplifa, eins og langan vinnudag, lítið sem ekkert einkalíf og mikla líkamlega áreynslu. Þeir sex sem verða valdir til að taka þátt í verkefninu munu fá um 300.000 krónur á mánuði í laun. Það gerir rétt rúmar fjögur hundr- uð krónur á tímann, þar sem við- komandi er jú í vinnunni allan sól- arhringinn í sautján mánuði. Sautján mánaða löng þykjustuferð til Mars Tromman merkasta uppfinningin Ríkið tekur sinn skerf F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.