Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 44
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið gott á grillið Erna Kaaber grillar fisk og gerir lífræna gosdrykki. „Það er auðvelt að elda nánast hvað sem er í álumslagi á grilli en fiskurinn er þó líklega eitt það allra auðveldasta,“ segir Erna Kaaber á veitingahúsinu Icelandic Fish & Chips, sem jafnframt því að vera sérlega góður kokkur er áhugakona um lífræna fram- leiðslu og næringargildi matvæla. „Í álumslaginu fara engin næring- arefni til spillis heldur umfaðma ólíkar bragðtegundir hver aðra og þannig má smella nánast hverju sem er í umslagið með fiskinum,“ bætir hún við. Erna féllst á að grilla fiskrétt fyrir Fréttablaðið og gefa líka uppskrift að einstaklega ferskum og góðum gosdrykkjum sem hún blandar sjálf en hún segir gos- drykkjaneyslu landans vera fram úr hófi. „Gosdrykkjaneysla Ís- lendinga hefur náð nýjum hæðum og það er áhyggjuefni, enda fjöldaframleiddir gosdrykkir yf- irleitt fullir af alls kyns ófögnuði eins og kornsírópi og gervisykri sem hefur vafasöm áhrif á manns- líkamann.“ RAUÐSPRETTA MEÐ KÓRÍANDER OG MYNTU 1/2 búnt kóríander 1/2 búnt mynta 1 þumlungur engifer 4 hvítlauksrif 1 chili 2 lime 1 sítróna 300 ml ólívuolía 1/2 dl hvítvínsedik Maldon-salt sesamfræ Kóríander- og myntublöðin eru slitin af stilkunum og sett til hlið- ar. Engiferrótin er afhýdd og chili- ið fræhreinsað. Lime-ávextirn- ir eru skafnir með rifjárni og saf- inn kreistur úr þeim báðum sem og sítrónunni. Svolítið af olíunni er sett í bland- ara og engifer og hvítlauk bætt við. Best er að nota Vita Mix því hann tætir niður hvítlauksrifin og engi- ferbútana án vandræða og skil- ur ekki eftir sig hálftætta stubba. Vita Mix-blandarinn er stilltur á minnsta hraða en gott er að gefa aðeins í öðru hverju í um 30 sek. Þegar engifer og hvítlaukur hefur saxast vel er chili-inu bætt saman við, berkinum af báðum lime- ávöxtunum og safanum af sítru- sávöxtunum. Hafið stillt á lægsta hraða og gætið þess að chili-pip- arinn maukist ekki. Því sem eftir er af olíunni er nú bætt saman við ásamt hvítvínsedikinu. Best er að láta blönduna standa í svolitla stund áður en hún er notuð. Álpappír er lagður á borð og fyrir miðju eru settar tvær matskeið- ar af olíublöndunni og svo búnt af myntu og kóríanderblöðum. Ofan á þau eru lagðir rauðsprettubitar u.þ.b. 150 gr. í hvert umslag. Stráið yfir Maldon-salti og sesamfræjum. Gætið þess að brjóta vel upp á um- slögin svo ekki leki úr þeim niður í grillið. Umslögin eru sett á grillið á meðalhita. Eftir að þau bólgna upp er best að taka þau af eftir um 3- 4 mínútur. Þau eru svo opnuð með hníf og borin fram með kartöflum eða salati. Olían geymist í kæli í nokkra daga svo hún er tilvalin til að pensla kjúklingaspjótin með dag- inn eftir. HEIMALAGAÐ GOS Erna segir það auðveldara en margur heldur að blanda eigin gos- drykki. „Það eina sem til þarf í gos- drykkjaframleiðsluna er góð safa- pressa. Fyrir berjadrykki er best að nota þessar gömlu handsnúnu en fyrir aðra ávexti er betra að nota nýju rafknúnu gerðina“. HINDBERJA OG MYNTUGOS: 1/2 kg. hindber 1 búnt mynta slatti af agave-sírópi (fer eftir sætu- smekk hvers og eins) sódavatn Fyrst er berjunum rennt í gegn- um safapressuna. Það er ágætt að gera það nokkrum sinnum því það tekur nokkrar umferðir áður en allur safinn er úr þeim kreistur. Þá er myntunni rennt í gegnum press- una. Bæði mynta og ber gefa frá sér sterkan lit sem erfitt getur reynst að ná úr fötum svo best er að vera með góða svuntu við verkið. Þá er agave-sírópi bætt út í blönduna þar til hún hefur náð réttu sætumagni. Blandan er svo hrist vel saman. Í 350 ml glas er ágætt að nota tvö- faldan skammt úr sjússamæli og fylla svo upp með sódavatni. Berjablandan geymist vel í kæli í viku. -mhg Fiskur í áli á bálið Erna Kaaber segir auðveldara en margan grunar að gera heimatilbúna gosdrykki. Girnileg rauðspretta, grillaðar kartöflur og heimagert gos. Á vefsíðu Skeljungs, skeljung- ur.is, er að finna ýmsar ráðlegg- ingar í sambandi við grill og gaskúta, þar á meðal nokkur ör- yggisatriði. Á síðunni kemur fram að gas- kúta skuli alltaf geyma á köld- um stað, þar sem loftræsting er jafnframt góð. Hins vegar er mælt gegn því að kútar þyngri en 11 kíló séu hafðir inni eða geymdir í kjöllurum eða niðurgröfnum geymslum. Þá er ráðlagt að hafa gaskúta vel skorðaða og upprétta þegar þeir eru fluttir á milli staða, til dæmis með bílum. Auðvitað þarf að hafa skrúfað fyrir og ör- yggistappa í skrúfgangi. -rve Loftræsting og kæling áríðandi Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.