Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 64
Kl. 14.00 Guðmundur Thoroddsen heldur sína fyrstu einkasýningu í 101 gallery á Hverfisgötu. Á sýning- unni eru málverk listamannsins sem gefið hefur sýningunni yfir- skriftina Rjómaísland. Sýning- in er opin þriðjudaga til laugar- daga milli 14 og 17 og stendur til 19. júlí. Jómfrúarjass í sól og skjóli Það er gróska í Hafnar- húsinu. Daníel Björnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Reitur í húsa- kynnum Listasafns Reykja- víkur í dag. Innsetningin „Reitur“ er unnin inn í D-sal Hafnarhússins. Þar hefur að undanförnu staðið yfir sýningarröð ungra myndlistarmanna. Með henni vill safnið vekja athygli á efnilegu listafólki sem ekki hefur áður hald- ið einkasýningar í stærri söfnum landins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir D-sal hússins en sýn- ingunum verður fylgt eftir með út- gáfu sýningarskrár í lok ársins. Daníel er fjórði þátttakandinn í því framtaki Listasafns Reykja- víkur sem mælst hefur vel fyrir hjá gestum. Daníel lauk BA-námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan verið virk- ur í sýningahaldi á Íslandi og er- lendis. Hann hefur á undanförnum árum tekið þátt í öflugu starfi ungra myndlistarmanna í Reykjavík og var meðal annars annars sýninga- stjóri samsýningarinnar Pakkhús postulanna sem sett var upp í Hafn- arhúsinu síðasta haust. Hann er því öllum hnútum kunnugur í húsinu og segir ánægjulegt að snúa þang- að aftur. Hann fagnar ennfrem- ur framtaki safnsins að veita ungu myndlistarfólki þetta tækifæri. „Sýningin er unnin upp úr fundn- um hlutum,“ útskýrir Daníel og segir yfirskriftina „Reitur“ til dæmis vísa til garðræktar. Reit- urinn er annars unninn úr ljósi og hráum efniviði. Á sýningunni vinn- ur Daníel með algengar táknmynd- ir en þar er meðal annars að finna gamlar ljósmyndir og trékenndan skúlptúr sem gengur upp úr miðju rýmisins. Önnur myndin er af póst- korti af Hljómskálagarðinum ásamt handteiknaðri flugvél en hin er af garðyrkjustörfum tveggja manna í örlitlum skrúðgarði á Eyrarbakka í kringum 1940 en þess má geta að störfum sínum sinna þeir í nágrenni við ekta íslenskan kartöflugarð. Daníel segir sýninguna meðal annars skírskota til gróskunnar og sköpunarkraftsins en tréð stóra hefur einnig verið sagt vísa til skilningstrésins og Asks Yggdras- ils. Sýningarstjóri er Ólöf. K. Sig- urðardóttir. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag. Kári Þormar, organisti Áskirkju í Reykjavík, kemur fram á hádeg- istónleikum tónleikaraðarinnar Alþjóðlegt orgelsumar í dag. Tón- leikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagð- ir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrst á efnisskránni er Chac- onne eftir franska baroktónskáld- ið Louis Couperin og á eftir koma þrjú verk í anda norður-þýska orgelskólans, sem Dietrich Buxt- ehude lagði að mestu grunninn að. Tónleikunum lýkur svo með Kóral nr. 3 eftir César Franck, einn þriggja kórala sem hann skrifaði árið sem hann lést. Áður en Kári Þormar hélt til framhaldsnáms í orgelleik og kirkjutónlist í Düsseldorf í Þýskalandi var hann fyrsti nem- andinn sem lauk orgelnámi hér heima með tónleikum á hið glæsi- lega Klaisorgel í Hallgrímskirkju. Kennari hans hérna var Hörður Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju. Að námi loknu var Kári organisti Kópavogskirkju, Frí- kirkjunnar í Reykjavík en frá 2001 hefur hann verið organisti Áskirkju og stjórnað Kirkjukór Áskirkju. Kári hefur bæði haldið tónleika hér heima og erlendis, auk þess sem hann hefur komið fram með Mótettukór Hallgrímskirkju bæði á tónleikum og í sjónvarpi. Endurnýjar kynnin af Klais Skáldsaga Jóns Kalmans Stefáns- sonar, Sumarljós, og svo kemur nóttin, hefur verið seld til danska forlagsins, Batzer og Co. Samninga- umleitanir forlagsins Bjarts við Dani hafa staðið um nokkra hríð en forlagið, sem sérhæfir sig í fram- úrskarandi þýddum bókmennt- um, varð loks fyrir valinu. Forlagið gefur meðal annars út Nóbelsverð- launahafann Imré Kertez og Per Petterson, en Bjartur mun á haust- mánuðum gefa út bók hans Ut og stjæle hester. Jón Kalman hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljósin, sem brátt munu skína í Danmörku, og nýverið komu út í kilju skáldsögur hans þrjár sem oft ganga undir nafninu sveitatrílógían og hafa verið að gera allt vitlaust í Þýskalandi á undanförnum árum, Skurðir í rigningu, Sumarið bakvið brekkuna og Birtan á fjöllunum. Sumarljós seld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.