Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 66

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 66
Í Síldarminjasafninu á Siglufirði ætla menn að þinga á laugardag um Síldina og skáldið – þar verður málþing um Guðsgjafaþulu Hall- dórs Laxness. Hefst þingið á laug- ardag kl. 14 og stendur fram undir kvöldmat. Guðgjafaþula er eins og kunnugt er sagan af Íslandsbersa og ganga flestir út frá því sem vísu að fyr- irmynd þess mikla síldarspekúl- ants og útgerðarmanns sé Óskar Halldórsson útgerðarmaður. Er þá bæði vitnað til gagna frá Halldóri um að hann hafi heitið Óskari að skrifa ævisögu hans og einnig eru í sögunni fjöldi minna sem tengj- ast Óskari en hann hafði um langt skeið aðsetur á Siglufirði. Þingið á laugardag setur Guðný Dóra Gestsdóttur, forstöðumaður setursins á Gljúfrasteini. Þá les Theodór Júlíusson leikari kafla um Guðsgjafaþulu úr óútgef- inni samtalsbók Ólafs Ragnars- sonar bókaútgefanda við Halldór Laxness um líf hans og verk, en þeir Ólafur og Theodór eru báðir heimamenn. Bók Ólafs er væntan- leg í haust. Þá taka við bókmenntafræðing- ar: „Hér er ég að rekja þá einu sögu þar sem ævisaga mín skiftir ekki máli...“ – Haukur Ingvars- son, bókmenntafræðingur, skáld og Víðsjármaður spyr hvaða sögu segir Guðsgjafaþula? Stallsystir hans í bókmennta- stofnun, Katrín Jakobsdóttir þing- maður, kallar sitt innlegg „Guði sé lof það var bara arsenik.“ um brennivín, Halldór Laxness og Guðsgjafaþulu. Hannes Baldvinsson ásamt Ör- lygi Kristfinnssyni rekur þá stað- fræði sögunnar í samhengi raun- veruleikans: Guðsgjafaþula og siglfirskar fyrirmyndir og loks skyggnist Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahönnuður og Siglfirð- ingur um sögusviðið. Þá lesa Theodór Júlíusson og Þór Tulinius upp. Að lokinni dag- skrá eru pallborðsumræður með þeim Katrínu Jakobsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Gunnari Rafni Sig- urbjörnssyni. Ríkisútvarpið verður með nema og band á staðnum og má vænta þess að þessu merka þingi verði gerð skil á Rás 1 á komandi mán- uðum, en það er fyrsta alvarlega tilraunin til að taka sögu Halldórs til skoðunar á alvarlegan máta. Um kvöldið kl. 18 verður fram- reiddur í Bátahúsi kvöldverður: síldarborð nema hvað og sungið undir borðum. Þá verður minnst hundrað ára afmælis Róalds- brakka. Eftir mat verður stiginn dans á bryggjunni við harmon- ikuspil og saltað í nokkrar tunn- ur í tilefni dagsins. Það er Síld- arminjasafnið sem stendur fyrir þessu og er svo að sjá að nú hygg- ist Siglfirðingar eigna sér sög- una en lengi hafa menn þar og úr Djúpuvík á Ströndum þóst eiga þann stað sem Halldór skóp í sögu sinni. Gestir og heimamenn geta hald- ið áfram ferð um horfnar sögu- slóðir síldarinnar: á sunnudegin- um verður farið að rústum Evang- ersverksmiðju austan fjarðar og er lagt upp kl. 14 og nýr áningar- staður ferðamanna vígður. Guðsgjafaþuluþing haldið á Siglufirði Myndlistarsýningin SPIK verður opnuð í Selasetri Íslands á Hvammstanga laugardaginn 23. júní kl. 16. SPIK er samstarfsverkefni hóps myndlistar- manna sem kallar sig Selínu. Hópurinn hefur hefur um tveggja ára skeið unnið að undirbúningi þessarar sýningar og meðal ann- ars farið í nokkra rannsóknarleiðangra á Vatnsnes- ið til þess að gaumgæfa seli og afla efnis og hug- mynda fyrir verkefnið. Verkin á sýningunni eru unnin í margs konar efni en eiga það sameiginlegt að byggja á hugmyndum þar sem selurinn er í aðal- hlutverki á einn eða annan hátt. Verkin fjalla meðal annars um þá þjóðsagna- kenndu dulúð sem oft birtist í sögnum um seli og heimkynni þeirra, samskipti manns og náttúru, hamskipti, ævintýri og þjóðsögur. Í tengslum við sýninguna verður safnað sögum um seli. Verkefnið er unnið í samstarfi við Selasetur Ís- lands og verður listaverkunum komið fyrir innan um sýningargripi setursins. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Guðjónsdóttir, Anna Hallin, Anna Líndal, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Eygló Harðardóttir, Olga Bergmann og Ólöf Nordal. Einnig taka arkitekt- arnir Hrefna Björg Þorsteindóttir og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir þátt í sýningunni. Sýningin er opin á opnunartíma setursins og stendur yfir til ágústloka. Nánari upplýsingar eru á www.selasetur.is Selir með mannsaugum JÓNSMESSU TÓNLEIKAR LAUGARD. 23. JÚNÍ 2007 SIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA MEGAS & KK SÉRSTAKIR GESTIR REGGIE-KÓNGAR ÍSLANDS HÚ HJÁLMAR „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.