Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 83
 Knattspyrnumaður- inn Kolbeinn Sigþórsson skrif- aði í gærmorgun undir þriggja ára samning við hollenska úrvals- deildarliðið AZ Alkmaar. Fyrir leika þeir Grétar Rafn Steinsson og Aron Einar Gunnarsson með liðinu. „Mér líst afar vel á þetta,“ sagði Kolbeinn við Fréttablaðið í gær skömmu eftir að hann kom heim með flugi frá Amsterdam. Hann fer aftur út til Hollands hinn 5. júlí og hefur þá æfingar með liðinu. Kolbeinn fór í vetur til æfinga hjá félaginu og hreifst þá af því og aðstöðu þess. „Ég hitti bæði Grét- ar Rafn og Aron Gunnar og líst mér vel á að þeir séu fyrir hjá fé- laginu.“ Að minnsta kosti tíu félög í Evr- ópu voru á höttunum eftir Kol- beini en hann var samningslaus hér á landi eftir að hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við HK. Í stað þess að spila hér á landi í sumar ákvað hann að fara fyrr út og taka þátt í undirbúningstíma- bilinu frá upphafi. „Ég tel mig vera orðinn tilbúinn fyrir atvinnumennskuna,“ sagði Kolbeinn sem varð sautján ára í vetur. „Ég ákvað að velja AZ á endanum því mér líst vel á félag- ið og tel að hollenska úrvalsdeild- in sé góður staður til að byrja á.“ Aðspurður segist hann stefna á að vinna sér sæti í aðalliðinu sem allra fyrst. „Ég ætla að æfa vel og þá er aldrei að vita hvað gerist. Ég hef mikinn metnað sjálfur og stefni því að því að spila sem allra mest.“ Stefni á að komast í aðalliðið sem fyrst Meirihluti stuðnings- manna Manchester City vilja ekki sjá Sven-Göran Eriksson sem stjóra hjá félaginu. Könnun meðal þeirra sýndi fram á þetta í gær en talið er að Eriksson fái fund með Thaksin Shinawatra, sem er á góðri leið með að eignast City. „Stuðningsmennirnir eru 70-30 á móti Eriksson. Hann hefur stað- ið sig ágætlega með félagsliðum en það er ekki hægt að hunsa mis- tökin sem hann gerði með enska landsliðinu,“ sagði Heidi Pickup hjá samtökum stuðningsmanna City. Vilja ekki sjá Sven-Göran Kjartan Henry Finn- bogason kom í gær til Noregs og mun æfa með úrvalsdeildarliðinu Brann fram á sunnudag. „Ég fékk nú bara símtal í gær og mér boðið að fara til Brann,“ sagði Kjartan við Fréttablað- ið í gær. „Ég fer svo á sunnudag- inn til Svíþjóðar og æfi með IFK Gautaborg.“ Hinn 10. júlí fer Kjartan svo til Englands og fer í æfingaferð með Bristol City til Lettlands. Hann hefur undanfarin ár verið samn- ingsbundinn Celtic í Skotlandi en mun væntanlega söðla um fyrir næsta tímabil. Æfir með Brann Obafemi Martins slapp ómeiddur úr skotárás í Níger- íu á mánudaginn. Skotið var á bíl Martins sem meiddist ekki en fé- lagi hans fékk aftur á móti kúlu í sig en lifði af. „Ég hélt að ég myndi deyja þar sem þeir héldu bara áfram að skjóta,“ sagði Martins. „Þessir menn vildu drepa mig, þeir skutu ítrekað á bílinn. Þeir voru ekki ræningjar þar sem þeir skutu bara en stálu engu. Ég þakka Guði að ég er enn á lífi til að segja frá þessu,“ sagði Mart- ins sem var að taka bensín þegar skotið var að honum. Þessir menn vildu drepa mig Þungar ásakanir eru bornar á Ítalíumeistara Inter Milan. Verið er að rannsaka skjöl félagsins vegna mögulegra svika fyrir tímabilið 2005/2006. Inter hefur áður verið til skoðunar hjá skattayfirvöldum, þá ásamt erki- fjendunum í AC Milan, á árunum 2003-2005. Inter er ásakað um að falsa verðmæti leikmanna sinna til að sýna betri fjárhagsstöðu á reikn- ingum sínum. COVISOC, fjár- málayfirvald ítölsku deildarinnar, sagði í gær að Inter ætti ekki að keppa ef reikningar þeirra væru í ólagi. Viðriðið annan Ítalíuskandal? Ertu klár fyrir sumarfríið? Gutenberg Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is Hafðu samband við söluráðgjafa í síma 545 4400 Þarftu að láta prenta: nafnspjöld bréfsefni umslög reikninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.