Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 10
22. júní 2007 FÖSTUDAGUR
>>Kennaraháskóli Íslands
sími 563 3800 > www.khi.is
Kennaraháskóli Íslands auglýsir diplómunám á þroskaþjálfa- og tómstundabraut sem miðar að því að
veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku með því að gefa hópnum
alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu
Kennaraháskóla Íslands.
Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa á starfsvettvangi þroskaþjálfa
heimilum, félagsmiðstöðvum og á þeim vettvangi sem fólk með þroskahömlun sækir þjónustu.
við hvern nemanda þar sem tilgreind verða markmið einstakra námskeiða, starfstengd markmið sem
og leiðir að settu marki.
Inntökuskilyrði
sambærileg menntun og starfsreynsla.
Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð sem fást afhent á
skrifstofu Kennaraháskóla Íslands. Nauðsynlegt er að staðfestingar
á fyrra námi og meðmæli fylgi umsókn.
Skrásetningargjald við Kennaraháskóla Íslands eru 45.000 kr. fyrir skólaárið.
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 25. júní kl. 17.00
í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands.
Nánari upplýsingar veita ábyrgðarmenn námsins Guðrún V. Stefánsdóttir,
lektor, sími: 5633965 og Vilborg Jóhannsdóttir, lektor, sími: 563800
Umsóknarfrestur er til 29. júní
Starfstengt diplómunám
fyrir fólk með þroskahömlun
>
>
>
>
IÐNAÐUR Ódýr vistvæn orka og
kuldi eru meðal þess sem gera
Ísland mjög samkeppnishæft
fyrir staðsetningu netþjónabúa
alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Haustið 2008 verður nýr
sæstrengur, sem tengir Ísland við
meginlandið, tilbúinn. Þá er orðið
raunhæft fyrir fyrirtæki að starf-
rækja netþjónabú á Íslandi. „Hér
erum við í fyrsta skiptið að selja
kulda,“ sagði Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra.
Fjárfestingarstofa, sem heyrir
undir viðskiptaráðuneytið og
aðstoðar erlenda fjárfesta við
fjárfestingar, átti frumkvæðið að
athugun á samkeppnishæfi
Íslands fyrir staðsetningu net-
þjóna á landinu. Niðurstöðurnar,
sem voru kynntar í gær, voru að
Ísland væri mjög samkeppnis-
hæft þegar búið væri að leggja
nýjan sæstreng og tryggja með
því stöðugt samband við útlönd.
Orka á Íslandi er ódýrari en í
helstu samkeppnislöndunum sem
eru Bandaríkin, Bretland og Ind-
land. Ásamt því að vera ódýrari
er orkan vistvæn sem gerir hana
eftirsóknarverðari og sleppa eig-
endur netþjónanna við kolefnis-
gjald sem er víða farið að inn-
heimta vegna brennsluorku.
Um fimmtíu prósent af rekstr-
arkostnaði netþjónabúa er kostn-
aður vegna orku. „Helmingurinn
af þessari orkunotkun fer til kæl-
ingar hjá þessum fyrirtækjum
venjulega. Ef litið er til íslenskra
aðstæðna þá mundi það muna
tugum milljóna á ári í minni orku-
kostnað hjá þessum fyrirtækjum,“
sagði Þórður H. Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingastofu.
„Það er mikil eftirspurn eftir
orku af þessu tagi,“ sagði Össur.
Hann sagði að það væri ákaflega
brýnt að fara varlega með þær
takmörkuðu orkulindir sem við
eigum þannig að skammsýni fengi
ekki að útiloka uppbyggingu á
þessari starfsemi.
andriv@frettabladid.is
Ísland talið
henta vel fyr-
ir netþjónabú
Mikil eftirspurn er eftir grænni orku í heiminum.
Með nýjum sæstreng haustið 2008 verður Ísland
samkeppnishæft um staðsetningu netþjónabúa.
FRÁ FUNDINUM Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr, Þórður H. Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarstofu, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Kristján
Möller samgönguráherra. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
■ Netþjónabú eru rafrænar gagna-
geymslur og miðlarar.
■ Eitt netþjónabú tekur pláss á við
sjö til tíu fótboltavelli og notar allt að
fimmtíu megavött af orku. Til saman-
burðar kemur Kárahnjúkavirkjun til
með að framleiða 690 megavött.
■ Í netþjónabúi af þessari stærðar-
gráðu starfa um fimmtíu sérfræð-
ingar.
■ Meðal fyrirtækja sem hafa sýnt
áhuga á að byggja netþjónabú á Ís-
landi eru Microsoft og Yahoo.
■ Talið er að magn upplýsinga sem
geyma þarf á rafrænu formi aukist
um fimmtíu prósent á ári.
■ Netþjónabú nýta um eitt pró-
sent af allri orku sem er framleidd í
heiminum.
■ Orkukostnaður er fimmtíu pró-
sent rekstrarkostnaðar netþjónabúa.
Helmingur orkukostnaðarins, fjórð-
ungur rekstrarkostnaðar, er vegna
kælingar á tölvubúnaði.
NETÞJÓNABÚ
ÚTIVIST Miðnæturhlaup á Jóns-
messu verður haldið laugardaginn
23. júní. Hlaupið hentar fólki á
öllum aldri, byrjendum og lengra
komnum. Hægt er að velja um
þrjár vegalengdir: 3 km skemmti-
skokk sem er án tímatöku, og 5 km
eða 10 km sem eru með tímatöku.
Hlaupið hefst klukkan 22.00 við
sundlaugarnar í Laugardal og
lýkur á sama stað.
Forskráning í hlaupið fer fram á
vef maraþonsins, www.marathon.
is, og er netskráning opin til klukk-
an 18.00 í dag. Einnig er hægt að
skrá sig í hlaupið frá klukkan
18.00-21.30 á morgun í anddyri
sundlauganna í Laugardalnum.
Allir sem taka þátt fá stutterma-
bol og verðlaunapening auk þess
sem það er frítt í Laugardalslaug-
ina eftir hlaupið fyrir hlaupara. - pal
Miðnæturhlaup á Jónsmessu á morgun:
Hlaupið í Laugardal
KEPPENDUR Í MIÐNÆTURHLAUPI
Miðnæturhlaup á Jónsmessu verður
haldið í fimmtánda sinn á morgun.