Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 22

Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 22
[Hlutabréf] Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnsson- ar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaup- þingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent. Miðað við síðasta gengi Kaup- þings, 1.108 krónur á hlut, er 5,19 prósenta hlutur metinn á rúma 42,5 milljarða króna. „Við teljum að Kaupþing verði í lykilstöðu í frekari útrás og upp- byggingu íslenskra fjármálafyr- irtækja erlendis. Þeir hafa sterkt stjórnendateymi sem hefur vakið víða athygli. Í því viljum við fjár- festa,“ segir Þórður Már Jóhann- esson, forstjóri Gnúps. Ekki hefur komið til tals að fjárfesta meira í Kaupþingi að sögn Þórðar Más. Þessi kaup gera Gnúp að þriðja stærsta hluthafanum í Kaupþingi á eftir Existu (22,8%) og óstofn- uðu hollensku dótturfélagi Kjal- ars hf. (9,9%). Gnúpverjar hafa verið að auka hlut sinn í Kaupþingi á árinu, einkum það sem af er júní. Kaup- in í gær námu 3.663 milljón- um króna, um 0,45 prósentum af heildarhlutafé Kaupþings. Um áramótin átti félagið um 2,2 pró- sent í bankanum. Gnúpur er jafnframt stærsti hluthafinn í FL Group með rúman tuttugu prósenta hlut. Samanlagt eru eignarhlutir félagsins í FL og Kaupþingi metnir á 90 milljarða króna. Gnúpur átti einnig um 1,1 prósent í Straumi-Burðarási í síð- ustu viku. Eignarhlutir Gnúps í FL Group og Kaupþingi eru metnir á níutíu milljarða króna. Þórður Már Jóhannesson segir að félagið vilji fjárfesta í stjórnendum Kaupþings. Peningaskápurinn... Sól ehf. gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auð- humlu svf., móðurfélagi Mjólkur- samsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyr- irvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið. Fyrirtækjaráð- gjöf SPRON sá um söluna en Arev aðstoðaði kaupanda. Kaupverð er trúnaðarmál. Sól er tæplega þriggja ára fyr- irtæki og framleiðir ávaxtasafa í plastumbúðum. Fimmtán manns vinna hjá Sól en 40 hjá Emmessís. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sólar og einn stofn- enda fyrirtækisins, tók við lykl- unum að Emmessís í gær. Hann segir engar breytingar fyrirhug- aðar á rekstrinum fyrr en undir lok árs. „Fyrirtækin verða rekin hvort í sínu lagi til að byrja með en fljót- lega undir sömu kennitölu. Við gerðum þriggja ára leigusamn- ing við Auðhumlu um að Emmess- ís verði á Bitruhálsi næstu þrjú árin en stefnum að því að sameina fyrirtækin undir eitt þak,“ segir hann. Emmessís í Sólina Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafé- laginu Gjensidige þriggja mán- aða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent. Í mars veitti fjármálaeftirlitið bæði Kaupþingi og Gjensidige heim- ild til að fara með fimmtungshlut í Storebrand. Kaupþing beið ekki boðanna og keypti um tíu prósent í Storebrand á skömmum tíma. Hlutabréf í Storebrand tóku við sér við þessi tíðindi en þau hafa lækkað að undanförnu. Það kemur þó ekki alveg að sök í til- viki Kaupþings sem færir eignar- hlutinn með hlutdeildaraðferð. Gjensidige fær meiri tíma Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp um 28,6 prósent frá útboðs- gengi á fyrsta viðskiptadegi fé- lagsins í kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðs- gengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kaup- höll Íslands eða um 530 milljón- ir króna í 241 viðskiptum. Markaðsvirði bankans jókst þar með um 540 milljónir danskra króna, jafnvirði sex milljarða ís- lenskra króna. Heildarvirði bankans í lok viðskiptadags var um 27,2 milljarðar króna. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu sýndu íslenskir fjárfestar einkavæðingunni mik- inn áhuga en yfir sex þúsund ís- lenskir aðilar skráðu sig fyrir bréfum. Føroya Banki hækkaði um 29% Markaðsvirði bankans jókst um sex milljarða króna. REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 Setberg golffatnaður Vindþéttur og regnheldur Verð: Anorak 16.500 Buxur 14.500

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.