Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 22
[Hlutabréf] Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnsson- ar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaup- þingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent. Miðað við síðasta gengi Kaup- þings, 1.108 krónur á hlut, er 5,19 prósenta hlutur metinn á rúma 42,5 milljarða króna. „Við teljum að Kaupþing verði í lykilstöðu í frekari útrás og upp- byggingu íslenskra fjármálafyr- irtækja erlendis. Þeir hafa sterkt stjórnendateymi sem hefur vakið víða athygli. Í því viljum við fjár- festa,“ segir Þórður Már Jóhann- esson, forstjóri Gnúps. Ekki hefur komið til tals að fjárfesta meira í Kaupþingi að sögn Þórðar Más. Þessi kaup gera Gnúp að þriðja stærsta hluthafanum í Kaupþingi á eftir Existu (22,8%) og óstofn- uðu hollensku dótturfélagi Kjal- ars hf. (9,9%). Gnúpverjar hafa verið að auka hlut sinn í Kaupþingi á árinu, einkum það sem af er júní. Kaup- in í gær námu 3.663 milljón- um króna, um 0,45 prósentum af heildarhlutafé Kaupþings. Um áramótin átti félagið um 2,2 pró- sent í bankanum. Gnúpur er jafnframt stærsti hluthafinn í FL Group með rúman tuttugu prósenta hlut. Samanlagt eru eignarhlutir félagsins í FL og Kaupþingi metnir á 90 milljarða króna. Gnúpur átti einnig um 1,1 prósent í Straumi-Burðarási í síð- ustu viku. Eignarhlutir Gnúps í FL Group og Kaupþingi eru metnir á níutíu milljarða króna. Þórður Már Jóhannesson segir að félagið vilji fjárfesta í stjórnendum Kaupþings. Peningaskápurinn... Sól ehf. gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auð- humlu svf., móðurfélagi Mjólkur- samsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyr- irvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið. Fyrirtækjaráð- gjöf SPRON sá um söluna en Arev aðstoðaði kaupanda. Kaupverð er trúnaðarmál. Sól er tæplega þriggja ára fyr- irtæki og framleiðir ávaxtasafa í plastumbúðum. Fimmtán manns vinna hjá Sól en 40 hjá Emmessís. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sólar og einn stofn- enda fyrirtækisins, tók við lykl- unum að Emmessís í gær. Hann segir engar breytingar fyrirhug- aðar á rekstrinum fyrr en undir lok árs. „Fyrirtækin verða rekin hvort í sínu lagi til að byrja með en fljót- lega undir sömu kennitölu. Við gerðum þriggja ára leigusamn- ing við Auðhumlu um að Emmess- ís verði á Bitruhálsi næstu þrjú árin en stefnum að því að sameina fyrirtækin undir eitt þak,“ segir hann. Emmessís í Sólina Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafé- laginu Gjensidige þriggja mán- aða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent. Í mars veitti fjármálaeftirlitið bæði Kaupþingi og Gjensidige heim- ild til að fara með fimmtungshlut í Storebrand. Kaupþing beið ekki boðanna og keypti um tíu prósent í Storebrand á skömmum tíma. Hlutabréf í Storebrand tóku við sér við þessi tíðindi en þau hafa lækkað að undanförnu. Það kemur þó ekki alveg að sök í til- viki Kaupþings sem færir eignar- hlutinn með hlutdeildaraðferð. Gjensidige fær meiri tíma Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp um 28,6 prósent frá útboðs- gengi á fyrsta viðskiptadegi fé- lagsins í kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðs- gengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kaup- höll Íslands eða um 530 milljón- ir króna í 241 viðskiptum. Markaðsvirði bankans jókst þar með um 540 milljónir danskra króna, jafnvirði sex milljarða ís- lenskra króna. Heildarvirði bankans í lok viðskiptadags var um 27,2 milljarðar króna. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu sýndu íslenskir fjárfestar einkavæðingunni mik- inn áhuga en yfir sex þúsund ís- lenskir aðilar skráðu sig fyrir bréfum. Føroya Banki hækkaði um 29% Markaðsvirði bankans jókst um sex milljarða króna. REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 Setberg golffatnaður Vindþéttur og regnheldur Verð: Anorak 16.500 Buxur 14.500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.