Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 30
BLS. 2 | sirkus | 22. JÚNÍ 2007 J ón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-formaður Baugs Group, mun fá einkaþotu af gerðinni Falcon 2000 afhenta í október næstkomandi. Jón Ásgeir hefur hingað til notast við bandarísku einkaþotuleiguna NetJets sem býður upp á sömu þotur líkt og kemur fram í einkaþotuúttekt Sirkuss á bls. 10. Hann ætti þannig að vita hvað hann er að fá. Falcon 2000-vélin er stórglæsileg og herma heimildir Sirkuss að verðið á vélinni sem Jón Ásgeir keypti sé vel yfir einn milljarð. Falcon-vélarnar þykja afar góðar, hraðskreiðar og mikið er lagt upp úr huggulegheitum um borð. Þær geta ekki flogið jafnlangt og Challenger- vélarnar sem aðrir íslenskir auðkýf- ingar eiga en „duga“ rúmlega á flesta þá áfangastaði í Evrópu sem hugur- inn girnist. Eða eins og segir auglýs- ingu frá framleiðandanum Dassault Falcon: „Þægindi og fluggeta stórrar vélar, snerpa og eldsneytisnýting minni vélar.“ Fullvíst er að vélin komi Jóni Ásgeiri að góðum notum enda er það hans verkefni í dag að leiða áframhaldandi vöxt Baugs um gjör- vallan heim og ljóst að það verður ekki gert frá Íslandi. Jón Ásgeir fær einkaþotu í október G rétar Sigurðarson, sem stund-um var kallaður Líkmaðurinn í tengslum við sakamál sem nefnt var Líkfundamálið í fjölmiðlum, hefur snúið baki við ruglinu sem hann var í og hafið nýtt líf. Hann fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðkomu sína að dauða Litháans Vaidarar Juskeviciusar árið 2004. Hann lauk afplánun á Vernd í febrúar og vinnur nú í byggingavinnu á daginn. Um helgina tók hann í fyrsta sinn þátt í keppninni Sterkasti maður Íslands og þótt Grétar sé hraustur maður þá er ekki auðvelt að draga fimmtán tonna steypubíl. „Þetta er bara enn ein geggjunin. Ég er öfgamaður og hef gaman að því að gera eitthvað geggjað,“ segir Grétar í samtali við Sirkus. Hann hefur alltaf verið hraustur maður en augljóst er að hann hefur notað tímann í afplán- uninni á Kvíabryggju vel til að byggja sig upp. „Ég er búinn að æfa mikið og hef gert það í þrjú ár. Ég hafði reyndar ekki nema fimm vikna fyrirvara til að byggja mig upp fyrir þetta mót en mér tókst að þyngja mig um sextán kíló á þeim tíma. Ég vann hins vegar eins og skepna fram á kvöld alla dagana fyrir mótið og það er ekki leiðin að toppár- angri,“ segir Grétar sem getur þó unað sáttur við sitt á mótinu um helgina. Hann hafnaði í sjöunda sæti af átta keppendum og sagði Hjalti Úrsus Árnason, skipuleggjandi mótsins að Grétar hefði staðið sig býsna vel. „Þetta er gríðarlega erfitt mót og hann sýndi mikla keppnishörku með því að klára allar greinarnar. Hann er efni í alvörumann ef hann hefur metnað- inn til að þroska hæfileikana. Það er ákveðið afrek að vera lifandi eftir svona mót og ég tala nú ekki um í heilu lagi,“ segir Hjalti og hlær. Og metnaðinn vantar ekki hjá Grét- ari. Ég er kominn til að vera í þessum heimi og ætla mér að ná langt. Ég hef snúið baki við ruglinu, sagt skilið við þennan heim fíkniefna og einbeiti mér nú að aflraununum. Það er pró- gramm allan sólarhringinn alla vik- una að komast í toppform og það verður að huga að öllu, æfingum, hvíld og mataræði. Næsta mót, Sterk- asti maður Suðurlands, er eftir mánuð og þar ætla ég að koma sterkur inn. Ég ætla mér að hvíla betur fyrir þá keppni og bæta mig verulega.“ oskar@frettabladid.is GRÉTAR SIGURÐARSON, STUNDUM NEFNDUR LÍKMAÐURINN, ER KOMINN Í AFLRAUNIRNAR „BARA ENN EIN GEGGJUNIN“ JESÚS MEÐ Í FÖR Grétar er trúaður og veit sem er að honum eru allir vegir færir í aflraununum með frelsarann sjálfan sem ferðafélaga. SIRKUSMYND/HÖRÐUR HRIKALEGUR Grétar lét sig ekki muna um að vippa sér úr bolnum og taka nokkrar vel valdar pósur fyrir ljósmyndara Sirkuss. SIRKUSMYND/HÖRÐUR LIPUR OG LÉTT Falcon-vélin er snör í snúningum og þægindin innanborðs eru að sjálfsögðu fyrsta flokks. Dansflokkurinn djammaði með landsliðinu Leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta fögnuðu því vel og innilega að hafa borið sigurorð af Serbum, 42-40, í leik liðanna í Laugardalshöll á sjálfan þjóðhátíðardaginn og tryggðu sér þar með sæti í EM í Noregi á næsta ári. Landsliðsmennirnir fóru á Vegamót eftir leikinn og slettu úr klaufunum. Eftir að staðnum var lokað var síðan haldið heim til hetjunnar Ólafs Stefánssonar, sem á íbúð á Hverfisgötu, þar sem leik- mennirnir skemmtu sér fram undir morgun með meðlimum íslenska dansflokksins, leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í handbolta og nokkrum valinkunnum leikurum. Herma fregnir að Queen-lagið We Are the Champions hafi verið vinsælt heima hjá Ólafi aðfaranótt mánudags. Leggðu sumarlaunin þín inn á XY reikning og þú getur unnið Playstation 3 leikjatölvu eða 10.000 kr.! Allir fá 4 bíómiða og ef þú ert að stofna XY reikning í fyrsta skipti færðu líka flottan XY Ósómabol. Þeir sem leggja laun inn á XY reikning í júní fá 4 bíómiða senda heim til sín í byrjun júlí. Aðalvinningarnir verða dregnir út 6. ágúst. Málaferli gegn forsetanum ekki útilokuð Mikil og hatrömm nágrannadeilda geisar nú á Laufásveginum á milli þriggja húseigenda annars vegar og embætti forseta Íslands hins vegar. Húseigend- urnir Þorsteinn M. Jónsson á Laufásvegi 73, Einar Eiríksson á Laufásvegi 74 og Stefán Matthíasson á Smáragötu 13 hafa ekki fengið að byggja svo mikið sem sandkassa á lóðum sínum þar sem húsin eru öll í næsta nágrenni við forsetabústaðinn á Laufásvegi 72. Embætti forsetans hefur, með hjálp frá Ríkislögreglustjóra, kæft allar fram- kvæmdir í fæðingu af þeirri ástæðu að öryggi gesta forsetans yrði ógnað við slíkar aðstæður. Húseigendurnir eru afar ósáttir, telja rökin ekki halda vatni og íhuga nú að draga forsetann og embætti hans fyrir dóm til að fá úr því skorið hvort þeir eigi engan rétt á sinni eigin lóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.