Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 38

Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 38
 22. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið suðurland Á Hellishólum í Fljótshlíð er rekin vinsæl ferðamannaþjón- usta. Aðsóknin á tjaldsvæðið hefur sjaldan verið meiri en nú, þar sem á bilinu 1.500 til 2.000 manns leggja leið sína þangað um hverja helgi. „Ætli það megi ekki helst þakka afþreyingunni hérna allan þennan fólksfjölda,“ segir Laila Ingvars- dóttir hress í bragði, en hún rekur fjölsótta ferðamannaþjónustu á Hellishólum í Fljótshlíð, ásamt eiginmanni sínum Víði Jóhanns- syni. „Hérna er til dæmis níu holu golfvöllur, ásamt níu holu par þrjú golfvelli, golfnámskeið sem hefjast næsta mánudag, veiði- vatn og hestaleiga skammt frá,“ bendir Laila á máli sínu til stuðn- ings. „Þeir sem bregða sér á bak fá síðan Njálssögu beint í æð, þar sem við erum staðsett mitt í sögu- sviði Njálssögu. Svo er hægt að skreppa á Njálusýningu á Sögu- setrinu á Hvolsvelli. Auk þess er ýmislegt í boði fyrir yngstu ferða- langana, þar á meðal leiksvæði og -tæki, klifurkastali, rólur, fótbolta- mark hinum megin á leikvellinum og trampólín, sem nýtur ómældra vinsælda.“ Að sögn Lailu er síðan allt til alls á tjaldsvæðinu. „Sem dæmi var glæsilegt baðhús, með sturt- um, salernum, þvottavélum, þurrkurum og heitum pottum ný- lega tekið í notkun,“ bendir hún á. „Rafmagnstenglar fyrir húsbíla, felli- og hjólhýsi eru á svæðinu, en tengi samkvæmt evrópskum stöðl- um þarf til að tengja í rafmagn.“ Laila tekur fram að engin eld- unaraðstaða sé á svæðinu, en það komi þó ekki að sök þar sem glæsilegur veitingaskáli sé til staðar. Boðið er upp á rétt dags- ins í hádeginu og á kvöldin,“ segir hún. „Annars er „a la carte“ mat- seðill í gildi og hægt að panta af honum nánast allt á milli himins og jarðar, lambakjöt, fisk, ham- borgara og kökur. Svo rekum við hérna veisluþjónustu, skipuleggj- um bæði stærri og smærri veislur fyrir nágrennið í kring og höfuð- borgarsvæðið.“ Fyrir utan tjaldsvæðið gefst ferðamönnum kostur á að leigja sér sumarhús á Hellishólum, þar sem 24 hús standa til boða. Níu fimmtán fermetra stór hús, sem taka þrjá til fimm, tíu 23 fermetra hús, þar sem allt að sex manns geta sofið og svo fimm fjörutíu fermetra lúxusbústaðir. Öll búin helstu nútímaþægindum. Laila mælir með að fólki panti sér sum- arhús með góðum fyrirvara, þótt það sé yfirleitt alltaf pláss á tjald- svæðinu. „Enda alveg brjálað að gera,“ eins og hún kemst sjálf að orði. roald@frettabladid.is Mitt í sögusviði Njálu Hægt er að gista á tjaldsvæði eða leigja sér sumarhús á Hellishólum í Fljótshlíð. Hestaleiga er skammt frá svæðinu, þar sem farið er á slóðir Brennu-Njálssögu. Bleikja, lambakjöt, súpa og salat er aðalsmerki veitinga- sölunnar sem sett hefur verið upp í söluskála Skeljungs í Freysnesi í Öræfum. „Við bjóðum uppá ýmis- konar góðmeti úr kjöti og fiski, til dæmis rétti úr lamba- kjöti, bleikju og þorski og einnig vil ég benda á folalda- piparsteik sem við erum með á matseðlinum. Við erum sem sagt með matseðla, bæði í há- deginu og kvöldin og svo súpu og salatbar, kaffi, brauð og kökur allan daginn. Því er allt- af hægt að fá eitthvað gott í svanginn,“ segir Hafdís Gunn- arsdóttir, veitingastjóri í hinni nýju greiðasölu í Freysnesi. „Við erum samt ekki með ham- borgara heldur leggjum meiri áherslu á heimilismat.“ Anna María Ragnarsdóttir hótelstjóri Hótels Skaftafells sem stendur bak við rekstur- inn tekur undir það. „Þetta fyrirkomulag hefur fengið af- skaplega góðar undirtektir. Eiginlega betri en ég þorði að vona. Það virðist vera að fólk sé farið að leita mikið eftir al- vöru mat og svo sýnir það salat- barnum líka áhuga. Ég sé fyrir mér að það geti verið þægilegt fyrir tjaldgesti að fá sér salat og fara með út í tjald.“ Um 60 manns komast til borðs í sal söluskálans. „Við byggðum húsnæðið í fyrra en okkur vannst ekki tími til að koma upp veitingasölunni fyrir sumarið þá,“ útskýrir Anna María. Sjálf hefur hún nóg að gera á Hótel Skaftafelli sem er vel bókað fyrir sumar- ið og reyndar 2008 líka. „Við erum auðvitað með veitingar á hótelinu líka en það er þægi- legt fyrir vegfarendur að eiga þess kost að kaupa sér mat hér í skálanum.“ gun@frettabladid.is Heimilismatur í öndvegi Veitingaskáli Skeljungs við Hótel Skaftafell er vinsæll viðkomustaður. Hafdís Gunnarsdóttir veitingastjóri og Anna María Ragnarsdóttir hótelstjóri. JÓNSMESSA Í ÚTHLÍÐ Í BISKUPSTUNGUM Mikil skemmtidagskrá er á morgun í tilefni af Jónsmessunni og hefst dagskráin klukkan ellefu að morgni þegar skokk- hópur Ingu skokkar af stað frá Hlíðarlaug. Jónsmessumót GÚ hefst síðan á Úthlíðarvelli klukkan fimm og verður mótið með léttu sniði þar sem vanir og óvanir kylfingar spila saman í liðakeppni. Að lokum verður grillhlaðborð og verðlaunaafhending í Réttinni og ball með hljómsveitinni Blek og Byttur auk þess sem íslensk poppstjarna verður leynigestur kvöldsins. Ballið er haldið til styrktar Kammerkór Suðurlands sem er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Frakkland og eru allir velkomnir. - sig

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.