Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 60

Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 60
Jónsmessa er á sunnudaginn en af ákveðnum ástæð- um hef ég ákveðið að gera ekkert sér- stakt af því tilefni í ár frekar en síð- ustu ár. Þegar ég var yngri var ég hins vegar miklu duglegri og prófaði ýmislegt, eins og að stökkva yfir sjö girðingar og tína sjö blóm, sitja næturlangt á krossgötum og velta mér upp úr dögginni. Eftirminnilegust er óneitan- lega Jónsmessunóttin þegar ég var svona átján ára. Þá var ég heima á Húsavík og var á rúntinum með vinkonu minni þegar við sáum að það hafði rignt aðeins fyrr um kvöldið. Okkur fannst þetta því alveg tilvalið tækifæri til þess að velta okkur upp úr dögginni og ákváðum að drífa í því. Þar sem við vildum ekki að neinn sæi okkur við þetta athæfi ákváð- um við að keyra upp á heiði fyrir ofan bæinn og stoppuðum ekki fyrir en engin merki sáust um hann nema Húsavíkurfjallið sem virtist nær en nokkru sinni fyrr. Þar sem við töldum okkur vera fullkomlega öruggar um að enginn sæi okkur þarna klæddum við okkur úr hverri flík og veltum okkur samviskusam- lega upp úr blautu lyngi. Ég get alveg viðurkennt að þetta var ekki það þægilegasta sem ég hef gert en óneitanlega mjög skemmtilegt og við hlógum mikið. Það var ekki fyrr en við vorum á leiðinni aftur niður af heiðinni sem það rifjaðist allt í einu upp fyrir mér að í bæjarblaðinu hafði nokkr- um dögum áður verið auglýst Jóns- messunæturganga upp á Húsavík- urfjall. Ég get ekki lýst því hvað við vinkonurnar vonuðum innilega á því augnabliki að enginn hefði haft vit á því að taka með sér kíki í þá göngu – hvað þá myndavél með aðdráttarlinsu! Það fyndnasta við þetta áhættu- og nektaratriði allt finnst mér samt að ég hafði á þessum tíma ekki hugmynd um hvaða tilgangi það átti að þjóna að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt og hef það eiginlega ekki enn þann dag í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.