Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 60
Jónsmessa er á sunnudaginn en af ákveðnum ástæð- um hef ég ákveðið að gera ekkert sér- stakt af því tilefni í ár frekar en síð- ustu ár. Þegar ég var yngri var ég hins vegar miklu duglegri og prófaði ýmislegt, eins og að stökkva yfir sjö girðingar og tína sjö blóm, sitja næturlangt á krossgötum og velta mér upp úr dögginni. Eftirminnilegust er óneitan- lega Jónsmessunóttin þegar ég var svona átján ára. Þá var ég heima á Húsavík og var á rúntinum með vinkonu minni þegar við sáum að það hafði rignt aðeins fyrr um kvöldið. Okkur fannst þetta því alveg tilvalið tækifæri til þess að velta okkur upp úr dögginni og ákváðum að drífa í því. Þar sem við vildum ekki að neinn sæi okkur við þetta athæfi ákváð- um við að keyra upp á heiði fyrir ofan bæinn og stoppuðum ekki fyrir en engin merki sáust um hann nema Húsavíkurfjallið sem virtist nær en nokkru sinni fyrr. Þar sem við töldum okkur vera fullkomlega öruggar um að enginn sæi okkur þarna klæddum við okkur úr hverri flík og veltum okkur samviskusam- lega upp úr blautu lyngi. Ég get alveg viðurkennt að þetta var ekki það þægilegasta sem ég hef gert en óneitanlega mjög skemmtilegt og við hlógum mikið. Það var ekki fyrr en við vorum á leiðinni aftur niður af heiðinni sem það rifjaðist allt í einu upp fyrir mér að í bæjarblaðinu hafði nokkr- um dögum áður verið auglýst Jóns- messunæturganga upp á Húsavík- urfjall. Ég get ekki lýst því hvað við vinkonurnar vonuðum innilega á því augnabliki að enginn hefði haft vit á því að taka með sér kíki í þá göngu – hvað þá myndavél með aðdráttarlinsu! Það fyndnasta við þetta áhættu- og nektaratriði allt finnst mér samt að ég hafði á þessum tíma ekki hugmynd um hvaða tilgangi það átti að þjóna að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt og hef það eiginlega ekki enn þann dag í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.