Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Stoðirnar styrktar félagið Stoðir lagði fram yfir tökutilboð í danska fasteignafé lagið Keops og bauð hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. Tveir stærstu hluthafar Keops, Fons, sem fer með 31,8 prósenta hlut, og Baug- ur Group, sem á um 20,3 prósent, tóku tilboði Stoða gegn greiðslu hlutafjár. Tapa á tískunni | Breska tísku- vörukeðjan Mosaic Fashions tap- aði rúmum 415 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn rúmum 100 milljónum króna. Seldu í Actavis | Róbert Wess- man, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason stjórnarformaður til- kynntu að þeir ætli að selja allt sitt í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Acta- vis. Sameinaður stöndum vér | Stjórnir sparisjóðanna Byrs og SPK skrifuðu undir samrunaáætl- un sem miðast við 1. janúar 2007. Sameinaður sparisjóður er metinn á um 45 milljarða króna miðað við síðasta viðskiptagengi í Byr. Baugur selur | Árdegi, félag í eigu Sverris Berg Steinarssonar, keypti Baug Group út úr dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir kaupin er Árdegi eigandi 65 pró- senta hlutar í félaginu og Mil- estone 35 prósenta. Baugur kaupir hyggst gera yfirtökutilboð í fast eignafélagið Immo-Croissance. Félagið er skráð í kauphöllina í Lúxemborg og Euronext-kaup höllina í Brussel. Hallinn réttist lönd voru óhagstæð um 10,7 millj arða króna í maí. Hallinn var tæp lega tveimur milljörðum minni en á sama tímabili í fyrra. Eik Bank Group Íslandsvinir mæta í Kauphöllina Olía hefur fundist í tilraunabor- unum Antrim Energy í Norður- sjó, en þar á Geysir Petroleum ehf. tíu prósenta hlut. Stærsti hluthafi Geysis Petroleum er svo aftur Straumborg ehf., félag í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guð- mundssonar, sem fer með rétt tæplega fimmtungshlut. Olían fannst á 3.340 metra dýpi að því er fram kemur í tilkynningu. Borunin er hluti af tilraunaborunum sem ætlað er að ljúki innan hálfs mánað- ar og verður þá upplýst frekar um magn olíunnar sem fundist hefur, að sögn Gunnlaugs Jóns- sonar hjá GJ Fjármálaráðgjöf/ Norvest, en hann tekur innan tíðar sæti í stjórn Geysis Pet- roleum. Unnið er að sameiningu Geysis Petroleum við Sagex Pet- roleum og InOil. Að sameiningu lokinni er stefnt að skráningu sameinaðs félags í kauphöllina í Ósló. „Þetta er nokkuð merkileg- ur olíufundur. Í fyrra fundum við í samstarfi við aðra olíu og erum nú að bora á nokkuð stærra svæði og vonumst til þess að finna meiri olíu en í fyrra,“ segir Gunnlaugur, en nú er verið að mæla olíuflæðið í nýju holunni. Hann segir fundinn einnig skipta máli fyrir félagið NorEnergy sem Straumborg á líka stærstan hlut í. „Bæði félögin eru þátttakend- ur í þessum verkefnum með um tíu prósent hvort á þessu svæði. Geysir er íslenskt félag stjórnað af Norðmönnum, en NorEnergy norskt félag stjórnað af Kanada- mönnum.“ Gunnlaugur segir starfsemina ganga vel í báðum félögum og að í kjölfar olíufundar og mögulegr- ar vinnslu hafi á þessu ári, síðan Straumborg kom að málum, orðið gríðarleg verðmætaaukn- ing í félögunum. - óká Geysir tilkynnir um olíufund Straumborg á meirihluta í tveimur félögum sem saman eiga um fimmtung í olíuleitarverkefni í Norðursjó. Verið er að mæla magn nýfundinnar olíu. Marel hefur enn aukið hlut sinn í hollenska iðnfyrirtækinu Stork samkvæmt heimildum Markað- arins og nálgast nú 20 prósenta hlut í gegn um félagið LME sem einnig er í eigu Landsbankans og Eyris. Í hollenskum miðlum er frá því greint að Marel vinni að yf- irtökutilboði í Stork í félagi við einn eða fleiri fjárfestingasjóði. Marel hefur sóst eftir því að fá að kaupa Stork Food Systems, mat- vælavinnsluvélahluta Stork. Gengi bréfa Stork er nú ná- lægt 49 evrum, en fyrir liggur yf- irtökutilboð frá breska fjárfest- ingasjóðnum Candover upp á 47 evrur á hlut. Kaup Candover eru því háð að 80 prósent hluthafa samþykki kaupin og eignast því varla félagið, jafnvel þótt kraf- an lækkaði í 75 prósent líkt og heimilt er samkvæmt hollensk- um lögum, því Marel er á móti til- boðinu, sem og Delta Lloyd með um 5,2 prósenta hlut og að því er heimildir Markaðarins herma bandarískur fjárfestingasjóður sem á um 4,5 prósent. - óká Marel eykur við sig í Stork www.trackwell .com Tíma- og verkskráning fyrir starfsmenn og tæki FORÐASTÝRING Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki eru taldar líkur á að möguleg ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda eða 80 prósenta þak á há- markslán Íbúðalánasjóðs komi til með að hafa áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem kynnt verður á morgun, fimmtudag. Sérfræðingar telja þó sumir hverjir að hjöðnun- aráhrif í hagkerfinu af þessu tvennu gætu orðið til þess að stýrivextir lækki hraðar en ella þegar tekin verður ákvörðun um að hefja lækkunarferli þeirra. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greining- ardeildar Kaupþings, segir þó ljóst Seðlabankinn muni ekki lækka vexti fyrr en hann sjái enn skýr- ari merki um samdrátt í hagkerfinu. „En við höfum spáð vaxtalækkun í nóvember og teljum það enn líklegt,“ segir hann. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð aflaheimilda segir Ásgeir að megi meta það sem eitt prósent af hagvexti á næsta ári. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningar- deild Landsbanka Íslands, segir að komi til mikils samdráttar í aflaheimildum megi einnig gera ráð fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem mest finni fyrir nið- urskurðinum. Þar með myndi fyrsta kastið draga úr þensluhamlandi áhrifum niðurskurðarins og því ólíklegt að Seðlabankinn bregðist hratt við fregn- unum, heldur bíði og sjái hver áhrifin til lengri tíma verði. Aukinheldur segir hann Seðlabankann ekki hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir þeirri endurlífgun sem verið hefur á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og myndi sú þensla því jafna út áhrif af mögulegu þaki á útlán Íbúðalánasjóðs. „Menn bregðast ekki mjög snöggt við breytingum í Seðlabankanum, enda ekki ástæða til vegna þess að áhrifanna gætir ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár,“ segir Lúðvík. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, gerir sömuleiðis ekki ráð fyrir að Seðla- bankinn breyti út af fyrri áætlunum á fimmtudag, þótt sjálfsagt setji hann inn í efnahagsspá sína frá- viksspá með skerðingu á aflaheimildum og fjalli um möguleg áhrif hennar. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir ákvörðun um óbreytta stýrivexti á morgun. orðið skarpari Niðurskurður í aflaheimildum og fyrirséðar breytingar á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs stuðla að hjöðnun í hagkerf- inu og gætu boðað hraðari lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Brynhildur Melot er átta ára gamall nemandi í Vesturbæjarskóla. Hún er í sumarfríi núna en ætlar síður en svo að sitja aðgerð lmeðal Sumarnámskeiðin í KramhúsinBrynhildur Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bílaKomdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta!Alltaf heitt á könnunni! Smábátasjómenn upp- lifa ekki hættuástand 26 79 / IG 07 Þú færð IG-veiðivörur á næstu Þjónustustöð FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR „Það er mitt mat að það sé heppi- legt að afnema einkarétt á póstdreifingu sem allra fyrst,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Samgöngunefnd Evr- ópuþingsins hefur ákveðið að gefa Evrópu- löndum tíma til 2011, í stað 2009, til þess að afnema einkarétt á póstdreifingu pósts undir 50 grömmum. Tilskipun Evrópuþingsins hefur verið felld inn í íslensk lög, fyrst árið 1998, síðan 2003 og 2005, og því hafa allar breytingar á þeim áhrif hér á landi. „Ég hef ekki sett mig inn í þessi mál en þetta verður til umræðu á fundi samgöngu- ráðherra Norðurlandanna í haust og þá skýr- ist málið,“ segir Kristján Möller samgöngu- ráðherra um ákvörðun Evrópuþingsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist líta svo á að nú hafi íslensk stjórnvöld frest fram að 2011, í stað 2009, til að afnema einkarétt á póstdreif- ingu en Alþingi og ráðherra hafi það á valdi sínu hvenær einkarétturinn verður afnum- inn. „Það liggur fyrir að þetta hefur verið gert [einkaréttur á póstdreifingu afnuminn] í ýmsum Evrópuríkjum þannig að ég get ekki séð að Evróputilskipanir banni slíkt. Hvort það verður gert er á valdi ráðherra og Alþing- is og um það tjái ég mig ekki.“ Einkarétturinn, sem Evrópuþingið hefur gefið rýmri frest til þess að afnema, er á dreif- ingu á pósti sem er undir 50 grömmum. Fyrst voru einkaréttarmörkin ákveðin fyrir bréf undir 350 grömmum og þau voru síðan lækkuð í 100 grömm og 50 grömm frá ársbyrjun 2006. Afnám einkaréttar á póstdreifingu hefur verið deiluefni meðal Evrópusambandslanda í nokkurn tíma. Helst hefur verið deilt um hversu langan tíma lönd sambandsins eiga að hafa til þess að afnema einkaréttinn. Sam- göngunefnd Evrópusambandsins ákvað á fundi sínum 18. júní síðastliðinn að fresta, eins og fyrr segir, afnámi einkaréttarins en þó er að finna undanþáguákvæði þar sem löndum gefst tími til þess að fresta afnámi einkarétt- arins í tvö ár til viðbótar. Vill afnema einkaréttinn Forstjóri Íslandspósts segir fyrirtækið tilbúið fyrir afnám einkaréttar á póstdreifingu. Málið verður rætt til hlítar á fundi samgönguráðherra Norðurlandanna í haust. Hef ekki kynnt mér málið, segir Kristján Möller. Fór á sumarnám- skeið í Kramhúsinu sjómannslífMIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N Danfoss hf Sagt hefur verið um kvótakerfið að það geri nýlið- un í sjávarútvegi erfiða. Það á þó ekki við um Hjört A. Guðmunds- son. Hann er aðeins nítján ára gamall en gerir út trilluna Gísla KÓ 10 fyrir föður sinn. „Nei, ég rekst svo sem ekki á marga jafn- aldra mína í þessu,“ segir Hjörtur og hlær. Yfirleitt róa þeir frá Kópavogi en Hjörtur hefur verið í Bolungar- vík undanfarna daga. „Það fiskað- ist ekkert á Faxaflóa, þannig að ég sigldi bara hingað til Bolungarvík- ur og hef veitt vel. Held ég sé kom- inn upp í fimmtán til sextán tonn á tíu dögum,“ segir hann. Hjörtur var við löndun á höfninni í Bolung- arvík þegar blaðamann bar að garði. „Þetta var reyndar ekkert sérstakur túr, líklega eitt og hálft tonn, en ég var líka svo stutt úti. Mér heyrist líka á þeim í talstöð- inni að það sé komin bræla.“ Hjörtur er nýstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og verður tvítugur í desember. Hann er því mögulega yngsti trillukarl landsins og er vitaskuld með pungapróf, eins og lög gera ráð fyrir. Hann segist hafa fengið gott verð fyrir aflann, en bendir á að það fari þó minnst í hans vasa. „Við leigjum kvóta og það fer auð- vitað mest í að borga það.“ Sjómennskan hefur fram að þessu verið sumarstarf hjá Hirti og hann játar að það sé vissulega ágætt upp úr þessu að hafa, sér- staklega samanborið við flesta jafnaldra hans. Nítján ára trilluskipstjóri „Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki,“ segir athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson í Samskipum. Athygli hefur vakið að Ólafur flýgur á þyrlu til og frá jörð sinni á Snæfellsnesi. Hann segist hafa greitt um 150 milljónir fyrir gripinn sem er af gerðinni Euroc- opter AS 350 B3. Ólafur hefur haft einkaflug- mannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hing- að til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kring- um Bretland og svo hérna innan- lands.“ Nágrannar Ólafs eru ekki sáttir við þyrluflug hans. Þau segja það fæla skepnur og að auki hafi ekki heyrt mannsins mál í fermingarveislu hjá þeim um liðna helgi. Flýgur á 150 milljóna þyrlu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.