Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 8
Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! HREINIR OG FÍNIR BÍLAR Xtreme BÍLASÁPA Framúrskarandi sápa fyrir bílinn. GLERÚÐI Frábær glerú›i sem má einnig nota á mælabor›. Tilbo›i› gildir til 15. ágúst e›a á me›an birg›ir endast. 20% afsláttur af toppgræjum í bílaþ vottinn FELGUBURSTI Sérstaklega hentugur til a› fjarlægja erfi›u óhreinindin af álfelgunum. MÆLABORÐSBURSTI Mjúkur bursti til a› fjarlægja ryk og óhreinindi af mælabor›um, tökkum, skífum og mi›stö›var- opum. fiennan fjölhæfa bursta má einnig nota á skrifstofunni e›a á heimilinu til fless a› hreinsa lyklabor› og a›ra fleti sem erfitt er a› fjarlægja ryk af. BÍLAÞVARA Til a› skafa bleytuna af bílnum eftir flvott. Mjúkt gúmmíi› fer vel me› málningu og glugga. fivöruna má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. BÍLAKÚSTUR Vikan bílakústur. Sveig› lögun tryggir stö›uga snertingu vi› hvern flöt á bílnum. Kústurinn er me› gúmmíbrún og öflugu og endurbættu vatnsflæ›i. Kústinn má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. E N N E M M /S ÍA /N M 28 42 6 Guðlaug- ur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir lagabreytingar í tengsl- um við líffæragjafir verða teknar til athug- unar. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að talið er að þörf fyrir líffæragjafir eigi eftir að aukast á næstunni. Svokölluð líf- færakort sem þeir sem myndu vilja að líffæri sín væru gefin gera tak- markað gagn. Þau hafa ekkert lagalegt gildi og ekki er haldið utan um skráninguna. „Þetta er eitt af því sem er til skoðunar. Ég fagna því að þetta sé tekið til umfjöllunar því líffæragjöf, og álitamál í kringum hana, er ekki pólitískt álitamál heldur siðferðislegt mál sem þarf að ræða. Það skipt- ir máli að fólk líti inn á við og kynni sér þessi mál,“ segir Guðlaugur. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækn- inga Landspítalans, segir mismunandi löggjafir um líffæragjafir í löndum. Víða sé svokallað ætlað samþykki við lýði, en þá er gengið út frá því að fólk vilji gefa líffæri sín nema annað hafi komið fram. Hér á landi er gengið út frá ætlaðri neitun. Runólfur kveðst helst kjósa að litið yrði til lagasetning- ar á Spáni þar sem ætlað sam- þykki er í tengslum við líffæra- gjafir en ávallt leitað til ættingja til frekari staðfestingar. Þar hafi almenningur einnig verið frædd- ur vel um álitamál í tengslum við líffæragjafir. Guðlaugur segist enn ekki hafa markað sér stefnu í þessu máli en þau verði skoðuð vand- lega. Ný björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar, TF-GNÁ, fór í sitt fyrsta björgunarflug í gær. Hífði áhöfnin mann úr báti á Við- eyjarsundi. Laust fyrir hádegi barst kall frá lúxussnekkjunni Eldingu II, sem gerð er út frá Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn. Pústbarki hafði farið í sundur með þeim afleiðingum að báturinn fylltist af reyk. Ekki er vitað af hverju pústbarkinn fór í sundur. Einn maður var um borð, en hann var að flytja bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. RÚN dró bátinn til hafnar, en dæla þurfti úr honum sjó, sem hóf að streyma inn þegar púst- barkinn fór í sundur. Maðurinn var fluttur í skýli Landhelgisgæslunnar. Hann sak- aði ekki. Að sögn Vaktstöðvar siglinga gekk björgunin eins vel og hægt var. Eldur kom upp í hvalaskoðun- arskipinu Hafsúlunni mánudag- inn 25. júní síðastliðinn. Bátarnir eru í eigu sama fyrirtækis. Eld- urinn hafði verið slökktur þegar báturinn kom til hafnar og engan sakaði. Að sögn Vignis Sigursveinsson- ar rekstrarstjóra er nýbúið að uppfæra öryggisbúnað í snekkj- unni. Elding II er helst notuð í einka- ferðir, meðal annars sjóstang- veiði, segir Vignir. Báturinn er það sem kallað er lúxussnekkja. „Það er hins vegar engin lúxus- lykt í honum núna,“ segir hann. „Það verður verk að þrífa.“ Fyrsta björgunarflug TF-GNÁ tókst mjög vel Ný björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, hífði mann úr lúxussnekkj- unni Eldingu II á Viðeyjarsundi í gær. Pústbarki hafði farið í sundur og bátur- inn fyllst af reyk. Manninn sakaði ekki en snekkjuna þarf að þrífa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.