Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 13
Þegar F-14 Tom-
cat-orrustuþotan var fyrst tekin í
notkun snemma á áttunda ára-
tugnum kostaði stykkið 38 millj-
ónir dollara og var tákn um hern-
aðarlega yfirburði Bandaríkjanna
í lofti.
Bandaríkjaher lagði síðustu
slíku vélunum sem hann hafði í
þjónustu sinni síðastliðið haust.
Og nú er verið að mola þær í
brotajárn til að hindra að vara-
hlutir lendi í röngum höndum.
Eftir að það fregnaðist í byrjun
þessa árs að varahlutir í F-14-
þotur bærust frá Bandaríkjunum
í hendur Írana og fleiri þjóða sem
bandarísk yfirvöld hafa lagt bann
við hergagnasölu til, brá banda-
ríska varnarmálaráðuneytið á
það ráð að banna alla sölu á slík-
um varahlutum.
Til að tryggja það bann enn
betur er nú verið að klippa vél-
arnar sem eftir eru, í flugvéla-
kirkjugarði Bandaríkjahers í
Tucson í Arizona, niður í smá-
bita.
Íranar keyptu áttatíu F-14-
þotur á áttunda áratugnum, þegar
landið var enn bandamaður
Bandaríkjanna. Klerkastjórnin,
sem tók við völdum í Teheran
árið 1979, reynir enn að halda
flota F-14-þotna í flughæfu
ástandi.
Í dag eru 50 ár liðin frá því
að Hulda Jakobsdóttir varð
bæjarstjóri í Kópavogi, fyrst
kvenna á Íslandi. Af því tilefni
verður opnuð sýning um störf
Huldu í Bókasafni Kópavogs. Þar
verða sýndir munir í eigu
afkomenda hennar auk opinberra
skjala. Það eru afkomendur Huldu
og jafnréttisnefnd Kópavogs sem
standa fyrir sýningunni.
Dagskrá verður á bókasafninu í
Kópavogi klukkan fimm í dag
vegna opnunarinnar en að henni
lokinni fer fram afhending
árlegrar jafnréttisviðurkenningar
nefndarinnar. Viðurkenningin er
nú veitt í sjötta sinn.
Minnast merks
jafnréttisáfanga
Botnráslokur Kára-
hnjúkavirkjunar voru opnaðar í
gær til þess að hægja á fylling-
arhraða Hálslóns. Lokurnar
verða opnar þangað til á föstu-
dagskvöld.
Á heimasíðu Kárahnjúkavirkj-
unar segir að í fyrstu verði
litlum spýjum hleypt í gegnum
stífluna en seinni partinn í dag
verða lokurnar opnaðar til fulls.
Þegar líður á júlímánuð verða
botnlokurnar opnaðar á nýjan
leik og verða þá opnar meira og
minna út ágústmánuð og jafnvel
fram í september.
Meðan botnlokurnar eru opnar
eykst rennsli í farvegi Jökulsár
á Dal um 135 til 310 rúmmetra á
sekúndu.
Rennsli eykst í
Jöklu á ný
Sigurður Eyþórsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins, hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Jafnframt því
mun Sigurður
gegna fram-
kvæmdastjóra-
starfi hjá Markaðs-
ráði kindakjöts.
Sigurður hóf
störf hjá Fram-
sóknarflokknum
árið 1994 og varð
framkvæmdastjóri flokksins
2003. Hann lét af því starfi um
áramót.
Sigurður, sem er fæddur og
uppalinn í Kaldaðarnesi í Flóa,
var formaður nefndar forsætis-
ráðherra sem fjallaði um
fjármál stjórnmálaflokka.
Sigurður til
sauðfjárbænda
í góðu tjaldi
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjaldaland
Útilífs er við
hliðina á
TBR-höllinni
The North Face Tadpole
2ja manna
Göngutjald.
Verð 32.990 kr.
Troðfull flöt af
uppsettum
tjöldum!
SUÐURLAN
DSBRAUT
SUÐURLAN
DSBRAUT
GNOÐAR
VOGUR
GLÆSIBÆ
R
T
B
R
1
T
B
R
2
Á
L
F
H
E
IM
A
R
G
R
E
N
S
Á
R
S
V
E
G
U
R
Tjaldaland
Taranto Plus 6 manna
Fjölskyldu-braggatjald með tveimur
svefntjöldum. Stórt fortjald
með dúk milli svefntjaldanna.
Opnast á tvo vegu.
Verð 29.990 kr.
Como 4ra og 6 manna
Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum.
Fortjald er á milli svefntjaldanna.
Tveir inngangar.
Verð 14.990/19.990 kr.
Andros 6 manna
Fjölskyldu-braggatjald með tveimur
svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk.
Öflugar álsúlur.
Verð 42.990 kr.
Lindos 6 manna og 8 manna
Fjölskyldu-braggatjald með
mikilli lofthæð. Rúmgott fortjald.
Öflugar álsúlur.
Verð 44.990/49.990 kr.
The North Face Rock
2ja manna
Göngu-kúlutjald.
Verð 22.990 kr.
Njóttu sumarsins
Nevada 3ja manna
3ja og 4ja manna sígilt kúlutjald.
Verð 6.990kr.
Kira 3ja og 4ra manna
Kúlutjald með fortjaldi.
Verð 8.990/10.990 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
37
74
6
05
/0
7