Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 33

Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 33
Markaðssetning Simpsons- kvikmyndarinnar er komin á fullt skrið í Bandaríkjun- um og er óhætt að fullyrða að framleiðendur og mark- aðsmenn fari óhefðbundnar leiðir í þeim efnum. Viðskiptavinir valdra 7-Eleven verslana í Bandaríkjunum geta nú keypt forlátar vörur á borð við Buzz-Cola, Morgunkorn Kru- sty og Squishee-gosdrykki, sem aðdáendur Simpsons-fjölskyld- unnar ættu að kannast við úr samnefndum þáttum. Í tilefni af frumsýningu Simp- son-kvikmyndarinnar síðar í mánuðinum ákvað 7-Eleven keðj- an, gegn vænlegri greiðslu frá framleiðendum kvikmyndarinn- ar, að breyta útliti nokkurra versl- ana þannig að þær líktust Kwik-E- Mart verslun Apu Nahasapeema- petilon í Simpson-þáttunum. Apu þessi er hindúískur vinnualki sem eitt sinn stóð vaktina í 96 klukku- stundir samfleytt án þess að taka pásu. Viðtökur viðskiptavina létu ekki á sér standa við opnun verslananna í gær og mynduðust langar biðraðir fyrir utan flest- ar þeirra. Vörurnar úr þáttunum seldust eins og heitar lummur og vöktu mikla lukku. „Viðtökurn- ar hafa farið fram úr björtustu vonum. Ég átti von á einhverri athygli en hér hefur verið allt vitlaust,“ sagði ónefndur versl- unarstjóri í gær. Rollsinn í hjólhýsum 560 Ufe Excelsior með leðri D650 Van T650 T600

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.