Fréttablaðið - 04.07.2007, Page 38

Fréttablaðið - 04.07.2007, Page 38
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þarna var ég nýbúinn að fá bíl- prófið og ég keypti mér glænýja Hondu Civic CRX á 880 þúsund kr. Þessi kaggi var alltof dýr og kraftmikill fyrir ungling eins og mig.“ „Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reikn- aði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jóla- plötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaf- lega þekkt í breskum tónlistar- geira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptöku- verið er fjarri vegum og bíla- umferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Saw- mills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Ro- bert Plant. Sverrir Bergmann í fótspor Oasis „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-út- gáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirs- son, en hann mun syngja bandaríska þjóð- sönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra text- ann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er text- inn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu tal- máli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutn- ingnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beð- inn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja ís- lenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim ís- lenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngv- ara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Gro- ban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“ Magni syngur bandaríska þjóðsönginn Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ól- afur, sem alla jafna býr í Lond- on, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,“ segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.“ Ólafur hefur haft einkaflug- mannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálf- ur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábær- ar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,“ segir Ólaf- ur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samvisku- samur í að þjálfa sig“. Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7- 1,8 milljónir evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljón- um íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinn- ar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist tölu- verður hávaði og annað ónæði. „Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófugl- inn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,“ segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?“ Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.“ Ólafur segir þessa nágranna- deilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferl- um varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.“ Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Rafm.sláttuvélar Vandaðar vélar og öflugir mótorar FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.