Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 56
Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköp- uð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomu- halds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika. Yfirskrift tónleikanna er útúr- snúningur úr kunnum íslenskum frasa: Vatn úr myllu Kölska kalla þeir félagar tónleikahaldið sem hefst annað kvöld kl. 20.30. Frum- flutt verður nýtt tónverk eftir Einar, Ópusar af Dense Time- safninu sem Guðlaugur sendi frá sér í fyrra auk verka eldri meist- ara. Gripið er í ýmis hljóðfæri við flutninginn: Rafgítar, tölvugít- ar, forvera knéfiðlunnar, viola da gamba auk slagverks af ýmsu tagi. Einar vann á sínum yngri árum með ýmsum fjöllistamönnum: hann var í Medúsu-hópnum úr Breiðholtinu, hinum sérstaka ís- lenska ungskáldahóp sem hóf upp raust sína á árum pönksins og kom með séríslenskan súrrealisma inn í íslenskar bókmenntir. Þar voru með Einari í för Sjón, Jóhamar og Þór Eldon, síðar Sykurmoli. Einn- ig starfaði hann í hljómsveitinni Fan Houtens Kókó, sem leiddi hann síðar beint inn í hljómsveit- ina Kukl sem varð fyrsta útrásar- sveit Íslendinga – með ófyrirséð- um afleiðingum – svo sem Syk- urmolunum og sólóferli Bjarkar. Einar lauk BA-prófi í tónlistar- kennslu 1989 frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík, og síðar fram- haldnámi í tónsmíðum og tónvís- indum frá sama skóla, og hefur starfað síðan sem tónlistarkennari og skólastjóri við ýmsa tónlistar- skóla á Íslandi. Hann hefur verið afkastamikið tónskáld, jafnt í nú- tímatónlist, kvikmyndatónlist sem og alþýðutónlist. Af kvikmynda- tónlist má nefna „Dagsverk“ eftir Kára Schram, heimildarmynd um Jón úr Vör og „Draumadísir“ eftir Ásdísi Thoroddsen. Helstu nútímatónverk Einars eru t.d. „Sketches for Piano“, „String Tra- vels“, „Grandmother“, „Introitus“, „On the 128th Birthday of Eric Satie“, og „Tribute to Spring and Franz Liszt“. Af nýjustu viðfangs- efnum Melaxar má helst nefna: Óperu við texta Dags Sigurðar- sonar skálds, söfnum náttúru- legra umhverfishljóða og smíði klassískra miðaldarhljóðfæra, en á tónleikunum í Vatnasafninu mun Einar leika á eitt af smíðaverk- um sínum: viola da gamba, sem er undanfari knéfiðlunnar. Lagsbróðir hans, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönn- um á löngum ferli sínum. Á ní- unda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddu endursköpun ís- lenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þey og Kukli þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveit- anna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlist- armenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guð- laugur ýmsar stefnur og nálgan- ir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk ný- bylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan sem rythma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tón- smíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Sjostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári síðan kom út platan Dense Time þar sem Guð- laugur flytur verk sín ásamt ýmsum tónlistarmönnum. Á þeirri plötu má finna gott yfir- lit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaug- ur hefur þróað með sér. Tónleik- arnir í Vatnasafninu byggja ann- ars vegar á efninu sem þar er að finna, en í upphafi tónleikanna verður frumflutt nýtt verk; „On the binary nature of triad struct- ures in the subnuclear realm“ auk verka tónskáldanna Vivaldi, Bach og Charles Mingus. Forvitnilegt verður gestum að heyra þá félaga flytja verk sín í sérkennilegum heimkynnum Vatnasafnsins þegar kvöldsólin skín beint inn um glugga safnsins sérstaka í Hólminum. Nýtt hefti af myndasögu- blaðinu Blek er komið út en það ber nú heitið Neo-Blek. Þetta er tólfta blaðið í hinni merku út- gáfu íslenskra myndasögu- smiða og hefur útgáfa þess ekki notið nægilegrar athygli. Blað- ið er 60 bls. í svarthvítu. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er viðtal við Bjarna Hinriksson. Les- endur kynnast frekari ævintýrum Jakobs. Yfir honum hvílir bölvun sem tekur engan enda. Nýr sögu- höfundur er kominn frá Austfjörð- um til að kynna fyrir okkur nýju hetjuna sína sem hjálpar fátækum á götum stórborga. Blaðið er til sölu í Nexus og hjá Froskur-útgáfu. Nýtt Blek Það er komið að sýn- ingarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórsson- ar í Safninu á Lauga- vegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Mynd- listardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr dag- lega lífinu; persónu- leg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggja- listar (graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Lista- háskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með bland- aðri tækni á fundnar tré- plötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað lím- band sem hluta af vegg- verkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfa- kúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breið- holtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið- evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hund- ertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á vegg- ina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reif- ið.“ Lokahelgi Davíðs Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.