Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 56
Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköp- uð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomu- halds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika. Yfirskrift tónleikanna er útúr- snúningur úr kunnum íslenskum frasa: Vatn úr myllu Kölska kalla þeir félagar tónleikahaldið sem hefst annað kvöld kl. 20.30. Frum- flutt verður nýtt tónverk eftir Einar, Ópusar af Dense Time- safninu sem Guðlaugur sendi frá sér í fyrra auk verka eldri meist- ara. Gripið er í ýmis hljóðfæri við flutninginn: Rafgítar, tölvugít- ar, forvera knéfiðlunnar, viola da gamba auk slagverks af ýmsu tagi. Einar vann á sínum yngri árum með ýmsum fjöllistamönnum: hann var í Medúsu-hópnum úr Breiðholtinu, hinum sérstaka ís- lenska ungskáldahóp sem hóf upp raust sína á árum pönksins og kom með séríslenskan súrrealisma inn í íslenskar bókmenntir. Þar voru með Einari í för Sjón, Jóhamar og Þór Eldon, síðar Sykurmoli. Einn- ig starfaði hann í hljómsveitinni Fan Houtens Kókó, sem leiddi hann síðar beint inn í hljómsveit- ina Kukl sem varð fyrsta útrásar- sveit Íslendinga – með ófyrirséð- um afleiðingum – svo sem Syk- urmolunum og sólóferli Bjarkar. Einar lauk BA-prófi í tónlistar- kennslu 1989 frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík, og síðar fram- haldnámi í tónsmíðum og tónvís- indum frá sama skóla, og hefur starfað síðan sem tónlistarkennari og skólastjóri við ýmsa tónlistar- skóla á Íslandi. Hann hefur verið afkastamikið tónskáld, jafnt í nú- tímatónlist, kvikmyndatónlist sem og alþýðutónlist. Af kvikmynda- tónlist má nefna „Dagsverk“ eftir Kára Schram, heimildarmynd um Jón úr Vör og „Draumadísir“ eftir Ásdísi Thoroddsen. Helstu nútímatónverk Einars eru t.d. „Sketches for Piano“, „String Tra- vels“, „Grandmother“, „Introitus“, „On the 128th Birthday of Eric Satie“, og „Tribute to Spring and Franz Liszt“. Af nýjustu viðfangs- efnum Melaxar má helst nefna: Óperu við texta Dags Sigurðar- sonar skálds, söfnum náttúru- legra umhverfishljóða og smíði klassískra miðaldarhljóðfæra, en á tónleikunum í Vatnasafninu mun Einar leika á eitt af smíðaverk- um sínum: viola da gamba, sem er undanfari knéfiðlunnar. Lagsbróðir hans, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönn- um á löngum ferli sínum. Á ní- unda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddu endursköpun ís- lenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þey og Kukli þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveit- anna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlist- armenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guð- laugur ýmsar stefnur og nálgan- ir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk ný- bylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan sem rythma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tón- smíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Sjostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári síðan kom út platan Dense Time þar sem Guð- laugur flytur verk sín ásamt ýmsum tónlistarmönnum. Á þeirri plötu má finna gott yfir- lit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaug- ur hefur þróað með sér. Tónleik- arnir í Vatnasafninu byggja ann- ars vegar á efninu sem þar er að finna, en í upphafi tónleikanna verður frumflutt nýtt verk; „On the binary nature of triad struct- ures in the subnuclear realm“ auk verka tónskáldanna Vivaldi, Bach og Charles Mingus. Forvitnilegt verður gestum að heyra þá félaga flytja verk sín í sérkennilegum heimkynnum Vatnasafnsins þegar kvöldsólin skín beint inn um glugga safnsins sérstaka í Hólminum. Nýtt hefti af myndasögu- blaðinu Blek er komið út en það ber nú heitið Neo-Blek. Þetta er tólfta blaðið í hinni merku út- gáfu íslenskra myndasögu- smiða og hefur útgáfa þess ekki notið nægilegrar athygli. Blað- ið er 60 bls. í svarthvítu. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er viðtal við Bjarna Hinriksson. Les- endur kynnast frekari ævintýrum Jakobs. Yfir honum hvílir bölvun sem tekur engan enda. Nýr sögu- höfundur er kominn frá Austfjörð- um til að kynna fyrir okkur nýju hetjuna sína sem hjálpar fátækum á götum stórborga. Blaðið er til sölu í Nexus og hjá Froskur-útgáfu. Nýtt Blek Það er komið að sýn- ingarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórsson- ar í Safninu á Lauga- vegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Mynd- listardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr dag- lega lífinu; persónu- leg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggja- listar (graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Lista- háskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með bland- aðri tækni á fundnar tré- plötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað lím- band sem hluta af vegg- verkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfa- kúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breið- holtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið- evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hund- ertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á vegg- ina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reif- ið.“ Lokahelgi Davíðs Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.