Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 60

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 60
Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrð- ir í Kópavogi enda stendur Lands- mót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boð- uðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-lands- liðsins fyrir Svíum nýverið í undan- keppni Evrópumótsins. Nördaleikur í dag Allt virðist vera í hers höndum á milli Kate Moss og Petes Doherty en Pete býr núna í hjólhýsi. Hann fór fyrir rétt á þriðjudaginn fyrir að hafa verið gripinn með eiturlyf í fórum sínu og fékk harða viðvörun frá dómaranum en slapp við fangelsisvist í bili. Kate er búin að sparka Pete út og hefur einnig skipt um lás á húsinu sínu bara til þess að hann komist ekki inn. Eftir fréttir af framhjáhaldi Petes flúði Kate til Parísar í von um að slúbbertinn Pete elti hana. Í stað- inn fór hann þó á rosalegt fyllerí og hefur látið hafa eftir sér að það hafi verið hann sem sleit sambandinu. „Ég þarf mitt svigrúm,“ sagði hann. Þau hafa víst rifist heiftarlega und- anfarna daga og Doherty líkir sam- búðinni við að búa með umsáturs- manni og finnst eins og Moss kæfi sig. „Hann segir að það eina sem Kate geri sé að öskra á sig í símanum og skella á,“ sagði heimildarmaður. Kate virðist vera alveg miður sín yfir málinu og þurfti að hætta við að koma fram á tískusýningu Johns Galliano fyrir Dior. Stuttu eftir að fyrirsætan fór til Parísar komu flutningamenn heim til hennar og báru allt dót Dohertys út. Þar mátti sjá meðal annars málverk af Kate, gítara og gamlar ferðatöskur. Jefferson Hack, barnsfaðir Kate, hefur svo miklar áhyggjur af ástandi fyrirsætunnar að hann hefur komið henni til aðstoðar með því að sjá um dóttur þeirra Lilu Grace. Þó svo að Pete ber sig vel er aug- ljóst að honum líður alls ekki vel. Í réttinum á þriðjudaginn var hann spurður um heimilisfang og gaf þá upp heimili Moss án þess að hugsa en sagði svo: „Reyndar hefur það breyst.“ Svo brotnaði hann saman og skældi, rokkarinn mikli. Kaupi fötin þar sem þau eru flott “ „ „

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.