Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 60
Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrð- ir í Kópavogi enda stendur Lands- mót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boð- uðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-lands- liðsins fyrir Svíum nýverið í undan- keppni Evrópumótsins. Nördaleikur í dag Allt virðist vera í hers höndum á milli Kate Moss og Petes Doherty en Pete býr núna í hjólhýsi. Hann fór fyrir rétt á þriðjudaginn fyrir að hafa verið gripinn með eiturlyf í fórum sínu og fékk harða viðvörun frá dómaranum en slapp við fangelsisvist í bili. Kate er búin að sparka Pete út og hefur einnig skipt um lás á húsinu sínu bara til þess að hann komist ekki inn. Eftir fréttir af framhjáhaldi Petes flúði Kate til Parísar í von um að slúbbertinn Pete elti hana. Í stað- inn fór hann þó á rosalegt fyllerí og hefur látið hafa eftir sér að það hafi verið hann sem sleit sambandinu. „Ég þarf mitt svigrúm,“ sagði hann. Þau hafa víst rifist heiftarlega und- anfarna daga og Doherty líkir sam- búðinni við að búa með umsáturs- manni og finnst eins og Moss kæfi sig. „Hann segir að það eina sem Kate geri sé að öskra á sig í símanum og skella á,“ sagði heimildarmaður. Kate virðist vera alveg miður sín yfir málinu og þurfti að hætta við að koma fram á tískusýningu Johns Galliano fyrir Dior. Stuttu eftir að fyrirsætan fór til Parísar komu flutningamenn heim til hennar og báru allt dót Dohertys út. Þar mátti sjá meðal annars málverk af Kate, gítara og gamlar ferðatöskur. Jefferson Hack, barnsfaðir Kate, hefur svo miklar áhyggjur af ástandi fyrirsætunnar að hann hefur komið henni til aðstoðar með því að sjá um dóttur þeirra Lilu Grace. Þó svo að Pete ber sig vel er aug- ljóst að honum líður alls ekki vel. Í réttinum á þriðjudaginn var hann spurður um heimilisfang og gaf þá upp heimili Moss án þess að hugsa en sagði svo: „Reyndar hefur það breyst.“ Svo brotnaði hann saman og skældi, rokkarinn mikli. Kaupi fötin þar sem þau eru flott “ „ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.