Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 6
Karlmaður á fimmtugs-
aldri, sem ákærður er fyrir tilraun
til manndráps fyrir að hafa skotið
úr haglabyssu í átt að konu sinni í
Hnífsdal í júní, segir skotið hafa
hlaupið óvart úr byssunni. Aðal-
meðferð fór fram í málinu fyrir
Héraðsdómi Vestfjarða í gær.
Maðurinn er einnig ákærður
fyrir að stofna lífi konunnar í aug-
ljósan háska með því að beina að
henni hlaupi byssunnar fyrr um
kvöldið. Hann neitar því að það
atvik hafi nokkurn tíma átt sér
stað.
Konan hlaut rispur í andliti af
völdum hagla úr byssunni auk
þess sem peysa hennar gataðist
við öxl. Hún komst undan mannin-
um út úr húsinu og til nágranna
þar sem hringt var á lögreglu. Sér-
sveitarmenn handsömuðu mann-
inn eftir nokkurra klukkustunda
umsátur. Fyrir liggur að hann var
undir áhrifum áfengis þegar hann
réðst á konuna. Maðurinn hefur
setið í gæsluvarðhaldi síðan.
Konan fór úr landi eftir árásina,
en mætti fyrir dóm í gær. Hún
krefst þriggja milljóna króna í
miskabætur og sextán ára sonur
þeirra krefst hálfrar milljónar
vegna áfallsins sem hann varð
fyrir þegar hann kom heim um
kvöldið. Hann mætti þó ekki fyrir
dóm.
Aðalmeðferð er lokið og var
málið dómtekið í gær.
Rúmlega þriðjungur
kvenna og tíundi hver karlmaður
snýr ekki aftur til vinnu sinnar
eftir fæðingarorlof. Um tíunda
hluta þessa hóps er sagt upp störf-
um, þrátt fyrir að lagt sé skýrt
bann við slíku í lögum.
Þetta kemur fram í nýlegri
rannsókn Bryndísar Jónsdóttur
sem var unnin sem hluti af meist-
araverkefni hennar í mannauðs-
stjórnun við Háskóla Íslands.
Þetta er stærsta og viðamesta
rannsóknin sem gerð hefur verið á
fæðingarorlofsmálum hér á landi,
en alls svöruðu um 2.400 manns.
Bryndís segir margar skýringar
mögulegar á því af hverju fólk
snúi ekki til fyrri starfa að loknu
orlofi. Flestir segi starfi sínu lausu
en fjórtán prósent karla og níu
prósent kvenna segi að sér hafi
verið sagt upp störfum. Hún bend-
ir í ritgerð sinni á að hlutfallið hafi
verið hæst árið 2002 þegar
atvinnuástandið var hvað verst
eftir tilkomu lagabreytingar árið
2001. Þó sé ljóst að allt of hátt hlut-
fall snúi ekki aftur til starfa vegna
uppsagnar.
Einnig sé það hugsanlega ekki
konum til framdráttar á vinnu-
markaði að svo hátt hlutfall snúi
ekki aftur til starfa. Ekki einungis
verði vinnustaðurinn fyrir röskun
vegna tiltölulega langs fæðingar-
orlofs konunnar, heldur bætist
ofan á vitneskjan um að töluverð-
ar líkur séu á því að konan snúi
ekki aftur til starfa að því loknu.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær er talsverður munur á
því hvernig karlar og konur taka
fæðingarorlof. Karlar taka orlofið
frekar í nokkrum styttri fríum, á
meðan konur taka oftar allt orlofið
í einu. Bryndís segir þetta hafa
endurspeglast í sinni rannsókn. Sé
horft til jafnréttis á vinnumarkaði
sé mikilvægt að karlar taki meira
af orlofi sínu samfellt.
Hún segir það stórt skref í átt að
jafnræði kynjanna að lengja fæð-
ingarorlofið, en ekki sé rétt að
lengja þann tíma sem foreldrar
geti ráðstafað sín á milli. Í dag
hefur hvort foreldri rétt á þriggja
mánaða orlofi, auk þess sem for-
eldrarnir geta skipt á milli sín
þremur mánuðum til viðbótar.
Reynslan hefur verið sú að móðir-
in fær oftast nær allan þann tíma.
Því væri réttara að lengja þann
tíma sem bundinn er við hvort for-
eldri, til dæmis hafa það fimm
mánuði á hvort foreldri, og deila
svo niður tveimur mánuðum til
viðbótar eftir hentugleikum.
Bryndís segist einnig hlynnt því
að lengja lágmarkstíma í fæðingar-
orlofi. Í dag verður að taka að
lágmarki tvær vikur í einu, en hún
telur réttara að lengja þann tíma.
Ef mál þróist áfram þannig að
karlar búti orlofið niður sé hætta á
því að hefð skapist á vinnumarkaði
þannig að í framtíðinni verði erfitt
fyrir karla að taka samfellt orlof.
Þriðjungur hættir
eftir fæðingarorlof
Þriðja hver kona og tíundi hver karlmaður hættir störfum að fæðingarorlofi
loknu. Ekki konum til framdráttar á vinnumarkaði segir sérfræðingur. Mikil-
vægt sé að lengja orlofið og lengja lágmarkstíma í orlofi í hvert skipti.
R
V
62
37
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Bjarni Ómar Ragnarsson
- verslunarstjóri hjá RV
Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur
– fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið
Lórítín®
– Kröftugt ofnæmislyf
Notkun:
Skömmtun:
Frábendingar: Varúðarreglur:
Aukaverkanir:
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
9
0
2
5
-
A
c
ta
v
is
7
0
4
0
0
3
Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á
hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu
áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur
minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim
tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað.
Þetta er niðurstaðan úr rannsókn sem tveir
vísindamenn, Mike Lockwood frá Bretlandi og
Claus Fröhlich frá Sviss, hafa gert. Frá þessu er
skýrt á vefsíðu breska útvarpsins, BBC.
Með rannsókninni sýna þeir einnig fram á að
hlýnunin síðustu áratugina geti ekki stafað af
áhrifum sólarinnar á geimgeisla, eins og nýlega
hefur verið haldið fram.
Lockwood og Fröhlich ákváðu að gera þessa
rannsókn í framhaldi af sýningu sjónvarpsþáttar-
ins The Great Global Warming Swindle, þar sem
því var haldið fram að hlýnun jarðar þyrfti engan
veginn að vera af mannavöldum, eins og oftast er
haldið fram.
Lockwood segist hafa tekið eftir því, að í þeim
þætti hafi ekki verið byggt á gögnum eftir árið
1980. Fram að þeim tíma hafði virkni sólarinnar
verið að aukast jafnt og þétt, en eftir 1985 hefur
hins vegar dregið úr virkni sólarinnar og jafn-
framt úr áhrifum hennar á geimgeisla.
Engin áhrif á hlýnun jarðar
Telur þú að vændi sé stundað á
Íslandi?
Eru karlmenn betri starfsmenn
en konur?
Ber við voðaskoti í Hnífsdal
Þýskri konu, sem var
rænt ásamt syni sínum af
uppreisnarhópi í Írak fyrir 155
dögum, var sleppt á þriðjudaginn.
Sonur hennar er enn í haldi.
Utanríkisráðherra Þýskalands,
Frank-Walter Steinmeier, tilkynnti
um lausn Hannelore Krause, sem
er 61 árs gömul, í gær og bætti því
við að allt yrði reynt til að fá son
hennar lausan. Uppreisnarhópur-
inn, Örvar ráðvendni, birti
myndband af mæðginunum í mars
og apríl og hótaði að myrða þau ef
þýsk stjórnvöld drægju ekki
herlið sitt frá Afganistan innan tíu
daga. Þýskaland er med 3.000
hermenn í Afganistan.
Frjáls eftir 155
daga í haldi