Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Hugo Chavez, forseti Venesúela, neitaði að endurnýja sýningarleyfi elstu sjónvarpsstöðvar landsins, RCTV, í lok maí og hefur hótað að endurnýja ekki leyfi annarrar stöðvar sem hefur tekið upp hanskann fyrir RCTV. Aðgerðir Hugo Chavez eru birtingarmynd á aukinni valdníðslu forsetans sem hyggst breyta stjórnarskrá landsins til að sitja lengur sem forseti. Mikil mótmæli brutust út í Venesúela eftir að Chavez neitaði að endurnýja sýningarleyfi RCT – tvö hundruð manns voru handteknir – því talið var að Chavez væri að vega gegn upplýsinga- og tjáningarfrelsi í landinu. Þrátt fyrir oft á tíðum vafasama stjórnar- hætti og einræðistilburði hafði Chavez virt tjáningarfrelsið í landinu fram að þessu. Ástæða aðgerða Chavez er talin vera sú að stjórnendur RCTV eru pólitískir andstæðingar hans. Einn helsti eigandi hennar, Marciel Granier, hefur gagnrýnt stjórnar- hætti Chavez opinberlega og stöðin studdi misheppnað valdarán gegn honum árið 2002 – einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði að frétta- flutningur stöðvarinnar af valdaránstilrauninni hefði verið áróður gegn forsetanum. Spænska dagblaðið El Pais sagði frá því á mánudag að RCTV hefði fengið leyfi til að hefja sýningar á ný sem áskrifendasjónvarp í læstri dagskrá. Aðeins þeir sem hafa kapalsjónvarp munu geta horft á stöðina en áður hafði hún verið í opinni dagskrá. Áður en RCTV missti sýningarleyfið gátu 98 prósent landsmanna í Venesúela horft á stöðina en einungis 35 prósent Venesúelabúa hafa aðgang að kapalsjónvarpi. Chavez nýtur mests stuðnings meðal fátækra landsmanna í Venesúela. Því má reikna með því að það séu frekar þeir betur settu en þeir verr sem munu geta horft á stöðina þegar hún hefur sýningar að nýju í þessum mánuði. Gagnrýnin umfjöllun um Chavez mun því berast færri mönnum til eyrna en áður. Auk þess segir Julián Isaac, aðstoðarforseti markaðsmála hjá RCTV, að þetta muni hafa veruleg áhrif á þær auglýsingatekjur sem stöðin getur halað inn, sem voru á tólfta milljarð króna í fyrra. Stjórnvöld í Venesúela halda því hins vegar fram að stjórnendur RCTV hafi getað fengið leyfi til að halda áfram sýningum í læstri dagskrá eftir að hún missti útsendingarleyfið, en að þeir hafi ákveðið að bíða með það til að auka á óánægju fólks og til að réttlæta mótmælin gegn aðgerðum Chavez. Að þeirra mati eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki aðför að tjáningarfrelsinu heldur snúast þær um það hvort stöðin hafi leyfi til að sýna í opinni eða lokaðri dagskrá. Það er hins vegar ríkisvaldið sem ákveður það. Forsvarsmenn annarrar sjón- varpsstöðvar í Venesúela, Globos- vision, sem hefur gagnrýnt stefnu Chavez og tekið upp hanskann fyrir RCTV, telja að Chavez ætli ekki að endurnýja útsendingarleyfi stöðvarinnar þegar það rennur út árið 2015. Forsvarsmenn stöðvarinnar, sem um tíu prósent Venesúelabúa hafa aðgang að og er gagnrýnin á stjórn Chavez, sendu varaforseta landsins, Jorge Rodríguez, bréf í lok júní þar sem þeir kvörtuðu undan þrýstingi og ógnunum frá stjórnvöldum. Þeir skrifuðu bréfið eftir að Rodríguez hafði haldið því fram í ræðu að engin ríkisstjórn Venesúela hefði virt tjáningar- frelsið meira en stjórn Chavez. Talið er að orð sem Chavez lét falla í ræðu í byrjun júní, um að hægt væri að afturkalla útsendingar- leyfi sjónvarpsstöðva ef þær gerðust sekar um stjórnarskrárbrot, hafi verið beint gegn Globovision. Forsetinn sagði hins vegar ekki hvað hann átti við. Globovision gæti því hugsanlega einnig misst útsendingarleyfið, og jafnvel fyrr en talið var. Ef Chavez tekur leyfið af Globovision hefur hann náð að veikja, eða þagga niður, í þeim fjórum sjónvarpsstöðvum sem tóku afstöðu gegn honum í valdaránstilrauninni árið 2004. Áður höfðu stjórnvöld gert samkomulag við tvær sjónvarps- stöðvar um að draga úr gagnrýni á forsetann. Með því er sagt að forsetinn hafi náð því sem kallað hefur verið „einræði á fjölmiðlun“ í landinu. Chavez hefur einnig sagt að undanförnu að hann hyggist breyta stjórnarskrá Venesúela til þess að hann geti boðið sig aftur fram sem forseti þegar kjörtímabili hans lýkur árið 2012. Þá mun hann hafa verið forseti í 14 ár. Það myndi gera honum kleift að vera í embætti eins lengi og hann kærir sig um. Þessi hugmynd Chavez hefur kallað á hörð viðbrögð í landinu, nú síðast fyrr í vikunni frá kaþólsku kirkjunni sem dregur það í efa að stjórnarskrárbreytingarnar verði gerðar á lýðræðislegan hátt þrátt fyrir að Chavez hafi sagt að landsmenn í Venesúela þurfi að samþykkja stjórnarskrárbreyting- arnar í kosningum. Með aðgerðum sínum gegn gagnrýnni fjölmiðlun hefur Chavez því minnkað líkurnar á því að slíkir einræðistilburðir verði gagnrýndir opinberlega. Berst gegn fjölmiðlum Engin ástæða til að æsa sig Greinist eingöngu í litrofssmásjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.