Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 8
Sveitarstjórnar- menn víðs vegar um landið eru ánægðir með að ríkisstjórnin hafi ákveðið að flýta vegaframkvæmd- um á ellefu stöðum á landinu en telja að frekari mótvægisaðgerðir þurfi til eftir að ákveðið var að skerða þorskkvótann um þriðjung. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta vegaframkvæmdum á fjórum stöð- um á Vestfjörðum styrki lands- hlutann og samfélagið sem heild. „Ég bíð svo bara eftir útspili ann- arra ráðherra sem þurfa að koma fram með aðra þætti þessara mót- vægisaðgerða,“ segir Halldór. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur fram að flýta eigi fram- kvæmdum við Suðurstrandarveg á milli Þorlákshafnar og Grindavík- ur um fimm til átta ár: hann á að vera tilbúinn 2010 í stað 2015-2018. Bæjarstjóri Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, segir að vegurinn muni hafa mest vægi fyrir ferða- þjónustuna á Suðurlandi. „Þessi búbót kemur hins vegar ekki beint í kassann hjá útgerðarmönnum eða fiskvinnslufólki,“ segir Ólafur. Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafsson, fagnar því að endur- byggja eigi veginn, sem hann segir fyrst og fremst koma sér vel fyrir ferðaþjónustuna, en auðveldi einn- ig flutning sjávarafla á landi fyrir þá sem flytja fisk með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Ólafur segir hins vegar að sjómenn og fiskverk- unarfólk muni ekki hafa beinan hag af þessari einu aðgerð. Helga Jónsdóttir. bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum við Norðfjarðar- göng sé kærkomin; ljúka á göngun- um árið 2012. „Göngin skipta svo miklu máli því þau gera sveitar- félagið að samfelldu atvinnusvæði og auðvelda allan aðgang að þjón- ustu,“ segir Helga. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri í Norðurþingi, er ánægður með að vegaframkvæmdum á tveimur stöðum í sveitarfélaginu, tengingum við Raufarhöfn og Þórshöfn og framkvæmdum við Dettifossveg, verði flýtt. Hann er hins vegar ósáttur við að byggingu jarðganga undir Vaðlaheiði, sem stytta vegalengdina á milli Húsa- víkur og Akureyrar um 16 kíló- metra, hafi ekki verið flýtt. „Vaðla- heiðargöng skipta verulegu máli fyrir okkur í Norðurþingi.“ Berg- ur kallar eftir frekari mótvægisað- gerðum ríkisstjórnarinnar til að vega á móti skerðingu þorskkvót- ans. „Þetta mun nú ekki redda kvótaskerðingunni sem við fáum á næsta ári,“ segir Bergur. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segir að tillaga ríkisstjórnarinnar um að búið verði að endurbæta veginn yfir Öxi árið 2011 auðveldi fólks- og þungaflutninga á milli Djúpavogs og stærri byggðar- kjarna á Austfjörðum því vegur- inn sé lélegur og hafi verið ófær í um mánuð á hverju ári. Kalla eftir frekari mótvægisaðgerðum Ríkisstjórnin samþykkti að flýta vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu eftir að hafa tekið ákvörðun um þriðjungs skerðingu þorskkvótans. Sveitar- stjórnarmenn eru ánægðir með að vegaframkvæmdunum verði flýtt. „Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá okkur en eitthvað hefur verið um eymsli í hásinum, hnjám og öxlum en ekkert sem hefur stoppað okkur. Menn eru ákveðnir í því að klára þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er einn níu slökkviliðs- manna sem hjóla þvert yfir landið og utan vega til styrktar Sjúkra- og líknarsjóði starfsmannafélags slökkviliðsmanna höfuðborgar- svæðisins (SHS). Slökkviliðsmennirnir lögðu af stað á laugardaginn. Leiðin sem þeir hjóla er frá Fonti á Langa- nesi, norðaustasta tanga landsins, til Reykjanestáar sem er suðvest- asti tangi landsins. Þeir áætla að ferðin taki tólf daga. Jón Viðar segir að ferðin gangi vel. „Við erum níu sem hjólum og fjórir aðrir fylgja okkur á tveimur bílum. Eiginkona og dóttir eins slökkviliðsmanns elda ofan í okkur og við fáum svo góðan mat að við komum líklega heim feitari en þegar við lögðum af stað,“ segir Jón Viðar. Fyrirtæki og einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja sjóðinn eru beðin að senda tölvupóst á sverrir.bjornsson@shs.is eða leggja inn á reikning 515-14- 106690 kt. 460279-0469 eða hringja í söfnunarsíma 905-2005. Heimasíða hjólaferðarinnar er http://www.babu.is/hjola.php Ákveðnir í að klára þetta N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 H im in n o g h af / S ÍA Tryggið ykkur far í tíma, alla r ferðir að verð a uppbókaðar. Aukaferðir Herjólfs um verslunarmannahelgina Bókanir á www.herjolfur.is eða í síma 481 2800 og 525 7700. Herjólfur mun fara eftirtaldar næturferðir um verslunarmannahelgina: Frá Vestmannaeyjum kl. 23.00 – frá Þorlákshöfn kl. 2.00 eftir miðnætti. Miðvikudag 1. ágúst • Fimmtudag 2. ágúst • Föstudag 3. ágúst • Þriðjudag 7. ágúst • Miðvikudag 8. ágúst ÓMISSANDI Á SS PYLSUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.