Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 58
SMART-H2 verkefnið er langtíma- verkefni á vegum íslenskrar Nýorku og VistOrku. Markmiðið er að fjölga vetnisbílum á Íslandi, jafnt og þétt á næstu þremur árum. Fyrstu tilraunir með vetnisdrifin farartæki á Íslandi voru gerðar með vetnisstrætisvagna sem voru prufukeyrðir á höfuðborgarsvæðinu. Það verkefni gafst vel og á miðvikudag tók Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur við fyrsta vetnisfólksbílnum á Íslandi. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz A-class og frá bílaframleiðandanum DaimlerChrysler sem er einn af eigendum Íslenskrar NýOrku. Fyrirtækið er samvinnuvettvangur orkufyrirtækja og rannsóknastof- nana sem nefnist VistOrka. Eigendur VistOrku eru Nýsköpunarsjóður, Hi- taveita Suðurnesja, Orkuveita Reykja- víkur, Landsvirkjun, Iðntæknistofnun, Háskóli Íslands, Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og Aflvaki. Á móti 51 prósen- ti Vistorku eiga þrjú erlend fyrirtæki í Íslenskri NýOrku: DaimlerChrysler, Norsk Hydro og Shell Int. Hydrogen, hvert um sig 16,3 prósent. „Ástæðan fyrir því að þessir erlendu aðilar vildu vinna með Íslendingum eru aðferðirnar sem við notum við orkuframleiðslu. Vetni er ekki orku- gjafi heldur orkuberi og til að fram- leiða vetni þarf mikla orku. Við fram- leiðum vatnsorku og jarðhitaorku sem er bæði endurnýjanleg og umhverfis- væn og þótti þess vegna spennandi kostur,”segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun. SMART-H2 verkefnið stefnir á inn- flutning á þrjátíu vetnisfólksbílum á næstu þremur árum. Þessir bílar koma frá ýmsum bílaframleiðendum og fara til fyrirtækja og aðila sem koma að íslenskri NýOrku meðal annars sem þjónustubílar. „Bílarnir sem koma verða hluti af rannsóknarverkefni um notkun vetnis sem eldsneyti farartækja. Þar verður rannsakað hvernig bílarnir standa sig og kannað hvernig innviði framtíðar vetnissamfélags þarf að vera,“ segir Þorsteinn. Hann segir einnig að til standi að koma vetnismótor í hjálparvél á minnsta kosti einum bát á þessu þriggja ára tímabili. „Ef menn horfa á heildarorkunotk- un Íslendinga þá eru rúm 70 prósent framleidd úr jarðvarma og vatnsafli. Restin er innflutt jarðefnaeldsneyti fyrir farartæki og fiskiskip og sú orka mengar. „Ef við getum notað vetni fyrir far- artæki á Ísland getum við orðið mun umhverfisvænni og óháðari erlendum orkugjöfum,“ segir Þorsteinn. SMART-H2 verkefnið er enn á byrj- unarstigi en hefur vakið mikla athygli erlendis að sögn Þorsteins. „Samstað- an sem ríkir um umhverfisvænt elds- neyti Íslandi er mjög sérstök. Þar hafa tekið höndum saman stjórnvöld, orku- fyrirtæki, rannsóknarfyrirtæki, há- skólar og olíufyrirtæki, þetta er sjald- gæft erlendis. Auk þess eru fá lönd sem geta verið sjálfum sér nóg í vist- vænni orkuframleiðslu eins og Íslend- ingar,“ segir Þorsteinn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir, systir, barnabarn og tengdadóttir, Hildur Sif Helgadóttir, Katrínarlind 5, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild LHS, deild 11E, mánudaginn 9. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Ásþór Sædal Birgisson Þórður Helgi Friðjónsson Helgi Björnsson Kristín Guðmundsdóttir Björn Helgason Helga Heiða Helgadóttir Björn Helgason Birgir Guðmundsson Hanna Ásgeirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Karlsdóttir, Urðarbraut 7, Garði, lést sunnudaginn 8. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Sigurbjörg Ragnarsdóttir og Fanney G. Magnúsdóttir. www.minningargreinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Gústaf Ásgrímsson, Kópavogsbraut 97, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. júlí kl. 13.00. Svanhildur Th. Valdimarsdóttir Margrét Inga Karlsdóttir Helga Jóhanna Karlsdóttir Rúnar Sólberg Þorvaldsson Bjarni Karlsson Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, Óskar Stefán Óskarsson, slökkviliðsstjóri, Hvannahlíð 7, Sauðárkróki, sem lést þann 3. júlí, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00. Olga Alexandersdóttir Guðbjörg Óskarsdóttir Gunnar Páll Ólafsson Júlíana Alda Óskarsdóttir Björn Ingi Björnsson Óskar Veturliði Grímsson Margrét Gestsdóttir Atli Már Óskarsson Steinunn Árnadóttir Gestur Pétursson Bjarney M. Hallmannsdóttir og aðrir aðstandendur. MOSAIK „Ég vil gera við þig það sem vorið gerir við kirsuberjatrén.“ Harmleikur við Drumcree
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.