Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 13sumarið 2007 fréttablaðið Með oddi og egg er afmælishátíð Ríkarðssafns á Djúpavogi í tilefni þess að 10 ár eru frá því það var sett upp í Löngubúð. Fjölbreytt dagskrá verður um helgina, svo sem tónleikar, brekkusöngur, strandblak, göngur, siglingar og fleira. Ríkarður Jónsson var einn þekktasti útskurðarmeistari landsins. Hann fæddist og ólst upp í Strýtu rétt við Djúpavog. Meðal muna sem verða á safninu á hátíð- inni er ræðustóll sem Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri lánar og einnig klukka frá Minjasafni Aust- urlands. Þar er ekki um neitt vasa- úr að ræða heldur heilan klukku- turn. Brekkusöngur og strandblak Djúpivogur. Langabúð er lengst til hægri. MYND/ÞÖK „Ég ætla að fjalla um Flosa Þórð- arson og freista þess að komast að niðurstöðu um hvort hann var brennuvargur eða sæmdarhöfð- ingi.“ Þetta segir Guðni Ágústs- son, fyrrverandi ráðherra, sem verður með fyrirlestur í Njálu- setrinu á Hvolsvelli á laugardag- inn. „Ég ætla líka að reyna að finna út úr því hvort hann líkist einhverjum núlifandi stjórnmála- manni,“ heldur Guðni áfram og tilhlökkunin leynir sér ekki. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17 á laugardag og í leiðinni er upp- lagt að gefa sér tíma til að skoða ljósmyndasýningu Ottós Eyfjörð í setrinu og kíkja á Kaupfélags- safnið – fyrir utan hina nýju Njá- lusýningu sem sett var upp í vor. - gun Guðni fjallar um Flosa Guðni ætlar að finna líkindi með Flosa Þórðarsyni og einhverjum núlifandi stjórnmálamanni. TÍVOLÍIÐ Í SMÁRALIND hefur verið opnað. Þetta er í sex- tánda sinn sem tívolíið sækir Ísland heim við mikinn fögnuð skemmt- anaglaðra Íslendinga. Í ár hafa fjögur ný tívolítæki bæst við flóruna. Miðinn kostar 100 krónur en misjafnt er hversu marga miða þarf í hvert tæki. Tívolíið verður við Smáralind til 12. ágúst og er opið frá 13.00 til 22.30 frá sunnudegi til fimmtu- dags en er opið hálf- tíma lengur föstudag og laugardag. Hvalaskoðunarferð verður farin á vegum Alþjóðahússins fimmtu- dagskvöldið 12. júlí. Þetta er fyrsta sumarferð Alþjóðahúss- ins. Búast má við því að sjá lunda og höfrunga og smáhveli á borð við hnísu eða hrefnu. Ferðin kost- ar kr. 1.000 fyrir manninn. Mæt- ing er kl. 19.15 við Alþjóðahúsið, Hverfisgötu 18. Allir eru velkomnir, en nauð- synlegt er að skrá þátttöku í síma 530-9300 eða með því að senda póst á info@ahus.is. Sumarferðirnar verða viku- lega fram í miðjan ágúst. Hinn 19. júlí verða álfar og tröll heimsótt í Draugasetrið, 26. júlí verður farið á hestbak hjá Íshestum, 2. ágúst er ferð út í Viðey og 11. ágúst er farið að Gullfossi og Geysi. Að lokum verður farin ferð 16. ágúst í söfn í miðbæ Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar fást á vefsíðu Alþjóðahússins www. ahus.is. Alþjóðahúsið í hvalaskoðun Búast má við að sjá lunda, höfrunga og smáhveli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.