Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 13sumarið 2007 fréttablaðið
Með oddi og egg er afmælishátíð
Ríkarðssafns á Djúpavogi í tilefni
þess að 10 ár eru frá því það var
sett upp í Löngubúð. Fjölbreytt
dagskrá verður um helgina, svo
sem tónleikar, brekkusöngur,
strandblak, göngur, siglingar og
fleira.
Ríkarður Jónsson var einn
þekktasti útskurðarmeistari
landsins. Hann fæddist og ólst upp
í Strýtu rétt við Djúpavog. Meðal
muna sem verða á safninu á hátíð-
inni er ræðustóll sem Landbúnað-
arháskólinn á Hvanneyri lánar og
einnig klukka frá Minjasafni Aust-
urlands. Þar er ekki um neitt vasa-
úr að ræða heldur heilan klukku-
turn.
Brekkusöngur
og strandblak
Djúpivogur. Langabúð er lengst til
hægri. MYND/ÞÖK
„Ég ætla að fjalla um Flosa Þórð-
arson og freista þess að komast
að niðurstöðu um hvort hann var
brennuvargur eða sæmdarhöfð-
ingi.“ Þetta segir Guðni Ágústs-
son, fyrrverandi ráðherra, sem
verður með fyrirlestur í Njálu-
setrinu á Hvolsvelli á laugardag-
inn. „Ég ætla líka að reyna að
finna út úr því hvort hann líkist
einhverjum núlifandi stjórnmála-
manni,“ heldur Guðni áfram og
tilhlökkunin leynir sér ekki.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 17
á laugardag og í leiðinni er upp-
lagt að gefa sér tíma til að skoða
ljósmyndasýningu Ottós Eyfjörð
í setrinu og kíkja á Kaupfélags-
safnið – fyrir utan hina nýju Njá-
lusýningu sem sett var upp í vor.
- gun
Guðni fjallar
um Flosa
Guðni ætlar að finna líkindi með Flosa
Þórðarsyni og einhverjum núlifandi
stjórnmálamanni.
TÍVOLÍIÐ Í SMÁRALIND hefur verið opnað. Þetta er í sex-
tánda sinn sem tívolíið sækir Ísland heim við mikinn fögnuð skemmt-
anaglaðra Íslendinga. Í ár hafa fjögur ný tívolítæki bæst við flóruna.
Miðinn kostar 100
krónur en misjafnt
er hversu marga
miða þarf í hvert
tæki. Tívolíið verður
við Smáralind til 12.
ágúst og er opið frá
13.00 til 22.30 frá
sunnudegi til fimmtu-
dags en er opið hálf-
tíma lengur föstudag
og laugardag.
Hvalaskoðunarferð verður farin
á vegum Alþjóðahússins fimmtu-
dagskvöldið 12. júlí. Þetta er
fyrsta sumarferð Alþjóðahúss-
ins. Búast má við því að sjá lunda
og höfrunga og smáhveli á borð
við hnísu eða hrefnu. Ferðin kost-
ar kr. 1.000 fyrir manninn. Mæt-
ing er kl. 19.15 við Alþjóðahúsið,
Hverfisgötu 18.
Allir eru velkomnir, en nauð-
synlegt er að skrá þátttöku í síma
530-9300 eða með því að senda
póst á info@ahus.is.
Sumarferðirnar verða viku-
lega fram í miðjan ágúst. Hinn 19.
júlí verða álfar og tröll heimsótt í
Draugasetrið, 26. júlí verður farið
á hestbak hjá Íshestum, 2. ágúst er
ferð út í Viðey og 11. ágúst er farið
að Gullfossi og Geysi. Að lokum
verður farin ferð 16. ágúst í söfn
í miðbæ Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar fást
á vefsíðu Alþjóðahússins www.
ahus.is.
Alþjóðahúsið í hvalaskoðun
Búast má við að sjá lunda,
höfrunga og smáhveli.