Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 56
Að ná ekki að stöðva bifreið í þéttri umferð
og lenda aftan á annarri
fyrir framan í röðinni eða
á gatnamótum er eitt
alvarlegasta meinið í
umferðinni á höfuðborg-
arsvæðinu. Allt of margir
sem fara af stað út í
umferðina að morgni dags sitja uppi
með það að kvöldi að hafa lent í
aftanákeyrslu. Hafa jafnvel skaðað
sjálfa sig og aðra og valdið verulegu
eignatjóni.
Aftanákeyrslur eru margar, árið
2006 urðu t.d. 3.400 aftanákeyrslur,
þar af rúmlega 2.900 á höfuðborgar-
svæðinu. Í þessum árekstrum
skemmdust rúmlega 7.000 bifreiðar
og margir ökumenn og farþegar
slösuðust.
Samkvæmt útreikningum má gera
ráð fyrir því að kostnaður vegna
tjóna þar sem ekið er aftan á annað
ökutæki í umferðinni á höfuðborgar-
svæðinu hafi numið 2.779 milljónum
árið 2006. Meðaltjónakostnaður í
hverju tjóni er u.þ.b. 770.000 krónur.
Mörg tjón eru minniháttar en þegar
harðar aftanákeyrslur verða fylgja
þeim alvarleg líkamstjón. Flest
verða þessi tjón vegna
þess að ökumenn gæta
þess ekki að hafa nægjan-
legt bil í næsta bíl fyrir
framan og jafnframt gæta
þeir ekki ávallt að því sem
er fram undan og gera sér
ekki grein fyrir því að
hægt gæti á umferð.
Í umferðarlögum eru
ákvæði um það að öku-
maður eigi að geta stöðvað
á þeim hluta vegar sem
fram undan er og áður en kemur að
hindrun. Í 36. grein umferðarlag-
anna eru síðan taldar upp helstu
aðstæður þar sem ökumenn þurfa að
gæta sérstaklega að hraða vegna
umferðaröryggis.
Fylgi menn ekki þeim reglum
sem þar er lýst er mikil hætta á því
að þeir nái ekki að stöðva og aki
aftan á aðra bifreið sem er skyndi-
lega stöðvuð. Eins og umferðarþung-
inn er á höfuðborgarsvæðinu verður
stöðugt að gera ráð fyrir því að
umferðin stöðvist, sérstaklega á
stofnbrautum þar sem umferð er
mjög mikil og henni stýrt með
umferðarljósum.
Gott viðmið fyrir ökumenn er að
nota „þriggja sekúndna regluna“ til
að tryggja hæfilega fjarlægð milli
ökutækja. Þessa aðferð lærðum við
flest er við tókum ökupróf en í ljósi
reynslunnar þá má alveg rifja hana
upp: Hún er þannig að þegar öku-
tæki sem á undan fer er ekið fram-
hjá kennileiti, t.d. ljósastaur, þá
telur ökumaðurinn sem á eftir ekur
upp að þremur en bætir orðinu „þús-
und“ fyrir framan og setur orðið
„og“ þar á milli. Hann telur þannig:
Þúsund og 1 þúsund og 2, þúsund og
3.
Ef ekið er framhjá kennileitinu
áður er komið er að því að telja „þús-
und og 3“ þá er vegalengdin milli
ökutækjanna of lítil og hætta á
aftanákeyrslu veruleg.
Ef allir færu eftir þessari reglu
má reikna með að þjóðfélagið spar-
aði stórar fjárhæðir í óþarfa tjónum
en rétt er að nefna það að kostnaður
þjóðfélagsins vegna umferðarslysa
er áætlaður á bilinu 22 til 30 millj-
arðar króna á ári. Kostnaður sem
verður til vegna þess að vegfarend-
ur gera mistök í umferðinni.
Koma mætti í veg fyrir líkams-
tjón, óbætanlegar þjáningar og sorg
ef allir legðust á eitt við að fara eftir
settum reglum og einbeittu sér
aðeins að því að aka bifreiðinni í stað
þess að vera með hugann annars
staðar þegar verið er að aka
vélknúnu ökutæki.
Höfundur er deildarstjóri
bifreiðatjóns hjá Sjóvá.
Þúsund og einn, þúsund
og tveir, þúsund og þrír
Nú hefur verið ákveð-ið að draga úr þorsk-
veiðum á næsta fiskveiði-
ári. Þá reka menn upp
mikið harmavein og telja
illa með sig farið. Mikið
er til í því. Það fer ekki
vel að blanda of mikið
saman peningum og ást á
þeim og leyfum til þorsk-
veiða sem við köllum kvóta.
Eðlilegast væri, að ríkið ætti
kvótann og leigði hann út. Hefði
hlutafélag til að taka við leigunni
sem greinarhöfundur kallar Kvóta-
sjóðurinn ohf. eða opinbert
hlutafélag. Þá væri ekki allur þessi
æsingur og kvótabrask. Menn
gætu leigt kvóta og tekjurnar færu
til arðbærra verkefna en ekki í
einkabrask.
Til að taka umdeilt dæmi þá
hefði mátt byggja Kárahnjúka-
virkjun fyrir tekjur af kvótaleigu
og eiga virkjunina skuldlausa. Selt
rafmagn hefði þá verið nettó
tekjur. Svo hefðum við getað byggt
þessa virkjun í rólegheitum sjálfir,
en ekki með erlendu vinnuafli og
miklum asa, sem kostað hefur
nokkra menn lífið. Gera þetta
sjálfir með gróða, en nú má alveg
eins búast við tapi af raforkusöl-
unni þar sem vextir eru háir og
virkjunin öll í skuld. Þetta er tekið
sem dæmi um það, að sjálfs er
höndin hollust. Vatnajökull er að
bráðna og mun land þá rísa þarna
og jarðsprungur hreyfast. Í því er
áhætta.
Annars var ætlunin að ræða um
kvótann og leggja til að hann væri
innkallaður gegn hæfilegum
bótum úr Kvótasjóðnum ohf., sem
síðan myndi leigja kvótann út til að
fá peninga sína til baka. Kvótinn
yrði þá ríkiseign í sérstöku
hlutafélagi. Hægt væri að stjórna
leigunni þannig, að staðirnir úti á
landi fengju hæfilegt magn leigt
og byggju ekki lengur við það
óöryggi og einkabrask
að einn daginn væri
kvóti og útgerð seld eins
og gert var á Flateyri
um daginn. Allt selt án
fyrirvara og fólkið á
staðnum án nokkurs
réttar. Það missir bæði
vinnu og húseignir sínar
í mörgum tilfellum
bótalaust.
Vonandi verður
kvótinn innkallaður og
svo leigður út með
siðuðum hætti og með fullri
virðingu fyrir lífi og gæfu þess
fólks sem vinnur við fiskveiðar um
allt land.
Greinarhöfundur þekkir þessi
mál örlítið af eigin raun. Hann var
á Norðfirði sem strákur og þekkti
útgerð afa síns vel. Hann gerði út
og verkaði í saltfisk. Rak líka
verslun, mest með ýmsar útgerð-
arvörur. Sumarið 1939 var mikið
sólarsumar á Norðfirði og var það
greinarhöfundi mikið sælusumar
að vera þar. En hann man vel að
sjómenn kvörtuðu mikið yfir
aflaleysi og kenndu fjölda erlendra
togara á miðunum fyrir utan um
aflaleysið. Svo kom heimsstyrjöld-
in haustið 1939 og erlendir togarar
fóru. Þorskurinn rétti samt ekki
við nema á löngum tíma. Menn
þurfa ekki að búast við aukinni
þorskveiði næstu árin. Hún verður
jafnvel minni. Svo illa hefur
kvótakerfið farið með fiskimiðin.
Innkalla ber kvótann gegn
hæfilegum bótum. Síðan myndi
Kvótasjóðurinn ohf. leigja út
hæfilegt magn af kvóta og láta þá
njóta öryggis með veiðar, sem eru
í sjávarþorpunum út um allt land.
Búum okkur undir enn meiri
samdrátt í veiðum á þorski vegna
kvótans, sem hefur eyðilagt
þorskinn. Svo verður jafnvel að
banna loðnuveiðar, svo þorskurinn
hafi nægt æti í sjónum til að
aukast aftur.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Innköllum kvótann
Ég las fyrir nokkru síðan í Fréttablaðinu
um svokallaðar „dellur“
Íslendinga í gegnum tíð-
ina. Þar var minnst á
Herbalife-vörurnar, gefið
í skyn að þeir sem álpuð-
ust til að reyna að pranga
Herbalife inn á fólk hér
um árið gangi nú húsa á milli og
selji vatnsryksugur.
Sem betur fer hefur Íslendingur-
inn ekki farið varhluta af heilsu-
byltingu hins vestræna heims og æ
fleiri hugsa betur um líkama sinn
og hlúa betur að heilsu sinni. Sem
dreifingaraðili Herbalife hitti ég
fólk sem þiggur fegins hendi hjálp
við þeim vandamálum sem nútíma-
maðurinn stendur frammi fyrir á
tímum skyndilausna. Fólk sem þjá-
ist af orkuleysi, offitu, meltingar-
truflunum, svefnleysi eða sykur-
löngun, svo fátt eitt sé nefnt.
Mannslíkaminn hefur á mörgum
milljónum ára þróast í það sem
hann er í dag og er illa í stakk búinn
til að takast á við matvælaþróun
síðustu ára. Svo langri þróun verð-
ur ekki snúið við á einni öld. Nútím-
inn færir okkur skyndimat og unnin
matvæli á silfurfati, fæðuval sem
samanstendur af „tómum“ hitaein-
ingum og gagnast líkama okkar
ekki eins vel og þau matvæli sem
menn neyttu áður. Íslendingar hafa
ekki farið varhluta af þróun í mat-
vælaiðnaði nútímans. Það er víst að
Íslendingur sem var uppi um alda-
mótin 1900 borðaði meira af prót-
eini og omega-fitusýrum heldur en
nútíma Íslendingur.
Mannslíkaminn hefur á síðustu
öldum vanist að fá ekki mat hvar
sem er og hvenær sem er, hann er í
eðli sínu ginkeyptur fyrir feitum og
orkuríkum mat. Hann er
auk þess líffræðilega
hannaður til að langa í
slíkan mat, og til að
breyta allri umframorku
í fitubirgðir sem geyma
á til „mögru“ áranna.
Varla mikil von til að við
á 21. öldinni upplifum
slíkt í bráð. Mannskepn-
an á árum áður vann
erfiðisvinnu, átti ekki
rafknúin farartæki, flís-
fatnað eða upphituð híbýli, og eyddi
þar af leiðandi öllum umframhita-
einingum og fitubirgðum líkamans
sjálfkrafa – gjörólíkt þeim raun-
veruleika sem við búum við í dag.
Sjálf get ég fullyrt að þrátt fyrir
að vera komin yfir fertugt hefur
mér aldrei í mínu lífi liðið betur en í
dag. Ég veit núna muninn á því að
innbyrða alla daga vikunnar öll þau
nauðsynlegu næringarefni og vít-
amín sem líkaminn þarf á að halda
til að geta starfað eðlilega í starfi og
leik, og því að geta varla tekist á við
allt sem ég þurfti að gera í mínu
krefjandi starfi - hvað þá að eiga
afgangs orku til að gera allt það sem
mig langaði til að gera þess utan.
Ég hef enn ekki hitt nokkurn ein-
stakling sem vill ekki líða vel, vera
orkumikill, heilsuhraustur, í góðu
formi, unglegur og eiga alla mögu-
leika á góðu og heilbrigðu lífi til
dauðadags. Af óbilandi hugsjón leit-
umst við dreifingaraðilar Herbalife
við að hjálpa fólki eins og þér til að
finna leið til betra lífs. Það þekkja
Íslendingar sem nota ytri og innri
næringu Herbalife sér til heilsu-
bótar.
Vatnsryksugur eru öflug heimil-
istæki en þær verða viðskiptavinir
mínir að kaupa annars staðar en hjá
mér.
Höfundur er dreifingaraðili
Herbalife.
Vatnsryksugur
eða Herbalife?
Hönd fyrir höfuð
Eiríkur Stefánsson fyrrverandi verka-lýðsfrömuður á Fáskrúðsfirði fór mik-
inn í Kastljósinu síðasta föstudag. Þar ásak-
aði hann mig um að hafa við sölu á
hlutabréfum mínum í Eskju „tekið út úr
greininni þúsund milljónir“ og með því
skilið heimamenn og byggðarlagið eftir í
skuldsetningu og volæði. Þeir stæðu nú
frammi fyrir að þurfa að selja allan
bolfiskkvóta félagsins til að bæta fyrir skaðann.
Eiríkur bætti svo við að að ég hefði „aldrei migið í
saltan sjó“. Mér finnst mikilvægt að orðaskak Eiríks
sé leiðrétt og um leið sýnd viðleitni við að slá á andúð
hans í garð kvótakerfisins.
Er ég tók við rekstri Eskju í ársbyrjun 2001 var
fjárhagsstaða félagsins erfið og samstarfsfólk mitt og
ég lögðum mikið á okkur til að endurskipuleggja
reksturinn. Sumar aðgerðirnar voru erfiðar en um
leið nauðsynlegar til að félagið næði styrk til að taka
þátt í þeirri samkeppni sem ríkir á frjálsum markaði.
Það tókst og tveimur árum síðar var fjárhagur Eskju
orðinn nægjanlega sterkur til að hægt væri að bæta
við kvótastöðu félagsins. Á meðan ég var við
stjórnvölinn voru aldrei seldar veiðiheimildir. Þvert á
móti stóð ég fyrir kaupum á veiðiheimildum er nánast
tvöfölduðu bolfiskkvóta félagsins og styrktu rekstur-
inn til muna. Þær veiðiheimildir hafa vaxið mjög að
markaðsverðmætum og eru enn á Eskifirði.
Það er mikilvægt að rugla ekki sölu veiðiheimilda
saman við sölu hlutabréfa eins og Eiríkur virðist
gera. Hlutabréf í sjávarútvegsfyrir-
tækjum endurspegla eignarhluti í skipum,
verksmiðjum, viðskiptavild og mannauði
jafnt sem veiðirétti. Því má ekki gleyma.
Brotthvarf mitt úr hluthafahópi Eskju var
fyrst og fremst vegna ólíkra sjónarmiða
samhluthafa minna varðandi rekstrar-
áherslur og framtíðarstefnu. Ég lagði til
að fyrirtækinu yrði skipt upp og ég tæki
hluta af eignum þess og skuldum og ræki
sem sjálfstæða einingu. Því var hafnað.
Niðurstaðan varð sú að ég seldi hlutafé
mitt með blendnum hug en í sátt við þá
hluthafa sem gengu til liðs við hluthafahópinn. Að
kaupunum stóðu fyrirtækin Skeljungur, Trygginga-
miðstöðin og Eskja til jafns. Það er því beinlínis rangt
að halda því fram að með sölu hlutabréfanna hafi
komið til „verulegrar skuldsetningar heimamanna“
eins og Eiríkur heldur fram.
Umræða um sjávarútvegsmál á og má ekki festast í
þeim rætna farvegi sem Eiríkur hefur fyrirfundið. Sú
aðferðarfræði hans að leitast við að sverta mannorð
einstaklinga til þess eins að ala á andúð í garð
kvótakerfisins er afar ósmekkleg og sjálfdæmist.
Hvað varðar yfirlýsingu Eiríks að ég hafi „aldrei
migið í saltan sjó“ þá skal það hér með leiðrétt. Þó ég
teljist seint til mestu sjóhunda Íslandssögunnar þá
vann ég sem háseti í sumarafleysingum á Jóni
Kjartanssyni – en meig um borð. Það var hinsvegar
eftir sveitaböllin sem við vinirnir fórum niður á
frystihússbryggju og sprændum í sjóinn og hittum –
að mig minnir – í flestum tilfellum.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri Eskju.
Hvað eftir annað þarf þjóðin að láta sér lynda að dómarar
Héraðsdóms Reykjavíkur og
Hæstaréttar verði sér og henni til
skammar hérlendis sem erlendis.
Þeir eru að verða alræmdir fyrir
túlkun sína á réttu og röngu. Leita
þarf til vanþróaðra einræðisríkja
til að sambærileg túlkun á réttlæti
finnist. Það er óásættanlegt að
reyndustu dómarar þjóðarinnar
skuli svo oft klúðra mikilvægum
málum sem raun er á. Þjóðin má
ekki una því að æðstu dómarar
hennar séu svo skyni skroppnir að
þeir láti slægvitra lögfræðinga
vefja þeim um fingur sér, um leið
og réttlætið er fótum troðið.
Fimmta maí var pólskur maður
sýknaður í héraðsdómi, en hann
hafði nauðgað konu á salerni í
kjallara Hótels Sögu. Dómurinn
telur framburð stúlkunnar einkar
trúverðugan, en dæmir þó þvert á
hann. Þeim fannst
nefnilega ofbeldið ekki
nógu sannfærandi þó
nauðgarinn viðurkenndi
níðings aðfarir og að
ótrúlegt sé að stúlkan
hafi boðið ókunnum
manni á klósettið með
sér. Dómararnir minna á
sofandi afglapa, svo
utangátta var skilningur
þeirra á viðbrögðum
stúlkunnar við óvæntri
árás ofbeldismanns. Þeir litu
framhjá þeirri staðreynd að
afleiðingar ofsahræðslu eru oft áfall
sem veldur máttleysi sem skýrir
meðal annars hvers vegna ekkert
heyrist í stúlkunni. Svo er mögulegt
að níðingurinn hafi haldið fyrir vit
hennar. Málið hlýtur að fara fyrir
Hæstarétt og lengra ef þarf.
Annar áfellisdómur yfir íslensku
réttarfari er að Mannréttindadóm-
stóllinn skuli dæma íslenska ríkið
brotlegt þegar Hæstiréttur sýknaði
það í máli Söru Lindar Eggertsdóttur.
Þar nýtti Hæstiréttur umsögn
hlutdrægra aðila. Málið
fór fyrst fyrir héraðsdóm
sem dæmdi stúlkunni
rúmar 28 milljónir.
Hæstiréttur sýknaði svo
ríkið eftir að ný gögn
bárust frá læknaráði. Þar
var ekki gætt hlutleysis.
Vonandi sér ríkið sóma
sinn í að greiða stúlkunni
bæturnar sem héraðs-
dómur dæmdi. En Mann-
réttindadómstóllinn telur
málflutning hans vandaðan.
Fyrir mörgum árum nauðguðu
þrír menn 13 ára stúlku og voru
sýknaðir vegna ungs aldurs og að
þeir höfðu aldrei nauðgað áður.
Þeir voru 17 og 18 og 19 ára gamlir.
Ég skrifaði harðorða ádeilu á
réttarfarið og sakaði það um að
gefa veiðileyfi á fermingarbörn.
Samkvæmt dómnum var mönnum
sem höfðu hreint sakavottorð og
voru innan tvítugs, heimilt að
nauðga börnum.
Höfundur er trésmíðameistari.
Dómar réttlæta ranglætið