Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 2
Hæstiréttur í Líbíu
staðfesti í gær dauðadóma frá
undirrétti yfir fimm búlgörskum
hjúkrunarfræðingum og palest-
ínskum lækni, sem sögð voru sek
um að hafa smitað meira en 400
börn af alnæmisveirunni.
Hæstiréttur hefur þó ekki
endilega síðasta orðið í málinu,
því dómsmálaráð Líbíu hefur vald
til þess að ógilda eða staðfesta
dóma, eða ákveða vægari
refsingu. Dómsmálaráðherra
landsins er í forsæti dómsmála-
ráðsins.
Utanríkisráðherra Líbíu segir
að dómsmálaráðið muni koma
saman á mánudag.
Dauðadómar
staðfestir
Ragnheiður, græturðu þessar
viðtökur?
Íbúar við Grettis-
götu hafa um árabil kvartað yfir
frágangi bakhússins við Laugaveg
74 sem brann á þriðjudagskvöld.
Kveikt var í gömlu þvottahúsi á
sömu lóð fyrir nokkrum árum. Úti-
gangsfólk hefur haldið til í húsun-
um um árabil. Borgaryfirvöld hafa
margítrekað óskað eftir því að eig-
endur húsanna geri nauðsynlegar
lagfæringar á húsunum eða þau
verði ella rifin. Erfitt er fyrir yfir-
völd að fylgja því eftir að eigendur
gangi frá eignum sínum á þann hátt
að ekki stafi hætta af.
„Gólfið í húsinu var löngu hrunið
og einnig þakið að hluta. Ef gengið
var inn í húsið af tröppunum var
tveggja til þriggja metra fall beint
niður í grunninn. Það má segja að
húsin á lóðinni hafi verið
dauðagildrur,“ segir Kristbjörn
Theódórsson, íbúi á Grettisgötu, en
húsið sem brann stóð fast við heimili
hans. Kristbjörn segir að útigangs-
fólk hafi lengi dvalið í húsinu sem
brann svo og húsinu að Laugavegi
74, sem var flutt burt fyrir skömmu.
„Fólkið var búið að setja upp gard-
ínur í því húsi sem var búið að rífa
innan úr. Maður spyr sig af hverju
yfirvöld hafa ekkert gert.“ Krist-
björn segir að áhyggjur nágranna
hafi aðallega verið augljós eldhætta
og sú staðreynd að áður hafi verið
kveikt í á þessum stað. Fleiri íbúar
við Grettisgötu taka undir orð Krist-
björns og sérstaklega hafi verið
óhugnanlegt að sjá börn að leik við
húsin.
Bjarni Þór Jónsson, skrifstofu-
stjóri Skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar, segir að allt frá
árinu 2002 hafi eigendur húsanna
verið beðnir um skýringar á ástandi
bygginganna og tímasettar tillögur
vegna endurbóta á þeim eða óska
um niðurrif. Þáverandi eigendur
fengu frest til að gera endurbætur
á húsunum vegna leyfis sem þá
hafði fengist til að reisa ný mann-
virki á reitnum. Þeir seldu fyrir-
tækinu Laugavegur 74 ehf. húsin
árið 2005.
Guðbjörn Ásbjörnsson, bygging-
arfræðingur hjá Skipulags- og
byggingarsviði, staðfestir að íbúar
hafi ítrekað kvartað yfir ástandi
húsanna. „Það var búið að vara eig-
endur húsanna við hættu á íkveikju.“
Annar eigenda Laugavegs 74 ehf.
segir að borgaryfirvöld hafi aldrei
haft samband við fyrirtækið vegna
ástands húsanna eða varað við
hættu á íkveikju. Hann segist engar
upplýsingar hafa um að útigangs-
fólk hafi haldið til í húsunum.
Áður verið kveikt í
bakhúsi við Laugaveg
Íbúar við Grettisgötu hafa lengi kvartað yfir ástandi bakhússins við Laugaveg
74 sem brann á þriðjudagskvöld. Talið er að um íkveikju sé að ræða. Kveikt var
í á sama stað fyrir nokkrum árum. Húsunum er öllum lýst sem dauðagildrum.
Áreksturinn sem
varð á Strandvegi í Grafarvogi í
fyrrakvöld, þegar BMW-bifreið
lenti aftan á Audi-jeppa, er enn í
rannsókn. Áreksturinn var mjög
harður en varðstjóri lögreglunnar
í Reykjavík telur ólíklegt að um
ásetning hafi verið að ræða.
Meiðsli á fólki voru minnihátt-
ar en ökumaður BMW-bifreiðar-
innar er grunaður um að hafa
ekið undir áhrifum fíkniefna.
Að sögn lögreglu á maðurinn
langan sakaferil að baki. Hann
hefur meðal annars verið
dæmdur fyrir fíkniefnamisferli,
nytjastuld, þjófnað og líkams-
árás.
Grunaður um
fíkniefnaakstur
„Það verður áfram svipað
veður með norðaustlægri átt. Þó
verður frekar þungbúið yfir
Norður- og Austurlandi en bjartara
yfir Suðurlandi um helgina,“ segir
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann
bætir við að í slíkri átt sé svalara á
Norður- og Austurlandi og mun
hitinn einungis fara í tíu stig yfir
daginn um helgina á þeim slóðum.
Þorsteinn spáir meiri hættu á
skúrum á Suðvesturlandi en hefur
verið síðustu daga. „Minnstu
líkurnar á úrkomu um helgina eru
á Vesturlandi.“ Hann segir að von
sé á svipuðu veðri og hefur verið
síðustu vikur en þó verður eitthvað
þungbúnara.
Kólnar norð-
austanlands
Allt að sex
milljarða viðskipti ferðamanna
munu eiga sér stað á næstu
tveimur vikum samkvæmt
Ferðamálastofu. Næstu tvær
vikur verða þær annasömustu í
íslenskri ferðaþjónustu frá
upphafi. Fer þar í hönd toppur í
komu erlendra gesta og mesti
sumarleyfistími Íslendinga.
„Mér sýnist að við séum að fá
um fjörutíu þúsund erlenda gesti
hingað á næstu tveimur vikum
þessa háannatíma, auk mikils
fjölda Íslendinga á ferð um
landið,“ segir Magnús Oddsson
ferðamálastjóri. Gert er ráð fyrir
að fjórir af þessum sex millj-
örðum verði hreinar gjaldeyris-
tekjur.
Búist við sex
milljarða króna
viðskiptum
Bragi Steingríms-
son, sjómaður á Þrasa VE, veiddi
risalúðu í fyrradag. Mældist hún
198 kg og tveir og hálfur metri á
lengd. Þetta er stærsta lúða sem
vitað er til að hafi veiðst á
handfæri við Íslandsstrendur.
Bragi hafði verið nokkra tíma á
sjó þegar hann sá lúðuna koma
upp.
„Ég hringdi í nokkra báta sem
voru nálægt mér til að biðja um
aðstoð ef þess þyrfti,“ sagði Bragi.
Hann gerði sér þó ekki grein fyrir
því þá hvað hún væri stór. Lúðan
var þrjú korter að koma upp og
svo tók tíu mínútur að ná henni
inn. Þrír menn af tveim bátum
komu Braga til hjálpar við að hífa
lúðuna um borð. Gunnar Berg
Viktorsson, atvinnumaður í
handbolta, var einn af þeim.
„Við komum þarna að og fórum
um borð hjá Braga og létum bát-
inn okkar reka í burtu,“ sagði
Gunnar. „Ég fór upp á stýrishúsið
á meðan þrír voru á dekkinu að
reyna að toga lúðuna um borð.
Ég var með haka og náði að kom-
ast með hann undir lúðuna við
sporðinn og náði að húkka hana
um borð.
Við vorum allir búnir á því
eftir að við náðum að hífa hana
inn. Bragi lá á dekkinu við hlið-
ina á lúðunni í korter áður en
hann gat staðið á fætur.“
Fjóra þurfti til að
landa risalúðunni
Öllu starfsfólki
rækjuvinnslunnar Ramma á Siglu-
firði verður sagt upp og vinnslu
hætt í október. Þetta tilkynnti
fyrirtækið í gær. Þrjátíu og einn
starfsmaður starfar hjá fyrirtæk-
inu núna, flestir í fullu starfi.
„Þetta er mjög slæmt fyrir bæjar-
félagið og ekki síður fyrir fólkið
sem missir vinnuna,“ segir Þórir
Kr. Þórisson, bæjarstjóri í
Fjallabyggð. „Við munum gera allt
til að tryggja fólkinu störf í
byggðarlaginu og munum við fyrsta
tækifæri setjast niður með mönnum
frá Ramma og verkalýðsforystunni
og fara yfir málin,“ segir hann.
Þórir segist einnig munu óska eftir
fundi með fulltrúum ríkis-
stjórnarinnar og ræða við þá um
flutning starfa af höfuðborgar-
svæðinu til Fjallabyggðar.
Í tilkynningu Ramma kemur
fram að fyrirtækið hafi, á síðast-
liðnum tveimur og hálfu ári, tapað
ríflega 300 milljónum fyrir fjár-
magnskostnað og afskriftir. Hátt
gengi íslensku krónunnar, hrun
rækjuveiða og aukin samkeppni á
helstu mörkuðum eru sagðar aðal-
ástæður þessa mikla tapreksturs.
Einnig segir að lausatök við stjórn
efnahagsmála samhliða stóriðju-
uppbyggingu og hávaxtastefnu
séu útflutningsatvinnuvegum
fjandsamleg.
Mjög slæmt fyrir bæjarfélagið
Gólfið í húsinu var löngu
hrunið og einnig þakið að
hluta. Ef gengið var inn í húsið af
tröppunum var tveggja til þriggja
metra fall beint niður í grunninn.
Það má segja að húsin á lóðinni
hafi verið dauðagildrur.