Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 34
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið sumarið 2007 Aðsókn erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri í kajak- ferðir á Stokkseyri en nú í ár. „Aðsóknin hefur aukist gríðarlega á milli ára og nú koma hingað stór- ir hópar að utan. Ég á meðal ann- ars von á þrjú hundruð Þjóðverj- um,“ segir Reynir Már Sigurvins- son glaður í bragði, en hann tók við rekstri Kajakferða á Stokkseyri í fyrravor, þegar fyrirtækið hafði verið starfrækt í ellefu ár. Að sögn Reynis er svoköll- uð Challenge-ferð, sú sem nýtur mestra vinsælda á meðal er- lendra ferðamanna, það er að segja klukkustundar löng ferð á vatninu með leiðsögn. „Hún er líka vinsæl sem óvissu- og fyrirtækjaferð eða í gæsa- og steggjanir,“ bætir hann við. „Síðan er til tveggja tíma út- gáfa af ferðinni, sem kallast Power Challenge, og er Löngudæld þá farin á enda, þar sem Hraunsá rennur til sjávar og síðan snúið við.“ Einnig er boðið upp tvær aðrar ferðir, Róbinson Krúsó og Sjóferð- ina. „Í fyrrnefndu ferðinni gefst fólki tækifæri til að rata um fenja- svæði, sem einkennist af þröngum skurðum og háu grasi með aðstoð korts,“ bendir hann á. „Er ferðin vinsæl á meðal einstaklinga og fjöl- skyldufólks. Í þeirri síðarnefndu er siglt vest- ur með landinu og inn á selasvæði, þar sem sést til sela í um það bil 85 prósentum tilvika. Þetta eru frið- sæl dýr, sem eru jafn forvitin um okkur mannfólkið og við um þau. Sum hætta sér meira að segja alveg ótrúlega nálægt manni.“ Reynir bendir enn fremur á að kajakbátarnir njóti sérstöðu, þar sem um „sit-on-top“ kajaka sé að ræða. En í stað þess að setjast ofan í kajakinn eins og algengt er, er sest ofan á hann, sem á að auka öryggi. Auk þess reyni þeir ekki eins mikið á kunnáttu ræðara, sem geti fyrir vikið skellt sér beint út í vatnið. „Svo gefst öllum kostur á að fara í sund og pott að hverri ferð lok- inni,“ segir Reynir. „Enda veitir víst ekki af smá afslöppun eftir alla þessa útiveru.“ roald@frettabladid.isa Boðið er upp á regngalla, stígvél og annan búnað. Stokkið í sjóinn við Stokkseyri. Þjóðverjar flykkjast í fenin Aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist í kajakferðir á Stokkseyri. Reynir Már Sigurvinsson sést hér í kajak, en hann rekur Kajakferðir á Stokkseyri. Fjöllistahópurinn Morrinn setur svip á Ísafjörð á sumr- in. Hann býður meðal annars farþega skemmtiferðaskip- anna velkomna með þjóð- legum dansi og söng. „Morrinn er skipaður krökk- um úr efstu bekkjum grunn- skólans og hressir verulega upp á bæjarlífið. „Eitt aðalverk- efnið er að taka skemmtilega á móti skemmtiferðaskipum. Það er alltaf að vinda upp á sig enda 26 skip sem koma hingað í sumar og fátt er betra en æskan til að kynna bæinn, hún er efni- leg, fjölhæf og skapandi.“ Þetta segir Elvar Logi Hannesson, stjórnandi Kómedíuleikhússins, sem tók að sér Morrann þetta sumarið og réði leikstjóra en bærinn greiðir rekstur og hús- næði. Elvar Logi lýsir gestamót- tökunni svo: „Nokkrir Morrar eru stadd- ir á bryggjunni þegar skipin leggjast að, taka á móti gestun- um með léttu sprelli og bjóða þá velkomna og einnig bjóða þeir upp á þjóðlega dagskrá í Neðsta kaupstað þar sem safnið okkar er. Strákarnir fara í föt sem voru í tísku fyrir hundrað árum eða svo og stúlkurnar eru ýmist í þjóðbúningum eða lopapeysum og pilsum. Þar stíga ungmennin dans og fara í leiki eins og Ein ég sit og sauma og Í grænni lautu. Svo taka þau nokkur þjóðleg lög. Þetta hefur verið vinsælt mynd- efni hjá ferðalöngunum. Þeir smella stanslaust af.“ Elvar Logi segir Morrann deild í vinnuskólanum. Hann hafi verið stofnaður að frum- kvæði ungra Ísfirðinga árið 1999. „Þetta er full vinna frá 8 til 14 og vinnutíminn getur verið breytilegur því skemmtiferða- skipin eru um helgar og á öllum tímum,“ segir hann og lýsir fleiri verkefnum. „Um daginn heim- sótti Morrinn alla leikskóla bæj- arins og sýndi leikskólaleikrit og á föstudögum í júlí flytur hann Strikið hingað á Ísafjörð. Okkar Strik er Silfurtorgið sem gefur mikla möguleika fyrir uppi- stand og sprell. Þar eru lista- menn með trönur og mála mynd- ir af vegfarendum eftir pöntun- um, tónlistarmenn með gítara og töskurnar fyrir framan sig og handverksfólk sem selur sínar afurðir. Þetta hefur gengið mjög vel.“ Hressir upp á bæjarlífið Morrinn er fjöllistahópur úr efstu bekkjum grunnskólans. MYND/BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.