Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 24
taekni@frettabladid.is Talsmenn írska fyrir- tækisins Steorn segjast hafa fundið upp tæki sem gefur frá sér meiri orku en það notar. Mikil leynd hefur hvílt yfir tækinu, sem nefnist Orbo, síðan það var kynnt í fyrra. Halda átti kynningu núna í byrjun júlí, en af óviðráðanlegum orsök- um þurfti fyrirtækið að hætta við hana. Enn hafa engir vísinda- menn fengið að sann- reyna fullyrðingar talsmanna fyrir- tækisins. Sean McCarthy, forstjóri Steorn, segir tækið snúa öflugum rafsegl- um í kringum hverja aðra til þess að framleiða meiri orku en fer í að snúa seglunum. Þannig verði til orka úr engu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Fyrsta lögmál varmafræðinnar segir að orka geti aðeins breyst úr einu formi í annað, til dæmis úr stöðuorku í hreyfiorku, en hvorki sé hægt að búa hana til né eyða henni. Ef í ljós kemur að þetta lögmál heldur ekki alltaf er grunnur- inn að tækniþróun mannkynsins hruninn eins og hann leggur sig. Sem betur fer hefur það aldrei nokkurn tím- ann í sögu vísindanna brugðist. McCarthy segir fyrsta lögmál varmafræðinnar líkara trúarkenn- ingu en lögmáli. Hann sé staðráð- inn í að brjóta það fyrstur allra. Á íslensku Wikipedia-síð- unni má finna upplýsingar um allt mögulegt og ómögu- legt. Yfir sextán þúsund greinar hafa verið skrifað- ar á síðuna síðan hún var opnuð árið 2003. Tuttugu og tveir stjórnendur í sjálf- boðavinnu sjá um að skrifa greinar og lagfæra þær sem fyrir eru. Smári McCarthy, tuttugu og þriggja ára stærðfræðinemi, er einn þeirra sem halda um stjórn- artaumana á íslensku útgáfu Wikipedia-síðunnar. Hann segir starfið að mestu leyti felast í að halda ákveðnum gæðastaðli í greinum og umfjöllunum, og lag- færa hvers kyns skemmdarverk eða staðreyndavillur. Stjórnendur sjái einnig um að skrifa greinar og bæta við þær sem fyrir eru. Fyrir þá sem ekki vita er Wiki- pedia ókeypis alfræðirit á netinu sem allir geta skrifað í og lagfært. Enska útgáfan var sett á netið árið 2001 og er í dag ein vinsælasta síðan á internetinu. „Þetta er allt saman unnið í sjálfboðavinnu, fólk skrifar eftir því sem það hefur áhuga og tíma til. Flestir gera þetta af því að þeir hafa gaman af því að miðla upp- lýsingum og koma þeim á fram- færi,“ segir Smári. „Markmið Wikipedia er háleitt: Að reyna að gera öllum íbúum jarðar kleift að fá sameiginlegar upplýsingar mannkyns á sínu eigin tungu- máli.“ Smári segir íslenska hluta Wikipedia hafa vaxið ört á undan- förnum árum. Lengi vel var mark- miðið að ná tíu þúsund greinum en nú eru þær yfir sextán þúsund talsins. Nú er aðalmarkmiðið að fjölga svokölluðum gæða- og úrvalsgreinum, en það eru greinar sem uppfylla ákveðin skilyrði um hlutleysi, nákvæmni og framsetn- ingu, segir hann. „Þótt fólk sé misduglegt að skrifa á síðuna skipta allir máli sem koma að henni. Ég hvet alla til að taka þátt í þessu verkefni, að reyna að koma allri mannlegri þekkingu á framfæri á íslensku.“ Síðuna má finna á slóðinni www. is.wikipedia.org. Riddarar mann- legrar þekkingar Forritum meinaður aðgangur með manneskjuprófi B&L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.