Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 24

Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 24
taekni@frettabladid.is Talsmenn írska fyrir- tækisins Steorn segjast hafa fundið upp tæki sem gefur frá sér meiri orku en það notar. Mikil leynd hefur hvílt yfir tækinu, sem nefnist Orbo, síðan það var kynnt í fyrra. Halda átti kynningu núna í byrjun júlí, en af óviðráðanlegum orsök- um þurfti fyrirtækið að hætta við hana. Enn hafa engir vísinda- menn fengið að sann- reyna fullyrðingar talsmanna fyrir- tækisins. Sean McCarthy, forstjóri Steorn, segir tækið snúa öflugum rafsegl- um í kringum hverja aðra til þess að framleiða meiri orku en fer í að snúa seglunum. Þannig verði til orka úr engu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Fyrsta lögmál varmafræðinnar segir að orka geti aðeins breyst úr einu formi í annað, til dæmis úr stöðuorku í hreyfiorku, en hvorki sé hægt að búa hana til né eyða henni. Ef í ljós kemur að þetta lögmál heldur ekki alltaf er grunnur- inn að tækniþróun mannkynsins hruninn eins og hann leggur sig. Sem betur fer hefur það aldrei nokkurn tím- ann í sögu vísindanna brugðist. McCarthy segir fyrsta lögmál varmafræðinnar líkara trúarkenn- ingu en lögmáli. Hann sé staðráð- inn í að brjóta það fyrstur allra. Á íslensku Wikipedia-síð- unni má finna upplýsingar um allt mögulegt og ómögu- legt. Yfir sextán þúsund greinar hafa verið skrifað- ar á síðuna síðan hún var opnuð árið 2003. Tuttugu og tveir stjórnendur í sjálf- boðavinnu sjá um að skrifa greinar og lagfæra þær sem fyrir eru. Smári McCarthy, tuttugu og þriggja ára stærðfræðinemi, er einn þeirra sem halda um stjórn- artaumana á íslensku útgáfu Wikipedia-síðunnar. Hann segir starfið að mestu leyti felast í að halda ákveðnum gæðastaðli í greinum og umfjöllunum, og lag- færa hvers kyns skemmdarverk eða staðreyndavillur. Stjórnendur sjái einnig um að skrifa greinar og bæta við þær sem fyrir eru. Fyrir þá sem ekki vita er Wiki- pedia ókeypis alfræðirit á netinu sem allir geta skrifað í og lagfært. Enska útgáfan var sett á netið árið 2001 og er í dag ein vinsælasta síðan á internetinu. „Þetta er allt saman unnið í sjálfboðavinnu, fólk skrifar eftir því sem það hefur áhuga og tíma til. Flestir gera þetta af því að þeir hafa gaman af því að miðla upp- lýsingum og koma þeim á fram- færi,“ segir Smári. „Markmið Wikipedia er háleitt: Að reyna að gera öllum íbúum jarðar kleift að fá sameiginlegar upplýsingar mannkyns á sínu eigin tungu- máli.“ Smári segir íslenska hluta Wikipedia hafa vaxið ört á undan- förnum árum. Lengi vel var mark- miðið að ná tíu þúsund greinum en nú eru þær yfir sextán þúsund talsins. Nú er aðalmarkmiðið að fjölga svokölluðum gæða- og úrvalsgreinum, en það eru greinar sem uppfylla ákveðin skilyrði um hlutleysi, nákvæmni og framsetn- ingu, segir hann. „Þótt fólk sé misduglegt að skrifa á síðuna skipta allir máli sem koma að henni. Ég hvet alla til að taka þátt í þessu verkefni, að reyna að koma allri mannlegri þekkingu á framfæri á íslensku.“ Síðuna má finna á slóðinni www. is.wikipedia.org. Riddarar mann- legrar þekkingar Forritum meinaður aðgangur með manneskjuprófi B&L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.