Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 38
12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið sumarið 2007
Snakkbakki úr Byggt og búið, 599 kr.
Plasthnífapör úr sömu verslun, 450
krónur og glas, sem einnig fæst í fleiri
litum, á 150 krónur.
Ef mannskapur-
inn er á hraðferð
í lautarferð er
tilvalið að stoppa
í verslun 10-11 við
Lágmúla þar sem
nestisbarinn inni-
heldur margs konar
kræsingar og þar
geta viðskiptavinir
búið sér til eðalnesti
á örskammri stund.
Grænkálið er reynd-
ar gripið úr garðin-
um, en það er orðið
stökkt og ferskt um
þessar mundir.
Lífið er á margan hátt samsetn-
ing ótal minninga. Hver er sinn-
ar gæfu smiður og til að gera lífið
gott þarf stundum að hafa örlít-
ið fyrir því. Að taka saman nesti
og halda út í náttúruna er einföld
og ódýr leið til að eiga gæðastund
með sjálfum sér eða sínu eftir-
lætis fólki og um leið skapast góð
minning. - mhg
Ljúfar lautarferðir
Samlokurnar í
10-11 kosta frá
100 krónum, allt
eftir því hvað á
þær er sett. Þar
er líka hægt að
skutla nokkr-
um hnetum,
nachos og öðru
gúmmelaði með
í nestisboxið.
Íste er eðaldrykkur
sem allir geta gert
heima hjá sér með
því að kæla niður
ávaxtate. Kannan
kemur úr Byggt og
búið og kostar 2.673
kr. og glasið, sem fæst
í sömu verslun, kostar
150 kr. stykkið.
Áður en haldið er í lautarferð er tilvalið að kíkja við í Tiger-búðinni. Þar fást sápukúl-
ur á 50 kr., stór kassi af litríkum rörum á 200 kr., reykelsi sem fælir flugur á 200 kr.,
umhverfisvænir öskubakkar og margt fleira sem gerir góða lautarferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Íspinna úr ávaxtatei er auðvelt að gera
en þeir eru bæði bragðgóðir og hitaein-
ingasnauðir. Íspinnaboxið fæst í Tiger
og kostar 200 kr.
Karfan bláa fæst í Tiger og kostar 400 kr.
Fáninn, sem nú er leyfður við öll hátíð-
leg tilefni, kostar 168 kr. og fæst í Byggt
og búið en plastglösin og diskarnir fást
einnig þar og kosta 422 kr. (glös) og 150
kr. (diskurinn).
Yndislega rómantískir hitabrúsar. Tágabrúsinn fæst í Byggt og búið og kostar 500 kr. en hvíti blómabrúsinn fæst í Tiger og kostar
400 kr. Appelsínugulu plastglösin fást í Byggt og búið og kosta 699 kr. stykkið.