Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 66
Söngkonan ástsæla Ragnhildur
Gísladóttir býður Völu Matt í ævin-
týralegan mat í þættinum Mat og
lífsstíl í kvöld. „Ragga er heilmikið
að pæla í hollustu og náttúrulegu
hráefni. Í kvöld er hún með fisk-
rétt sem er örugglega fljótlegasta
fiskuppskrift sem ég hef séð á
ævinni,“ segir Vala. „Hún setur
fiskinn bara í ofnfast fat með soja-
sósu og ólífuolíu og skellir honum
inn í ofn. Þá er hann orðinn alveg
dýrindis réttur,“ útskýrir hún.
Ragga ber fiskinn svo fram á
skemmtilegan hátt. „Hún brytjar
niður japanskar nori-þangplötur
og ber þær fram með fiskinum,
soðnu byggi og smá dijon-sinnepi.
Þá er kominn svona skemmtilegur
fingramatur með smá sushi-stemn-
ingu. Þetta var alveg ofboðslega
gott,“ segir Vala hrifin.
Í eftirrétt bakaði Ragga svo
bleikar, grænar og bláar pönnu-
kökur. „Þetta voru fallegustu
pönnukökur sem ég hef séð. Ragga
er náttúrlega skrautleg og
skemmtileg í sinni matargerð eins
og í öllu öðru,“ segir Vala og hlær.
Kvennakórinn Léttsveit
Reykjavíkur gaf nýlega
út aðra uppskriftabók
sína, sem er stútfull af
leynivopnum úr eldhús-
skúffum kórkvenna.
Anna Sigurjónsdóttir
ljóstrar upp uppskrift að
lúxusfiskrétti.
Anna hefur verið meðlimur í
kórnum í ein sjö ár og líkar
starfið afskaplega vel. „Það er
alltaf nóg að gerast og þetta er
afskaplega skemmtilegur hópur,“
sagði Anna, en í kórnum eru um
120 konur.
„Við gáfum út uppskriftabók
fyrir um tveimur árum síðan og
svo plötu í tilefni tíu ára afmælis
kórsins í fyrra. Svo förum við til
útlanda að syngja annað hvert ár,
og hitt árið ferðumst við innan-
lands. Við vorum til dæmis á Aust-
fjörðum núna í ár,“ sagði Anna.
Þar að auki er farið í gönguferðir,
útilegur og „makalaus“ hópur kór-
kvenna hittist reglulega, að sögn
Önnu. „Þetta er nánast þannig að
vinnan trufli mann í þessu,“ bætti
Anna hlæjandi við.
Í matreiðslubókinni er að finna
uppskriftir frá hverjum kórfélaga
og stjórnendum. „Það var skylda
að þetta væri uppskrift sem við
notum reglulega og erum ánægð-
ar með,“ útskýrði Anna, en lúxus-
fiskrétturinn er í uppáhaldi á
hennar heimili. „Það er mikið
vegna þess að hann er mjög fljót-
legur, þrátt fyrir að uppskriftin
líti kannski út fyrir að vera flók-
in,“ sagði hún.
Rétturinn ber líka nafn með
rentu að sögn Önnu. „Þetta er svo-
lítill lúxus, svona spari – þegar
maður bregður út af venjulega
steikta fiskinum eða soðningunni,“
sagði hún og hló við.
Bókina er aðeins hægt að kaupa
hjá kórkonum. Nánari upplýsing-
ar er að finna á síðunni www.lett-
sveit.is.
Farið í...
...að minnsta kosti
einn lautartúr í
sumar. Það er
eitthvað
óskaplega
notalegt við
að sitja á
teppi og
borða mat af
fallegum
plastdiskum. Takið aukateppi með og
þá skiptir veður litlu máli.
Matreiðslumeistarinn Ragnar
Ómarsson verður næsti fulltrúi
Íslendinga í matreiðslukeppninni
Bocuse D’Or, að því er freisting.is
greinir frá. Þetta er í annað skipt-
ið sem hann etur kappi við rjóma
matreiðslumanna heimsins, en
Ragnar keppti fyrst árið 2005,
þegar hann lenti í fimmta sæti. Í
janúar á þessu ári keppti Friðgeir
Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd
og hafnaði í áttunda sæti.
Bocuse D’Or, sem telst virtasta
keppni af sínum toga í heiminum,
hefur iðulega verið haldin annað
hvert ár. Nú verður annar háttur
hafður á, því undankeppni fyrir
Evrópu fer fram í Noregi í júlí að
ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa
eitt sjö efstu sætanna þar til að
öðlast þátttökurétt í aðalkeppn-
inni. Hún fer að vanda fram í
Lyon í Frakklandi.
Ragnar í Bocuse d‘Or
Áhugafólk um matjurtir getur sótt
sér innblástur í kryddjurtagarð
Grasagarðs Reykjavíkur. „Við erum
með um fjörutíu tegundir af kryddi
og yrki, sem er afbrigði af plöntum
sem menn hafa framræktað,“
útskýrir Eva G. Þorvaldsdóttir,
forstöðumaður Grasagarðs Reykja-
víkur. „Við erum með algengar
tegundir eins og steinselju, dill og
órigan, en líka fágætar tegundar á
borð við sítrónujárnurt, sem kemur
frá Suður-Ameríku, og eitt eintak af
sykurlaufi frá Paragvæ,“ segir
hún.
Kryddjurtagarðurinn er úti
undir berum himni, en ekki eru
allar plöntur í honum fjölærar.
„Margar kryddjurtir, til dæmis
rósmarín og sykurlauf, þarf að
flytja inn í hús á veturna. Hins
vegar getur fólk ræktað jurtir á
borð við piparmyntu, piparrót og
skessujurt úti í garði hjá sér.“
Matgæðingar með græna fingur
sem vilja frekari fræðslu ættu svo
að leggja leið sína á Uppskeruhátíð
garðsins í ágúst. „Þá verðum við
meðal annars með smá fræðslu um
kryddjurtir,“ segir Eva.
Fágætar kryddjurtir
Eþíópískur fingramatur besta máltíðin
Sushi-stemning hjá Röggu Gísla
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki