Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 26

Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 26
greinar@frettabladid.is Hvort röng uppbygging öku-náms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafn- framt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjöl- skyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í við- horfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Er uppbygging ökunáms röng? Fólk er ólíkt að upplagi, það blasir við. Um hitt geta menn deilt, hvort þjóðir eru einnig ólíkar að eðlisfari. Sumir hallast að þeirri skoðun, að skyldar þjóðir hljóti allar að vera eins inn við beinið samkvæmt einfaldri meðaltalsreglu. Aðrir telja sig geta greint tiltekin einkenni, sem greina eina þjóð frá annarri – nízkir Skotar, glaðir Danir, drykkfelldir Rússar og þannig áfram. En þá er að vísu ekki alltaf ljóst, hvort átt er við ólíka siði eða ólíkt lundarfar. Látum það vera að sinni. Trygve Brattelie, forsætisráð- herra Noregs, lýsir því í sjálfs- ævisögu sinni Nótt í Niflheimi (1983), hversu Norðmenn og Rússar brugðust ólíkt við pyndingum, sem þeir máttu sæta í fangabúðum nasista á stríðsár- unum. Brattelie sætti sjálfur hrottalegri meðferð; átakanleg lýsing hans er frásögn sjónar- votts. Rússarnir grétu hástöfum undan sársaukanum, en þeir tóku gleði sína jafnharðan og pynding- unum lauk eins og ekkert hefði í skorizt. Norðmennirnir bitu á jaxlinn og létu á litlu bera eftir því sem hægt var, en þeir voru lengi á eftir að jafna sig, mjög lengi. Þessi munur bendir kannski til þess, að Rússar séu fljótir að gleyma, eða að minnsta kosti fljótir að gleyma sársauka, og Norðmenn séu langminnugri. Sé svo, skýrist sumt af því, sem hefur skilið Noreg og Rússland að í aldanna rás. Kannski voru Rússar svo þjáðir í þúsund ár, að þeir urðu að kunna að gleyma. Norðmenn láta sér ólíkt Rússum annt um að gera upp við fortíðina, svo að þeir megi sem mest af henni læra. Norsk yfirvöld leiddu landráðamenn fyrir rétt eftir heimsstyrjöldina síðari og tóku suma þeirra af lífi með dómi og lögum. Yfirvöldin hafa með líku lagi lyft lokinu af ólöglegum símahlerunum á fyrri tíð og beðið fórnarlömbin afsökunar. Norðmenn líta svo á, að saga landsins þurfi að vera rétt skráð, svo að hún geti varðað veginn inn í framtíðina. Rússar fara öðruvísi að. Þeir syngja nú aftur þjóðsönginn, sem Stalín færði þeim á sinni tíð blóðugur upp að öxlum. Rússar hafa ekki lært meira af fortíðinni en svo, að þeir fylkja sér nú að baki Pútíns forseta, sem var áður hátt settur yfirmaður í leynilögregl- unni illræmdu KGB og nær allir hans menn. Lýðræði þarna austur frá er á undanhaldi. Blaðamenn og aðrir, sem gagnrýna ríkis- stjórn Pútíns og spillingu, stráfalla fyrir leigumorðingjum, og lögreglan ber það ekki við að rannsaka morðin, sautján talsins í valdatíð Pútíns. Fjölmiðlarnir eru margir undir hæl forsetans og manna hans líkt og dómstól- arnir. Sumir telja, að Pútín ætli sér að stjórna landinu áfram með harðri hendi eftir að síðara kjörtímabili hans lýkur 2008 með því að skipa sjálfan sig forstjóra Gazprom, ríkisorkufyrirtækisins, sem heldur um alla þræði þjóðlífsins þarna fyrir austan, þar á meðal fjölmiðla. Það ræðst innan tíðar. Íslendingum er ekki mjög um það gefið að halda nýliðinni sögu sinni til haga. Margir vitnisburð- ir um ólag og jafnvel lögbrot í ríkisbankakerfinu á fyrri tíð liggja fyrir, en þeir hafa þó ekki komið til kasta yfirvalda, enda báru allir stjórnmálaflokkarnir ábyrgð á bankakerfinu í ýmsum hlutföllum. Blaðamenn hafa aldrei sýnt málinu neinn umtalsverðan áhuga og ekki heldur lögreglan. Flestir stjórnmálamenn halda áfram að þræta fyrir misgerðirnar og sjá ekkert athugavert við banka- kerfi, sem féfletti fólkið í landinu miskunnarlaust um margra áratuga skeið. Þeir létu þó að endingu til leiðast að koma bönkunum í einkaeigu með hliðarskilyrðum. Þessa sögu þarf að hafa í huga nú, þegar æ fleiri vitnisburðir um brottkast og annað misferli í fiskveiðum hrannast upp, nú síðast í úttekt Agnesar Bragadóttur blaða- manns í Morgunblaðinu 4. júlí. Ástandið í útvegsmálunum er nú að því leyti líkt og það hefur verið í bankamálunum, að margir vita um misferlið, þótt fáir vilji við það kannast. Yfirvöldin halda áfram að þræta og reyna að þagga málið niður. Stjórnvöld hefðu þurft að kannast betur við ástand bankamálanna á fyrri tíð og gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar að lögum. Þá hefði sagan getað vísað veginn. Þá hefðu þeir, sem virðast hafa gert sig seka um brottkast og kvótasvindl, hugsað sig tvisvar um, áður en þeir ákváðu vitandi vits að svíkjast aftan að þjóðinni með því að veiða langt umfram lögboðinn kvóta. Fyrst var útvegsmönnum afhentur kvótinn, sem átti þó samkvæmt lögum að heita sameign þjóðar- innar. Þeir virðast sumir hafa þakkað fyrir sig með því að veiða langt umfram kvóta, sumir segja tugþúsundir tonna samtals á hverju ári. Úr því fæst vonandi skorið fyrir rétti. Og nú þegar þorskveiðar eru skornar niður um þriðjung til að forðast hrun, verður skattgreiðendum – mér og þér! – gert að bæta fórnar- lömbum veiðiþjófanna skaðann. Þetta er þrefaldur þjófnaður. Alþingi ber ábyrgðina. Þrefaldur skaði M ikill uppgangur máva hefur verið í höfuðborginni og víðar um landið þetta sumar og árið í fyrra. Sést hefur til þeirra á ótrúlegustu stöðum, jafnvel uppi við Heklu þar sem mikið er af ormi í mosanum. Má rekja ferðir þeirra til þess að lítið er af sandsíli í sjónum sem er helsta fæða mávanna sem að öllu jöfnu halda sig niðri við sjóinn, enda er mávurinn strandfugl. Það er ekki í eðli mávsins að leita svona langt inn til landsins en hann er snjöll skepna og deyr ekki úrræðalaus þótt fæðuna þrjóti við hafið. Borgaryfirvöld hafa með misgóðum árangri reynt að bregðast við þessu og hafa til að mynda aðferðir Gísla Marteins, sem gengu út á að svæfa mávana og snúa þá úr hálsliðnum í hreiðrum þeirra, farið misvel í fólk. Á næstu dögum mun Umhverfissvið Reykjavíkur hengja upp veggspjöld á ýmsum opinberum stöðum í Reykjavík með skilaboðum um hvernig beina megi fuglinum frá borginni. Fólk á að gefa öndunum minna af brauði við Tjörnina í júlí á meðan andarungarnir eru að komast á legg, og ganga betur um borgina með því að henda ekki matarleifum á göturnar, sem varla ætti að þurfa að segja fólki. Þar að auki er löngu orðið tímabært að taka alveg fyrir það að gefa öndunum brauð enda eru það leifar gamalla tíma þegar lítið var um afþreyingu í boði fyrir fjölskyldufólk. Mávar finnast víðar í borgum en í henni Reykjavík og hafa fleiri tekist á við mávana. Í borginni Gloucester á Englandi hafa mávarnir verið að hrella fólk í nokkur ár og helst kvartar það undan hávaða frá þeim. Þar á bæ eru menn orðnir sérfræðingar í að takast á við vandann. Borgarráðið í Gloucester hefur síðustu þrjú árin látið hella sérstakri olíu yfir eggin að vori sem drepur þau án þess að mávarnir átti sig á því, eða sett gerviegg í hreiðrin. Fyrir vikið sitja þeir lengur á eggjunum og eru rólegri og hávaðinn í þeim því minni. Þetta eru nokkuð saklausar aðferðir sem ætti að vera auðvelt að leika eftir. Annað sem er þó mun alvarlegra en hávaðasamir og frekir mávar er hrun sandsílastofnsins, sem er talið stafa af loftslagsbreytingum sem hita sjóinn. Vistfræðingar hafa nú af því miklar áhyggjur að lundastofninn hrynji af þeim sökum þar sem hann nærist aðallega á sandsílum og sá smáfiskur sem hafið hefur upp á að bjóða nægi ekki til að metta lundann. Einnig hefur kríustofninn orðið fyrir áfalli vegna skorts á sandsíli. Þegar upp er staðið eru það sandsílin sem menn ættu að hafa þyngstu áhyggjurnar af. Ef fer sem horfir verður þetta vandamál næstu árin og því nokkuð ljóst að mávarnir munu hrella okkur næsta sumar líka. Því er ráð að hugsa fyrir varanlegri lausn á mávavandanum og vera vel undirbúin næsta vor þegar þeir koma til landsins til að verpa. Átak Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar ætti að skila einhverjum árangri það sem eftir er sumars. Í það minnsta mun það auka á hreinlæti borgarinnar. Við megum þakka mávunum fyrir að vekja okkur til vitundar um umgengni okkar um borgina, þótt okkur líki ekki umgengni þeirra. Hungraðir fuglar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.