Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 36
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið sumarið 2007 Fjölskrúðugt dýralíf ríkir að Klausturseli í Efri-Jökuldal. Á bænum Klausturseli í Efri-Jök- uldal búa hjónin Aðalsteinn Jóns- son og Ólafía Sigmarsdóttir. Þar eru þau með sauðfjárbúskap auk þess sem Ólafía rekur gallerí með vörum úr hreindýraleðri og við bæinn má sjá ýmis dýr á vappi sem sjást ekki við hvern sveita- bæ. „Við erum með dálítið af dýrum,“ segir Aðalsteinn og bætir við: „Til dæmis hreindýrsbelju með kálfi og þrjú önnur hrein- dýr. Svo erum við með tófuhvolpa, endur, gæsir, hænur, kanínur og fleira.“ Aðalsteinn segir hreindýr- in uppalin í Klausturseli og séu í girðingu svo hægt sé að skoða þau. „Við byrjuðum með hreindýr- in árið 1996 og svo hefur þetta allt saman undið upp á sig síðan.“ Klaustursel er rúmlega sjö- tíu kílómetrum frá Egilsstöðum í átt að Akureyri og er Klaustur- sel þrettán kílómetrum frá hring- vegi eitt. „Það kemur heilmikið af fólki hingað til okkar og þá mest fjölskyldufólk og fólk sem hefur áhuga fyrir handverki,“ segir Að- alsteinn og bætir því við að Ólafía hanni og saumi meðal annars hatta, töskur, púða og fleiri smærri hluti úr hreindýraleðri sem hún selur í galleríinu. sigridurh@frettabladid.is Búskapur og handverk í Klausturseli Svanurinn lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta í skemmtilegu dýraflóruna í Klausturseli. Þessar töskur eru úr hreindýraleðri og má finna í galleríinu í Klausturseli. Fallegir púðar úr hreindýraleðri úr smiðju Ólafíu. Haninn í Klausturseli í góðum gír. Hreindýrskálfurinn á bænum slakar á í sólskininu í Jökuldalnum. Hjónin Aðalsteinn og Ólafía í Klausturseli eru með skemmtilegan sveitabæ sem gaman er að skoða enda má þar finna hin ýmsu dýr auk þess sem Ólafía rekur lítið gallerí með vörum úr hreindýraleðri. Menningarhátíðin Húnavaka verð- ur um helgina á Blönduósi og ná- grenni. Hún verður formlega sett klukkan 19.45 á nýja torginu fyrir utan félagsheimilið. Þar verður tóninn sleginn fyrir helgina. Eftir setninguna er unga fólkið hvatt til að fara í sundlaugarpartí og þeir eldri á kvöldskemmtun í félags- heimilinu með Erni Árnasyni og Óskari Péturssyni. Útitónleikar hefjast á Grímstorgi klukkan 22 þar sem Polyester, Spor og Veður- guðirnir koma fram. Á laugardag- inn verður torfærukeppni milli 11 og 14 og Blönduhlaup milli 13 og 14 en klukkan 13.15 hefst fjölskyldu- skemmtun á hátíðarsviði þar sem Jógvan Hansen, Skoppa og Skrítla og Hara-systur koma fram. Söng- keppni ungmenna verður á dag- skrá og boðið er upp á hoppkast- ala og hesta fyrir börnin. Mark- aðstjald verður líka á svæðinu. Bjarni Hell opnar listsýningu á lofti veitingahússins Við ár- bakkann klukkan 14 og spennandi knattspyrnuleikur milli Hvatar 1987 og Hvatar 2007 verður milli 16 og 17 en hljómsveitin Ground Floor heldur tónleika í Blöndu- óskirkju milli 17 og 18. Kvöld- vaka hefst í íþróttahúsinu klukk- an 20.30 þar sem söngur og tón- list er í aðalhlutverki og kynnir er Björgvin Franz Gíslason. Á eftir er dansleikur með hljómsveitinni Í svörtum fötum. Á sunnudaginn verður leið- sögn um Hafíssetrið með Þór Jak- obssyni bæði klukkan 13 og 15 og hátíðardagskrá í Heimilisiðn- aðarsafninu verður milli 14 og 17. Klukkan 16 hefjast tónleik- ar í Blönduóskirkju með Magn- úsi Guðmundssyni tenór. Sýning- ar verða um allan bæ á Húnavöku og hátíðarkvöldverðir á hótelinu og Við árbakkann. - gun Hopp og hí á Húnavöku Fjölbreytt dagskrá verður um helgina á Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.