Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 8

Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 8
Sveitarstjórnar- menn víðs vegar um landið eru ánægðir með að ríkisstjórnin hafi ákveðið að flýta vegaframkvæmd- um á ellefu stöðum á landinu en telja að frekari mótvægisaðgerðir þurfi til eftir að ákveðið var að skerða þorskkvótann um þriðjung. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta vegaframkvæmdum á fjórum stöð- um á Vestfjörðum styrki lands- hlutann og samfélagið sem heild. „Ég bíð svo bara eftir útspili ann- arra ráðherra sem þurfa að koma fram með aðra þætti þessara mót- vægisaðgerða,“ segir Halldór. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur fram að flýta eigi fram- kvæmdum við Suðurstrandarveg á milli Þorlákshafnar og Grindavík- ur um fimm til átta ár: hann á að vera tilbúinn 2010 í stað 2015-2018. Bæjarstjóri Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, segir að vegurinn muni hafa mest vægi fyrir ferða- þjónustuna á Suðurlandi. „Þessi búbót kemur hins vegar ekki beint í kassann hjá útgerðarmönnum eða fiskvinnslufólki,“ segir Ólafur. Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafsson, fagnar því að endur- byggja eigi veginn, sem hann segir fyrst og fremst koma sér vel fyrir ferðaþjónustuna, en auðveldi einn- ig flutning sjávarafla á landi fyrir þá sem flytja fisk með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Ólafur segir hins vegar að sjómenn og fiskverk- unarfólk muni ekki hafa beinan hag af þessari einu aðgerð. Helga Jónsdóttir. bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum við Norðfjarðar- göng sé kærkomin; ljúka á göngun- um árið 2012. „Göngin skipta svo miklu máli því þau gera sveitar- félagið að samfelldu atvinnusvæði og auðvelda allan aðgang að þjón- ustu,“ segir Helga. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri í Norðurþingi, er ánægður með að vegaframkvæmdum á tveimur stöðum í sveitarfélaginu, tengingum við Raufarhöfn og Þórshöfn og framkvæmdum við Dettifossveg, verði flýtt. Hann er hins vegar ósáttur við að byggingu jarðganga undir Vaðlaheiði, sem stytta vegalengdina á milli Húsa- víkur og Akureyrar um 16 kíló- metra, hafi ekki verið flýtt. „Vaðla- heiðargöng skipta verulegu máli fyrir okkur í Norðurþingi.“ Berg- ur kallar eftir frekari mótvægisað- gerðum ríkisstjórnarinnar til að vega á móti skerðingu þorskkvót- ans. „Þetta mun nú ekki redda kvótaskerðingunni sem við fáum á næsta ári,“ segir Bergur. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segir að tillaga ríkisstjórnarinnar um að búið verði að endurbæta veginn yfir Öxi árið 2011 auðveldi fólks- og þungaflutninga á milli Djúpavogs og stærri byggðar- kjarna á Austfjörðum því vegur- inn sé lélegur og hafi verið ófær í um mánuð á hverju ári. Kalla eftir frekari mótvægisaðgerðum Ríkisstjórnin samþykkti að flýta vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu eftir að hafa tekið ákvörðun um þriðjungs skerðingu þorskkvótans. Sveitar- stjórnarmenn eru ánægðir með að vegaframkvæmdunum verði flýtt. „Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá okkur en eitthvað hefur verið um eymsli í hásinum, hnjám og öxlum en ekkert sem hefur stoppað okkur. Menn eru ákveðnir í því að klára þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er einn níu slökkviliðs- manna sem hjóla þvert yfir landið og utan vega til styrktar Sjúkra- og líknarsjóði starfsmannafélags slökkviliðsmanna höfuðborgar- svæðisins (SHS). Slökkviliðsmennirnir lögðu af stað á laugardaginn. Leiðin sem þeir hjóla er frá Fonti á Langa- nesi, norðaustasta tanga landsins, til Reykjanestáar sem er suðvest- asti tangi landsins. Þeir áætla að ferðin taki tólf daga. Jón Viðar segir að ferðin gangi vel. „Við erum níu sem hjólum og fjórir aðrir fylgja okkur á tveimur bílum. Eiginkona og dóttir eins slökkviliðsmanns elda ofan í okkur og við fáum svo góðan mat að við komum líklega heim feitari en þegar við lögðum af stað,“ segir Jón Viðar. Fyrirtæki og einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja sjóðinn eru beðin að senda tölvupóst á sverrir.bjornsson@shs.is eða leggja inn á reikning 515-14- 106690 kt. 460279-0469 eða hringja í söfnunarsíma 905-2005. Heimasíða hjólaferðarinnar er http://www.babu.is/hjola.php Ákveðnir í að klára þetta N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 H im in n o g h af / S ÍA Tryggið ykkur far í tíma, alla r ferðir að verð a uppbókaðar. Aukaferðir Herjólfs um verslunarmannahelgina Bókanir á www.herjolfur.is eða í síma 481 2800 og 525 7700. Herjólfur mun fara eftirtaldar næturferðir um verslunarmannahelgina: Frá Vestmannaeyjum kl. 23.00 – frá Þorlákshöfn kl. 2.00 eftir miðnætti. Miðvikudag 1. ágúst • Fimmtudag 2. ágúst • Föstudag 3. ágúst • Þriðjudag 7. ágúst • Miðvikudag 8. ágúst ÓMISSANDI Á SS PYLSUNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.