Fréttablaðið - 14.07.2007, Qupperneq 6
Kjöt- og brauðmeti er
tæplega níutíu prósentum dýrara
á Íslandi en að meðaltali í ríkjum
Evrópusambandsins. Sömu vörur
kosta töluvert minna á Norður-
löndunum. Aðeins Noregur kemst
nálægt Íslandi, sem situr á toppn-
um.
Hagstofa Evrópusambandsins,
EuroStat, lét gera vöruverðskönn-
un í 37 ríkjum Evrópu, þar af 27
sem eru í Evrópusambandinu.
Matvæli, áfengi og tóbak var dýr-
ast á Íslandi af öllum löndunum
sem könnuð voru, 61 prósenti yfir
meðaltalinu. Noregur kom næst á
eftir með 56 prósent. Ef eingöngu
matvörur og óáfengir drykkir eru
skoðuð er verðið hér samt hæst,
64 prósentum yfir meðaltali.
Í einstökum matvöruflokkum er
kjöt og brauðmeti áberandi dýrast
á Íslandi af Norðurlöndunum.
Aðeins mjólkurvörurnar eru ódýr-
ari á Íslandi en í Noregi, sem er
næst okkur í verðlagi.
Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtakanna, segir
fjölgun austur-evrópskra þjóða í
Evrópusambandinu lækka meðal-
talið og þar með hækka hlutfalls-
legt verð á Íslandi. Þó detti honum
ekki í hug að neita því að kjöt sé
dýrt hérlendis.
„Þrátt fyrir að innflutningstoll-
ar hafi lækkað um fjörutíu pró-
sent að jafnaði og innflutnings-
rýmið á kjöti hafi verið aukið er
verðlag í landinu almennt mjög
hátt,“ segir hann. „Ég er súr yfir
því að við komum svona illa út en
við höfum reynt að minnka þennan
mun. Áhrifanna af þessum
breytingum er ekki farið að gæta
enn.“
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, segir
þessar niðurstöður staðfesta enn
eina ferðina að á Íslandi sé hæsta
matvælaverð í heimi. Jafnvel þótt
lækkun virðisaukaskatts síðan í
mars á þessu ári sé tekin með í
reikninginn sé verðið allt of hátt.
„Þetta er ekki ásættanlegt fyrir
íslenska neytendur, það er eitt-
hvað meiri háttar að. Lega lands-
ins og smæð þess skýrir ekki nema
lítinn hluta af þessum mun milli
Íslands og hinna Norðurlanda-
þjóðanna.“ Hann hvetur ríkis-
stjórnina til að taka á þessu máli,
meðal annars með því að lækka
innflutningstolla.
Borgum tvöfalt meira
fyrir kjöt og brauð
Kjöt og brauð er níutíu prósentum dýrara hér en hjá Evrópusambandsþjóðum.
Almennt eru matvæli dýrust hér, um og yfir sextíu prósentum fyrir ofan meðaltal.
Súr yfir því að við komum svona illa út, segir formaður Bændasamtakanna.
Danskir stjórnmála-
menn hafa síðustu daga sýnt veru-
legan áhuga á því að láta reisa brú
yfir Kattegat milli Sjálands og Jót-
lands. Litlu virðist muna að fram-
kvæmdin hafi nú meirihlutafylgi
á þingi, eftir því sem danskir fjöl-
miðlar fullyrða.
Hugmyndin er sú að nýja akleið-
in liggi frá bænum Kalundborg á
Sjálandi yfir brú til Sámseyjar og
þaðan áfram yfir aðra brú til Jót-
lands skammt fyrir sunnan Árósa.
Þar með væri hægt að aka frá
Kaupmannahöfn til Árósa á rétt
um það bil einni klukkustund.
Varla er liðið hálft ár síðan þessi
hugmynd kom fyrst fram og hefur
hún mælst vel fyrir í skoðana-
könnunum, þótt margir finni henni
flest til foráttu.
Fyrir stuttu gerðu Danir og
Þjóðverjar með sér samkomulag
um að byggja brú milli landanna.
Sú brú á að liggja frá Rødbyhavn á
Lálandi yfir til þýsku eyjarinnar
Fehmarn og verður hún 19 kíló-
metra löng.
Hugmyndin um brú yfir
Kattegat kom fyrst fram nú seinni
part vetrar og sögðu upphafsmenn
hugmyndarinnar miklu nær að
brúa Kattegat til að leysa
innanlandsvanda í umferðinni,
frekar en að ráðast í miklu dýrari
brúargerð til Þýskalands, sem
aldrei yrði jafnmikið notuð.
Núna er stemningin hins vegar
sú að brúargerðin yfir Kattegat
verði næsta stóra brúarfram-
kvæmdin í Danmörku, á eftir
brúnni til Þýskalands.
Danir vilja nú ólmir brúa Kattegat
Hefur þú fylgst með fréttum
af málefnum Hitaveitu
Suðurnesja?
Er rétt að fella öll barrtré innan
þinghelgi Þingvalla?