Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 54

Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 54
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net LEYSTU KROSSGÁTUNA! ÞÚ GÆTIR UNNIÐEPIC MOVIE Á DVD! Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Fyrirtæki tískuhönnuðarins Valentino, Valentino Group, hefur keypt 45 prósenta hlut í tískumerk- inu Proenza Schouler. Það eru hinir ungu hönnuðir Lazaro Hern- andez og Jack McColl- ough sem hanna undir merkinu en fyrir þá er hið nýja fyrirkomulag ákveðið öryggisnet. Fyrir Valentino er þetta spurning um að yngja upp ímyndina. „Við erum mjög ánægðir að hafa þetta öryggisnet fyrir fyrir- tækið okkar en það höfum við aldrei áður haft,“ sagði Hernand- ez. „Fyrirtækið hefur vaxið stórkostlega á undanförnum árum og til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að hafa sterka fjárhagsstöðu. Einnig er gott að hafa félaga sem styður við bakið á manni og sem kann á bransann.“ Proenza Schouler er vinsælt tískumerki sem vann CFDA-verð- launin í kvenmanns- fatnaði ásamt hönnuð- inum Oscar De La Renta. „Þessir tveir ungu drengir eru ferskir og skemmtilegir,“ sagði Stefano Sassi, fram- kvæmdastjóri Valentino Fashion Group. „Ég tel þá hafa mikla möguleika á að vaxa og um leið getum við hjálpað þeim með fjárhagslegu hliðina. Þetta er hið fullkomna samband.“ Valentino kaupir hlut í Proenza Schouler „Hann tímdi varla að depla augun- um og gaf sig svo mjög á vald lita í runnum hinumegin árinnar, að hann veitti því naumast athygli að götuslóðinn rétti skyndilega úr sér og lagðist sniðhallt upp silfur- hvíta mosavaxna bungu. Hestur- inn spyrnti fastara í jörðina og reisti eyrun, niðurinn í ánni þyngd- ist og dýpkaði, eins og flötum boga væri strokið yfir dimmtóna strengjahljóðfæri, það blikaði á hvíta sveipi í straumnum og and- artaki síðar birtist lítill foss í slakkanum undir bungunni, freyð- andi og bjartur. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Litbrigði jarðarinnar (1947) „Fréttaþula á líbanskri sjónvarps- stöð var rekin...“ segir í Blaðinu 16. júní, en síðar er svo sagt „hinn fréttaþulurinn“. Þulur er auðvitað þulur, hvort sem hann er kona eða karl. Orðið þula er aftur á móti ljóð í frjálsu formi, romsa, rolla, runa. Íslensk orðabók segir þó að orðið geti merkt kvenkyns kynni, „einkum í sjónvarpi“. Og það var víst þar sem þessi vitleysa byrj- aði. Í málinu er tvenns konar kyn: eðlilegt kyn (karl – kona) og mál- fræðilegt kyn, og þar má í raun einu gildi um kyn þess sem starfi gegnir, þótt hefð sé fyrir kyn- greiningu sums staðar. En oft end- ist sú greining ekki. Konur eru t.d. miklu fremur kennarar en kennslukonur. Eigum við að fara að segja „lækna“ um konu sem er læknir? „Egill Helgason hefur ollið úlfúð...“ segir í Fréttablaðinu á þjóðhátíðardaginn, og sést enn einu sinni hve illa blaðamenn kunna að beygja algengar sagnir. So. beygist valda – olli – valdið (hann hefur valdið). Ég hef áður sagt í þessum pistlum að málfar blaðamanna er ekki einkamál þeirra. Til þeirra verður að gera kröfu um einhverja lágmarks kunnáttu í íslenskri málfræði og málnotkun. Svona málglöp eru óafsakanleg. „Ströngust allra listgreina er ball- ett“ – segir í fyrirsögn hér í Frétta- blaðinu 19. júní, og er vanhugsun, svo að ekki sé meira sagt. Lo. strangur á hér við ballett, sem er karlkyns. Ef blaðamaður hefði sett frumlagið fremst, hefði hann (blaðamaður er karlkynsorð, þótt hann kunni að vera kona) trúlega séð villuna. Ballett er strangastur allra listgreina. Umhugsun er þörfust allra gerninga. sagði íþróttafréttamaður í Sjón- varpinu 18. júní, og þetta heyrir maður því miður oft. Hér er rugl- að saman tveimur orðum. Annars vegar er orðið endir (þf. endi): endalok, niðurstaða, og hins vegar orðið endi: spotti á snæri, og á hann má binda hnút, en ekki á endalokin. Því skal segja: binda enda á e-ð. Ónefndur maður sendir þessi heilræði: Ef þú getur einhvern tíma orðið maður skaltu varast venjublaður, vertu aldrei sjálfumglaður Vilji menn senda mér brag- hendu eða góðfúslegar ábending- ar: npn@vortex.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.