Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 66

Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 66
 Sparkspekingar hafa mikið rýnt í hvað sé að hjá KR í sumar og hefur ýmislegt verið talið upp í þeim efnum. Eitt af því sem klárlega er að hjá KR er að Teitur Þórðarson finnur ekki réttu blönduna í byrjunarliðið en aðeins þrír leikmenn hafa alltaf verið í byrjunarliði Teits það sem af er Íslandsmóti. Oft er talað um að nauðsynlegt sé fyrir þjálfara að finna byrjunar- liðið sitt og því minni breytingar sem þjálfarinn þurfi að gera, því betra. Það sjáum við á liðum eins og Val og FH þar sem sjaldan er hróflað við byrjunarliði og þá lítið og helst ekki nema af illri nauðsyn. Teitur hefur aftur á móti gert 22 breytingar í fyrstu 9 leikjum Landsbankadeildarinnar og aðeins Gunnlaugur Jónsson, Pétur Mart- einsson og Skúli Jón Friðgeirsson hafa verið í byrjunarliði KR í þess- um leikjum. Grétar Hjartarson var í byrjunarliðinu fyrstu átta leikina og kom af bekknum í þeim níunda. Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson koma næstir á blaði. Athygli vekur að nýju mennirn- ir Atli Jóhannsson og Óskar Örn Hauksson hafa aðeins komið við sögu í fimm leikjum. Jóhann Þór- hallsson hefur tvisvar verið í byrj- unarliðinu og fór af velli í bæði skiptin en sex sinnum hefur hann setið á bekknum. Teitur finnur ekki réttu blönduna hjá KR Knattspyrnusamband Chile tók hart á því þegar sex landsliðsmenn fóru út á lífið í miðri Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta. Leikmennirnir sem um ræðir drukku sig blindfulla og brutu síðan allt og brömluðu þegar þeir komu til baka á hótelið. Meðal þeirra var fyrirliði liðsins, Jorge Vargas, en í kjölfarið tapaði Chile 6-1 fyrir Brasilíu í átta liða úrslitum keppninnar. Allir leikmennirnir voru settir á svartan lista og mega ekki taka þátt í næstu 20 landsleikjum. Þeir fá heldur enga bónusa fyrir árangur liðsins í Suður-Ameríku- keppninni og enginn þeirra má bera fyrirliðaband Chile það sem eftir lifir af landsliðsferli þeirra. Landsliðsþjálfari Chile, Nelson Acosta, sagði síðan upp störfum eftir keppnina. Dýr drykkja hjá Chile-mönnum Einar Daði Lárusson náði sjöunda sætinu í áttþraut á heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri í áttþraut sem fram fer í Ostrava í Tékklandi. Þetta er besti árangur sem íslenskur unglingur hefur náð á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri hingað til og þetta er jafnframt besti árangur Norður- landabúa í áttþraut 17 ára og yngri, en fyrir tveimur árum varð Norðmaður í 8. sæti á mótinu með 5.927 stig. „Maður stefnir alltaf hátt en þetta gekk næstum því eins og í sögu. Ég er mjög glaður með þetta,“ sagði Einar Daði, sem hlaut samtals 5.999 stig í áttþrautinni og bætti eigið Íslandsmet í drengjaflokki um 205 stig, en það var 5.794 stig frá því í vor, þegar hann náði lágmarki fyrir mótið. Sigurvegarinn Shane Braith- waite frá Barbados hlaut 262 stigum meira en Einar, eða 6.261 stig, en hann var 145 stigum frá sjötta sætinu. „Einar er að stimpla sig sem einn af efnilegustu tugþrautarköppum heims,“ sagði þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Einar náði persónulegum metum í sex greinum af átta, sem er alveg frábært á svona móti þar sem svona mikið liggur við. Hann sýnir að hann er góður í að einbeita sér og er svona stórmótatýpa,“ bætir Þráinn við. Einar sjálfur var mjög ánægður en sagði að litlu hefði munað að illa færi í upphafi. „Þrautin byrjaði svakalega vel og ég bætti mig í 100 metra hlaupi en síðan gerði ég tvisvar ógilt í langstökki. Ég rétt náði að bjarga mér og gera gilt í síðasta stökkinu og það munaði mjög litlu að ég hefði klúðrað þrautinni þar,“ sagði Einar en lokastökkið bjargaði ekki bara langstökkinu heldur setti hann persónulegt met með því að stökkva 7,05 metra. Þráinn var himinlifandi með sinn mann. „Hann er búinn að vera hjá mér síðan hann var þrettán ára. Hann kom á æfingu á fyrsta degi og ég prófaði hann í 100 metra og 400 metra hlaupi og þá sá maður strax hvers konar efni var þarna á ferðinni. Hann hefur unnið jafnt og þétt í því að verða betri og það er að skila árangri. Maður átti eftir að sjá hvernig hann ynni sig út úr pressunni á stórmóti og mér fannst alveg frábært að sjá hversu vel hann stóð sig undir pressu á móti öllum bestu strákunum í heiminum,“ sagði Þráinn. Einar Daði var aðeins einu stigi frá því að ná 6.000 stigum og það var smá mínus við annars frábært mót. „Í þúsund metra hlaupinu munaði aðeins tveimur hundraðs- hlutum að ég næði í þetta eina stig sem mig vantaði upp í 6000. Sex þúsund stiga múrinn er bara eitthvað sem ég stefni á að brjóta seinna,“ segir Einar Daði að lokum. ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði 7. sætinu í áttþraut á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Það er ekki aðeins besti árangur Íslendings heldur einnig sá besti sem Norðurlandabúi hefur náð í greininni. Metaðsókn hefur verið á leiki Landsbankadeildar karla það sem af er sumri en 58.778 mættu á leiki fyrri umferðar, eða 1.306 að meðaltali í leik. Eftir níu umferðir í fyrra höfðu 48.679 áhorfendur séð leikina, eða 1.082 að meðaltali. Aðsókn hefur því aukist um 20,7 prósent. Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 98.026 áhorfendur mættu á leikina í Landsbankadeildinni. Fyrir yfirstandandi tímabil var stefnan sett á að bæta metið og rjúfa 100.000 áhorfenda múrinn í Landsbankadeildinni. Ef fram heldur sem horfir er ljóst að góðar horfur eru á að bæta metið. Flestir hafa farið á leiki KR, eða 1.829 áhorfendur að meðal- tali, næst koma FH-ingar með 1.763 áhorfendur og Fylkismenn koma þar á eftir með 1.499 áhorfendur. Tuttugu pró- senta aukning Heiðar Helguson féll enn aftar í goggunarröðinni hjá Fulham í gær þegar Lawrie Sanchez, stjóri félagsins, bætti enn einum framherja í hópinn. Þá festi hann kaup á norður- írska landsliðsframherjanum David Healy frá Leeds fyrir eina og hálfa milljón punda. Healy er þriðji landsliðsmaður Norður- Írlands sem Sanchez fær til Fulham en hann þjálfaði landsliðið áður en hann tók við Fulham. Sanchez hefur sagt Heiðari Helgusyni að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá Fulham og reyndi að selja hann til WBA á dögunum en Heiðar neitaði að fara. Healy farinn til Fulham Los Angeles Galaxy kynnti með miklu stolti nýjasta liðsmann sinn í gær. Sá heitir David Robert Joseph Beckham eða bara David Beckham eins og flestir þekkja hann. Athöfnin fór fram á Home Depot-vellinum sem er heimavöllur Galaxy-liðsins. Eins og Bandaríkjamanna er siður þá var athöfnin síður en svo lágstemmd. Borgarstjóri Los Angeles skellti sér til að mynda í Beckham-treyju og veitti knatt- spyrnumanninum viðurkenningu eftir að hafa mært hann í bak og fyrir. Borgarstjórinn er reyndar ekki sá vinsælasti og var baulað á hann þegar Alexi Lalas, fram- kvæmdastjóri Galaxy, kynnti hann til leiks. Síðan var skrauti skotið út í loftið líkt og gert er þegar meistarar eru krýndir. Að þessu sinni var það gert þegar Beckham hélt á treyju Galaxy. „Ég get ekki beðið eftir að æfa í næstu viku og að spila minn fyrsta leik. Ég er mjög þakklátur fyrir þessa glæsilegu athöfn og það er gaman að sjá alla stuðningsmennina sem eru mættir. Ég hef allt mitt líf leitað að áskorunum og spennandi tækifærum. Ég tel að knattspyrna í Bandaríkjunum geti verið jafn góð og annars staðar í heiminum,“ sagði Beckham en ótrúlegur fjöldi fjölmiðla fylgdist með athöfninni sem var sýnd í beinni útsendingu út um allan heim. Don Garber, forseti bandarísku MLS-deildarinnar, var augljóslega stoltur af því að fá Beckham í bandaríska boltann. „Hingað til Los Angeles er kominn einn þekktasti íþrótta- maður heims. Það er ánægjulegt að fá hingað slíkan íþróttamann,“ sagði Garber en þess má geta að fyrsti leikur Beckhams með liðinu er gegn Chelsea hinn 21. júlí. Stuðningsmennirnir sem fylgdust með höfðu takmarkaðan áhuga á að hlusta á Alexi Lalas, framkvæmdastjóra Galaxy, og önnur fyrirmenni tala og kölluðu nafn Beckhams í sífellu. Beckham-æðið í Bandaríkjunum er formlega hafið. Rauða dreglinum rúllað út fyrir Beckham

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.