Fréttablaðið - 17.07.2007, Qupperneq 10
Ferðamenn sem leið eiga
um nágrenni Mýrdalsjökuls verða
varaðir við hættu sem getur skap-
ast við Kötlugos. Upplýsingar um
helstu hættur, líklega farvegi
flóða og fleira verður að finna á
upplýsingaskiltum og bæklingum
frá almannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra sem dreift verður á
næstu vikum.
Útbúnir hafa verið bæklingar,
veggspjöld og skilti, en einnig
munu björgunarsveitarmenn
dreifa hljóðbombum og neyðar-
flugeldum í skála á svæðinu, og
kenna skálavörðum hvernig með-
höndla á útbúnaðinn, segir Guð-
rún Jóhannesdóttir, verkefnastjóri
hjá almannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra (RLS).
„Þetta er öryggisatriði, það eru
margir sem ferðast um svæðið og
það getur verið skammur tími til
að bregðast við verði gos í Mýr-
dalsjökli. Þá er öryggisatriði að
ferðamenn viti hvað sé að gerast
og hvernig þeir eigi að bregðast
við,“ segir Guðrún.
Eldfjallið Katla er undir Mýr-
dalsjökli, og hefur gosið einu sinni
til tvisvar á öld undanfarnar aldir.
Katla gaus síðast 1918, og því tald-
ar talsverðar líkur á að hún gjósi á
næstunni. Við gos bráðnar mikið
magn af jökulís á skömmum tíma
og gríðarleg jökulhlaup frá eld-
stöðinni geta haft mikla eyðilegg-
ingu í för með sér.
Heimildir herma að flest jökul-
hlaup í kjölfar eldgoss í Kötlu hafi
farið suður á Mýrdalssand eða Sól-
heimasand, en fyrir sögulegan tíma
eru vísbendingar um að hlaup hafi
farið út í Markarfljót. Slíkt gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar, til
dæmis fyrir ferðamenn í Þórsmörk,
vegfarendur og íbúa nærri fljótinu.
Þegar viðbrögð við Kötlugosi
voru æfð síðasta sumar var upp-
lýsingum dreift til heimamanna í
nágrenni jökulsins. Nú verður
næsta skref tekið og ferðamenn
varaðir við.
Guðrún segir ekki markmiðið
að hræða ferðamenn frá því að
ferðast á svæðinu, einungist að
fræða þá um það hvernig sé rétt
að bregðast við eldgosi. Ferða-
menn sem fari um landið verði að
sjálfsögðu að bera ábyrgð á sjálf-
um sér.
Vara ferðamenn við
eldgosi undir jökli
Bæklingum og viðvörunarskiltum sem vara við hættu á eldgosi í Kötlu verður
dreift á næstu vikum. Skálaverðir á svæðinu verða þjálfaðir í notkun hljóð-
bomba og neyðarflugelda. Viljum fræða ferðamenn ekki hræða þá segir RLS.
Samtök verslunar og
þjónustu vilja að verslunareigend-
ur geti lokið þjófnaðarmálum í
verslunum með borgarasátt án
aðkomu lögreglunnar. Samtökin
hafa sent tillögu um þetta til dóms-
málaráðuneytisins.
Sáttin yrði þannig að einstakl-
ingur sem væri gómaður við hnupl
gæti borgað bætur sem gengu til
verslunarinnar vegna öryggis-
kostnaðar og skrifað undir yfir-
lýsingu þar sem hann játar brot
sitt. Lögreglunni yrði síðan sent
afrit af yfirlýsingunni og ætti
brotið á skrá. Þar sem um sátt er
að ræða kæmist brotið ekki til
kasta dómstóla og færi því ekki á
sakaskrá viðkomandi. „Það yrði
ekki hægt að nota sáttina í öllum
tilfellum. Til dæmis hjá ólögráða
börnum og einnig þeim sem neita
sök. Þá þyrfti að kalla til lögregl-
una eins og gert er í dag,“ segir
Sigurður.
Sigurður telur að þessi leið sé
tilvalin fyrir alla. „Það fer mikill
tími hjá lögreglunni í að sinna
svona málum. Það getur líka verið
pínlegt fyrir þjófana að sitja með
starfsmann yfir sér í allt að
klukkustund og bíða eftir að lög-
reglan mæti á svæðið.“
Þessi aðferð hefur verið notuð
víða í Evrópu með góðum árangri
að sögn Sigurðar og nefnir hann
Holland og Bretland sem dæmi.
Þjófar geri borgaralega sátt
Fornleifafræðingar
fundu um helgina 2.400 ára gamla
gullgrímu í fornu grafhýsi í
Búlgaríu. Einnig fannst gullhring-
ur með grískri áletrun og mynd
af skeggjuðum manni auk
annarra smáhluta í gröf frá
tímum Þrakverja.
Stjórnandi uppgraftarins,
Georgi Kitov prófessor, telur
gripina hafa tilheyrt þrakversk-
um leiðtoga frá 4. öld fyrir Krist.
Þróun menningar í Þrakíu var
sambærileg þeirri forngrísku að
sögn Kitovs.
Þrakverjar bjuggu þar sem nú
er Búlgaría og að hluta til
Grikkland, Rúmenía, Makedónía
og Tyrkland. Ríki Þrakverja stóð
frá 4.000 fyrir Krist til 8. aldar
eftir Krist.
Fundu forna
gullgrímu
Tveir unglingspilt-
ar hafa verið handteknir vegna
gruns um þeir hafi ætlað að
framkvæma skotárás í Connetquot
High School á Long Island í New
York í apríl á næsta ári. Árásin var
áformuð á sama degi og fjölda-
morðin í Columbine árið 1999.
Drengirnir eru 15 og 17 ára
gamlir og unnu saman á McDon-
ald‘s stað í nágrenninu. Sá yngri
er talinn hafa skipulagt árásina,
en í dagbók hans fann lögregla
hótanir um hryðjuverk. Yngri
drengurinn hefur ekki enn verið
ákærður, en sá sautján ára kom
fyrir rétt á föstudag, þar sem
hann lýsti yfir sakleysi sínu.
Undirbjuggu
skotárás á skóla
Tryggingamiðstöðin verður
aðalstyrktaraðili Pæjumóts
Siglufjarðar næstu þrjú árin og
heitir mótið nú Pæjumót TM
Siglufirði.
Pæjumótið, sem er eitt stærsta
knattspyrnumót landsins ár
hvert, fer fram 10. til 12. ágúst
næstkomandi og er fyrir stúlkur
á aldrinum sjö til þrettán ára.
Skráning í mótið stendur enn yfir.
Stuðningur Tryggingamiðstöðv-
arinnar við mótið og Knattspyrnu-
félag Siglufjarðar er liður í
skipulögðu átaki fyrirtækisins til
að efla íslenska kvennaknatt-
spyrnu.
Tryggingamið-
stöðin styrkir
Um síðustu helgi létu
meira en 70 manns lífið í sjálfs-
morðsárásum og sprengjuárásum í
norðvesturlandamærahéraði Pak-
istans. Stjórnvöld í Pakistan eru að
kanna hvort tengsl séu milli árás-
anna og róttækra múslima í Rauðu
moskunni í Islamabad, sem stjórn-
arherinn réðst á í síðustu viku.
Í síðustu viku hétu herskáir mús-
limar því að hefna fyrir árásina á
moskuna, sem kostaði meira en
hundrað manns lífið. Mikil and-
staða hefur verið við stjórnina,
einkum í norðvesturhluta landsins.
Um helgina lýstu leiðtogar
helstu ættflokka í Norður-Wazir-
istan, héraði sem liggur að landa-
mærum Afganistans, því yfir að
vopnahlé, sem þeir gerðu við
stjórnvöld í Pakistan á síðasta ári,
væri fallið úr gildi.
Í Norður-Waziristan er mikill
almennur stuðningur við bæði
talibana og Al Kaída, og telja pak-
istönsk stjórnvöld að róttæku
múslimarnir í Rauðu moskunni
hafi haft náin tengsl við herskáa
hópa í Norður-Waziristan.
Á síðustu dögum hefur stjórnin
sent þúsundir hermanna til hérað-
anna í norðvesturhluta landsins til
þess að hafa hemil á starfsemi
uppreisnarmanna, en þrátt fyrir
það féllu 73 í árásunum um helg-
ina.
Ellefu manns frá átta
löndum dvelja nú í Dalvíkur-
byggð á vegum Veraldarvina.
Veraldarvinir eru íslensk
sjálfboðaliðasamtök sem vinna
náið með alþjóðasamtökum.
Sjálfboðaliðarnir dveljast á
Dalvík í tvær vikur og sér bærinn
þeim fyrir húsnæði og fæði. Að
öðru leyti vinna sjálfboðaliðarnir
launalaust. Munu þeir taka þátt í
nokkrum verkefnum á vegum
bæjarins.
Í sjálfboða-
vinnu á Dalvík