Fréttablaðið - 17.07.2007, Síða 14

Fréttablaðið - 17.07.2007, Síða 14
fréttir og fróðleikur Í síðustu viku var greint frá því að ensk-ástralska náma- félagið Rio Tinto hefði gert tilboð í kanadíska álfyrir- tækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Þessi tíðindi hafa farið misvel í menn hér á landi því fyrir- tækið er umdeilt. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 á föstudaginn að hann hefði ekki áhuga á að fá hingað til lands fyrirtæki sem hefði átt í hörðum deilum við umhverfisverndarsam- tök. Hann sagði að ekki væri þörf fyrir annan álrisa á Íslandi og sér- staklega ekki ef orðspor hans væri slæmt. Össur sagði að það væri ekki sjálfgefið að þeir samningar sem gerðir hefðu verið við Alcan myndu einnig gilda ef kaup Rio Tinto á fyrirtækinu myndu ganga í gegn. Valgerður Sverrisdóttir, fyrr- verandi iðnaðarráðherra, hefur gagnrýnt orð Össurar og spurt hvort ríkisstjórnin hyggist beita sér fyrir því að álverinu í Straums- vík verði lokað ef tilboðinu verður tekið. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason fer hörðum orðum um Rio Tinto í bók sinni Drauma- landinu sem kom út í fyrra. Andri segir í bókinni að fyrirtækið hafi verið kallað „versta fyrirtæki í heimi“ og vísaði til þingsályktun- artillögu sem 57 þingmenn skrif- uðu undir í breska þinginu árið 1998 þar sem Rio Tinto var for- dæmt fyrir skeytingarleysi í umhverfismálum. Félagið Rio Tinto var stofnað árið 1873 þegar það byrjaði að stunda námagröft við ána Rio Tinto nærri Huelva á Suður-Spáni. Tilboð þess í Alcan hljóðar upp á 2.300 millj- arða króna. Stjórn Alcan hefur mælt með því að hluthafar í fyrir- tækinu samþykki yfirtökutilboðið. 2/3 hlutar þeirra þurfa að sam- þykkja tilboðið til að kaupin gangi eftir. Ef Rio Tinto kaupir Alcan mun nýja fyrirtækið heita Rio Tinto Alcan og verður stærsti álfram- leiðandi í heimi. Fyrirtækið er með starfsemi úti um allan heim en þó mest í Bandaríkjunum og í Ástralíu, og mun Ísland bætast í hópinn ef tilboðið í Alcan verður samþykkt. Hagnaður fyrirtækisins á síð- asta ári var nærri 500 milljarðar króna. Rio Tinto hefur verið gagnrýnt harðlega í mörgum löndum, til dæmis á Englandi þar sem það rak málmbræðslu nærri Hull frá 1967 til ársins 1991. Rannsóknir sýndu fram á að háa tíðni krabbameins meðal 1.500 fyrrum starfsmanna málmbræðslunnar mátti rekja til þess að fyrirtækið fór ekki eftir reglum um mengunarvarnir og starfsmennirnir voru ekki nægi- lega varðir gegn alls kyns eitur- efnum eins og blýi, arseniki og geislavirkum efnum sem þeir komust í snertingu við í verk- smiðjunni. Auk þess bárust eitur- efnin út í andrúmsloftið og ollu íbúum í nærliggjandi byggðum heilsutjóni. Á sjöunda hundrað skaðabótakröfur voru lagðar fram gegn fyrirtækinu og stóðu mála- ferlin gegn því yfir í sjö ár. Annað þekkt dæmi um meint brot Rio Tinto eru málaferli sem íbúar á Bougainville-eyju á Papúa Nýju- Gíneu norðaustan við Ástralíu hafa rekið gegn því í Bandaríkjun- um. Rio Tinto stundaði námugröft á eyjunni frá því á fyrri hluta átt- unda áratugarins þar til í lok þess níunda og væna íbúar eyjunnar fyrirtækið um að hafa orðið vald- ur að heilsutjóni og dauða margra íbúa hennar vegna þess að það hugaði ekki nægilega vel að meng- unarvörnum. Jafnframt halda þeir sem reka málið því fram að fyrir- tækið hafi átt í samvinnu við ríkis- stjórn Papúa Nýju-Gíneu til að berja niður mótmæli eyjarskeggja gegn námunni, ofbeldi sem talið er að hafi orsakað dauða þúsunda. Jafnframt er talið að Rio Tinto hafi reynt að fá starfsmenn þess í Ástralíu til að segja sig úr verka- lýðsfélögum í lok tíunda áratugar- ins og olli það miklum deilum í landinu. Margar slíkar sögur er hægt að finna um meinta vanrækslu og brot Rio Tinto og rökstyðja Össur og Andri fyrirtækið með því að vísa til slíkra sagna. Hvort þær verði til þess að því verði meinað að reka álverið í Straumsvík er enn um sinn óvíst, meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gengið frá sölunni á Alcan. En það hljóta að teljast nýmæli að ráð- herra lýsi skoðunum sínum á slíku fyrirtæki opinberlega á eins afdráttarlausan hátt og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gerði í síðustu viku eftir að frétt- ist af yfirtökutilboði Rio Tinto í Alcan. Harðar deilur um Rio Tinto Vindröst ræð- ur ferðinni Auglýsingasími – Mest lesið Getur lokað starfsstöðvum fyrirtækja

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.