Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.07.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Ónákvæmni í umræðu um matarverð á Íslandi er orðin þjóðaríþrótt. Með jöfnu millibili skapast umræða um þá augljósu staðreynd að matvöruverð á Íslandi er hátt. Keppnin um hverjum sé um að kenna heldur áfram þrátt fyrir að skýrslur Hagfræðistofnunar Háskólans, Samkeppniseftirlita Norðurlandanna og skýrsla Matvælanefndar sýni allar þá meginniðurstöðu, að haftastefna í verslun með landbúnaðarvörur og tollar á innfluttar matvörur valdi hér háu matarverði. Yfirlýsingar frá ASÍ og formanni Neytendasamtakanna undanfarna daga eru sorglegar fyrir þá sem starfa á matvörumarkaði. Ályktan- ir sem þar eru dregnar hafa engan grundvöll. Fyrir það fyrsta er yfirlýsing Jóhannesar Gunnarsson- ar, formanns Neytendasamtak- anna, um að Bónus haldi uppi háu matvælaverði með slíkum ólíkindum að leiðrétting hlýtur að líta dagsins ljós, enda trúverðug- leiki Neytendasamtakanna í húfi. Hlutfall útgjalda af ráðstöfun- artekjum heimilanna til matvöru- kaupa hefur lækkað um helming frá stofnun Bónuss. Það veit Jóhannes Gunnarsson. Gott er fyrir Jóhannes að rifja upp umræðu um vöruverð á lands- byggðinni áður en „skaðvaldurinn“ Bónus opnaði þar verslanir. Bónus hefur frá upphafi boðið sama verð til allra viðskiptavina um land allt og ávallt lægsta matvöruverð hér á landi. Þetta veit þjóðin, sem hefur kosið. Bónus hefur verið vinsæl- asta fyrirtæki landsins fimm ár í röð. Einnig er rétt að minna Jóhannes á að í þau tvö skipti sem Neytendasamtökin hafa veitt hin svokölluðu Neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunn- ar, hefur Bónus sigrað með yfirburðum í bæði skiptin. Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athuga- semdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ. Í því sambandi er rétt að minnast að í október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Aðgerðir- nar áttu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að skila tæplega 16% lækkun matvælaverðs. Auk þess kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að með þessari lækkun væri matvælaverð hér orðið sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Mat hagdeildar ASÍ þann 11. október var að aðgerðirnar skiluðu 12 til 15% lækkun á matarverði. Hagstofa Íslands skilaði síðan útreikningi þann 19. janúar síðastliðinn, sem ekki hefur verið véfengdur, um að breytingarnar ættu að skila 8,7% lækkun. ASÍ mat lækkunina sem sagt 37,8-72,4% meiri en hið óvéfengda mat Hagstofu Íslands. Þann 16. apríl sendi ASÍ frá sér fréttatilkynningu til allra fjölmiðla þar sem verslanir 10-11 voru sagðar hafa lækkað verð um 4,4% frá desember 2006 til mars 2007. Í kjölfar athugasemda okkar sendi ASÍ út aðra fréttatilkynningu daginn eftir, þar sem lækkunin var komin í 6,1%. Sú niðurstaða er reyndar einnig röng enda skilaði öll lækkun sér í 10-11. Óvandaðar yfirlýsingar sem þessar eru ekkert annað en aðför að orðspori fyrirtækja. Fyrirtækja sem í þessu tilfelli hefur starfsfólk, sem flest er aðili að ASÍ. Við slíkar umræður þarf matvöruverslunin að búa. Ríki- sstjórn segir almenningi að verð eigi að lækka um 16% og að verðlag verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Hvort tveggja er fjarri lagi. Í kjölfarið fylgir ASÍ með illa ígrundaðar upplýsingar, sem gerir væntingar neytenda mun meiri en innistæða er fyrir. Þessu tengist umræða um áhrif gengis á verðlag dagvöru. Þar er rétt að hafa í huga að dæmigerð innkaupakarfa á Íslandi er í verðmætum samsett af um 45% af innlendum landbúnaðarvörum, um 25% af innlendum iðnaðarvörum og um 30% af innfluttum vörum, m.a. frá innlendum heildsölum. Verslu- nin kaupir yfir 90% af öllum vörum af innlendum birgjum fyrir íslenskar krónur. Bein innkaup smásöluverslunar í erlendum gjaldeyri eru því mjög lítil. Þrátt fyrir það er smásöluverslunin ávallt sökudólgur, þegar kemur að þessari umræðu. Það er öllum ljóst að stjórnvöld hafa haft þá stefnu að halda matvöruverði háu með því að takmarka mjög viðskipti með matvörur. Hugsanlega og vonandi eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar aðrar. Ef við viljum lækka matvöruverð á Íslandi þarf að auka frelsi í verslun með matvörur. Haftastefna stjórnvalda í þessum flokki er í hróplegu ósamræmi við alla okkar þjóðfélagsþróun. Ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi okkar flyttum við ekki út lambakjöt og skyr og líklegt er að Parmaskinka fengist eingöngu á Ítalíu. Lausnin er að stjórnvöld skapi íslenskri verslun sömu starfsskil- yrði og verslanir sem starfa í nágrannalöndum okkar, m.a. með fráhvarfi frá haftastefnu, með niðurfellingu tolla á matvörur og með því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, sem ekki síst kæmi landsbyggðarversl- uninni til góða. Höfundur er forstjóri Haga hf. Er grauturinn lygi eða fáfræði? Talsverðumfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnað- arefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flest- ar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópu- löndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðal- tali og er það meiri fjöldi en í Dan- mörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæra- gjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstand- enda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekk- ist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal ann- ars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fag- aðila sem gegna því erfiða hlut- verki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætl- aðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti til- verunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrna- lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Brýnt er að fjölga líffæragjöfum MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga L íf og heilsa getur beinlínis oltið á því hvar á landinu maður er staddur þegar hann veikist eða verður fyrir slysi. Ljóst er að mikill misbrestur er á sjúkraflutn- ingaþjónustu sums staðar á landinu. Verst mun ástand- ið vera á Vesturlandi, í kringum Borgarnes og á Snæ- fellsnesi. Í Borgarfirði er einmitt ein stærsta sumarhúsabyggð landsins, auk þess sem umferð er þar iðulega þung. Á þessum stöðum viðgengst það að einn maður sé sendur á sjúkrabíl í útköll. Þjónusta á þessu stigi þekkist ekki í nokkru landi sem Íslendingar vilja bera sig saman við. Ljóst er að sjúkraflutningaþjónusta verður aldrei sambæri- leg í dreifðum byggðum við það sem gerist þar sem byggð er þétt og í nágrenni stærri sjúkrahúsa. Hins vegar hlýtur það að teljast lágmarksþjónusta að manna hvern sjúkrabíl alltaf með tveimur mönnum þannig að einn maður sé til staðar til að hlynna að sjúklingi á meðan annar ekur bílnum. Sjúkraflutningamaður á leið á vettvang á ekki að þurfa að velta fyrir sér hvort hann hafi vegfarendur til taks á vettvangi slyss til að liðsinna sér við að koma slösuðum í bílinn. Sjúklingur sem verið er að flytja í sjúkrabíl á ekki heldur að þurfa að kalla til bílstjórans ef hann sjálfur telur sig þurfa á aðstoð að halda. Sjúkraflutningamenn á Íslandi vinna mikið og óeigingjarnt starf. Þeir eru flestir vel menntaðir til starfans, þó því miður séu ekki allir sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni með starfsréttindi. Líf og heilsa fólks getur í mörgum tilvikum oltið á því að fagmannlega sé brugðist við á slysstað eða við skyndi- leg veikindi og að vel takist til um aðhlynningu á þeim tíma sem líður þangað til sjúklingur kemst í hendur lækna á sjúkra- húsi. Til þess að svo geti verið verður að tryggja að hvergi á landinu viðgangist þau vinnubrögð að sjúkraflutningamaður fari einn í útkall. Með því móti getur hann ekki sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Það er mikilvægt að því hæfa fólk sem sinnir sjúkraflutning- um í landinu séu búnar viðunandi aðstæður til að sinna störfum sínum. Að öðrum kosti er ljóst að starfsmannaveltan eykst. Það eitt og sér dregur enn frekar úr öryggi þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Árið 2005 mæltist Landlæknisembættið til þess að ávallt skyldu tveir menntaðir sjúkraflutningamenn fylgja sjúklingi vegna þess að annað væri ekki forsvaranlegt. Nú tveimur árum seinna er ljóst að ekki er enn farið að þessum tilmælum embættisins um allt land. Haft var eftir Guðlaugi Þór Þórðar- syni heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í vikunni sem leið að hann hefði kallað eftir upplýsingum um sjúkraflutningamál í kjölfar fréttaflutnings og að málið yrði skoðað í ráðuneytinu þegar þær lægju fyrir. Nýjum heilbrigðisráðherra er treyst- andi til að láta ekki þar við sitja. Sjúkraflutningar í ólestri úti á landi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.