Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 22

Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 22
 17. JÚLÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið gott á grillið LAX Á GRILLI MEÐ GRÁÐAOSTI Hér er stutt og einföld upp- skrift að hollum og góðum grillrétti. Skornar eru rendur þvert í flak af laxi. Gráðaosti er komið fyrir í röndunum og piprað örlítið. Flakinu er komið fyrir á álbakka og skellt á grillið. Þessi réttur er unaðslega góður, sérstaklega með léttri jógúrtsósu sem auðvelt er að hrista fram úr erminni. Takið eina dós af hreinni jógúrt og skerið graslauk út í. Þeir sem vilja geta kreist eins og eitt hvítlauksrif út í sósuna. Pitsu er vel hægt að baka á grilli og ef eitthvað er verður hún ennþá betri en sú í ofninum. Pitsudeigið má bæði hnoða heima eða kaupa tilbúið úti í búð. Hverju er raðað á pitsuna fer síðan eftir smekk hvers og eins. 1. Hitið grillið á miðlungshita. 2. Setjið deigið á slétt yfirborð og smá hveiti undir. Skiptið deiginu í fjóra hluta og fletjið hvern þeirra út svo hann sé u.þ.b. 24 sentimetr- ar í þvermál og hálfur sentimetri að þykkt. Setjið botnana á bökun- arplötu eða álpappír og farið með allt út að grillinu. 3. Leggið botnana á grillið og lokið því svo. Eldið í þrjár mínútur þar til botnarnir hafa aðeins lyft sér og eru orðnir ljósbrúnir. Athugið að botnarnir hafa að öllum líkindum breytt um lögun. 4. Notið grilltangir til að snúa botnunum við og setjið þá hráefn- ið ofan á sem þið viljið. Til dæmis tómatsósu, pestó og hvers kyns góðgæti. Pitsa á grillið Hægt er að grilla ýmislegt sem ekki er „hefðbundinn“ grillmat- ur. Þar á meðal er ferskur ananas en hann er lostæti grillaður. Hann er hægt að bera fram einan og sér eða setja vanilluískúlu ofan á skíf- una og búa til framandi eftirrétt. Fæstum dettur í hug að gott sé að grilla fetaost. Sé honum velt upp úr sykri og hann grillað- ur létt verður hann hins vegar að fyrirtaks forrétti. Svo má einn- ig bregða út af vananum og nota annað brennsluefni en kol eða gas. Hægt er að grilla yfir rjúk- andi birkikubb eða furugreinum og fá þannig keim náttúrunnar í grillmatinn. Bíða þarf eftir því að logarnir hverfi en það getur tekið nokkurn tíma svo slíkar grillveisl- ur kalla á nokkurn undirbúning. - tg Óhefðbundið grill Þegar komið er að grillinu gildir bara að prófa sig áfram. Ferskur ananas er til dæmis góður grillaður. Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri er flestum Norðlend- ingum og ferðalöngum norðan heiða kunnur. Staðurinn er í sögufrægu húsi í hjarta bæjar- ins sem reist var skömmu eftir aldamótin nítjánhundruð og hefur boðið til borðs í 36 ár. Bautinn er með fjölbreytta grill- rétti á matseðlinum en býður jafn- framt upp á grillþjónustu í veislum. Að sögn Hákonar Sæmundssonar, yfirkokks, mætir Bautinn í veislur með grill sem þeir nefna Eldvagn- inn og þá er ýmist hægt að velja matseðil sem nefnist Partígrill, Klassískt grill, Original grill eða Grand grill. Þar meðal annars er í boði grísarif, kjúklingur, pylsur, kjúklingur og lamb ásamt með- læti. Með grillmatseðlinum fylg- ir leirtau og matreiðslumaður sem undirbýr veisluna, eldar og geng- ur frá. Hákon segir slíkar veislur vera gífurlega vinsælar til dæmis á ættarmótum, í afmælum og brúð- kaupum. Enda hefur verið heitt í kolunum síðan í vor og Hákon segir að stefnan sé tekin á grill fram í desember enda veðrið allt- af gott fyrir norðan. Á grillmat- seðlinum á Bautanum er bæði sí- gildur og framandi grillmatur og Hákon ákvað að bjóða lesend- um Fréttablaðsins uppskrift af hrefnu, kálfafillet og steinbít. rh@frettabladid.is Grilluð hrefna með norðurljósa- bjarma og kartöfluskífum. Hrefnukjöt Kartöflur Olía Gróft salt og svartur pipar Tómatur Ferskt salat Fetaostkur Ólífur Sólþurrkaðir tómatar Ein dós sýrður rjómi 3 matskeiðar týttuberjasulta Kartöflurnar eru skornar í sneiðar, penslaðar með olíu og grófu salti og svörtum pipar sáldr- að yfir þær. Síðan grillað í 15 til 20 mínútur. Hrefnan skorin í 1,5 cm þykk- ar sneiðar og lögð í steikar og grill olíu (hægt að nota olíu, smá soja- sósu og kjötkraft blandað saman) og grilluð á vel heitu grilli í stutta stund á hvorri hlið og látin jafna sig á efri grindinni á grillinu. Sósan blönduð úr sýrðum rjóma og þremur matskeiðum tyttuberja- sultu. Tómatur skorinn í tvennt og penslaður með olíu og grillaður. Borið fram með fersku salati með fetaosti, ólífum og sólþurrk- uðum tómötum. Grillað kálfafillet mexíkanó með bakaðri kartöflu og graslaukssósu Kálfakjöt Ein dós sýrður rjómi Saxaður graslaukur Smá hunang Salt og pipar Kryddlögur á kálf: 4 msk. olía 1 msk. paprika 1 msk. karrí Salt og pipar. Lagið kryddlöginn og leggið kjöt- ið í hann. Grillið kálfinn miðlungs svo hann sé ekki hlaupinn í gegn annars vill hann verða seigur. Gott er að hafa ferska ávexti eins og ananas, vínber eða jarðar- ber. Kartöflurnar eru bakaðar á grillinu með graslaukssósu. Bland- ið saman einni dós sýrðum rjóma, söxuðum graslauk, smá hunangi og smakkið til með salti og pipar. Grillaður steinbítur og grasker með fersku mangó salati. Steinbítur Grasker Olía Timían Salt og grænn og rauður pipar Salat Ferskt mangó Paprika Grasker skorið niður, lagt í olíu og kryddað með timían, salti og pipar. Grillað í um það bil korter á vel heitu grilli, látið jafna sig á meðan steinbíturinn grillast. Steinbítur- inn er kryddaður með grænum og rauðum pipar, salti og pipar eftir smekk. Borið fram með salati, fersku mangói og papriku. Grillað af hjartans lyst Steinbítur á grillið er frábær fyrir þá sem eru hrifnari af fiski en kjöti. Grillað kálfafillet. Stórgóð sunnudags- steik jafnt heima sem á ferðalagi. Hrefnan er framandi á grillið og spenn- andi í sumarveisluna. Hákon Sæmundsson yfirkokkur á Bautanum grillar af hjartans lyst í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Hákon Sæmundsson yfirkokkur á Baut- anum og Guðmundur Karl Tryggvason, matreiðslumeistari og eigandi Bautans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.