Fréttablaðið - 17.07.2007, Síða 34
Tuttugu og fimm ár eru frá því Grace
Kelly prinsessa af Mónakó lést vof-
veiflega í bílslysi. Í tilefni af þessum
tímamótum var opnuð sýning í Grim-
aldi-safninu í Monte Carlo undir heitinu
„The Grace Kelly Years,“ þar sem farið
er yfir líf og starf kvikmyndastjörnunn-
ar, tískugyðjunnar og prinsessunnar.
Grace Kelly er af mörgum talin ein
fegursta kona heims. Hún fæddist þann
12. nóvember árið 1929 í Fíladelfíu í
Bandaríkjunum. Faðir hennar var vel
þekktur milljónamæringur og pólitíkus
en móðir hennar var fyrirsæta.
Grace byrjaði að leika strax á barns-
aldri og hóf síðan nám í American Acad-
emy for Dramatic Arts í New York að
loknu skyldunámi. Hún vann fyrir sér
sem fyrirsæta og með leik í sjónvarps-
auglýsingum þar til hún fékk loks hlut-
verk á Broadway. Tveimur árum síðar
fékk hún fyrsta Hollywood-hlutverk-
ið sitt í kvikmyndinni Fourteen Hours.
Árið 1954 lék Grace á móti Bing Crosby
í The Country Girl en fyrir það hlutverk
fékk hún Óskarsverðlaunin. Grace Kelly
var í miklu eftirlæti hjá Hitchcock og
það var einmitt þegar hún lék í mynd-
inni To Catch a Thief á frönsku Rivi-
erunni sem hún kynntist eiginmannin-
um tilvonandi, Rainier prins af Mónakó.
Þau voru gefin saman árið 1956 í glæsi-
legri athöfn sem minnti helst á ævin-
týrabrúðkaup.
Grace hætti kvikmyndaleik eftir að
hún varð prinsessa að ósk mannsins
síns. Hún eignaðist þrjú börn með furst-
anum, þau Albert, Karólínu og Stefan-
íu, sem síðar hafa komist í kastljósið,
meðal annars fyrir villtan lífsstíl.
Grace Kelly var aðeins 52 ára þegar
hún lést í bílslysi. Karólína dóttir henn-
ar var með í bílnum en sakaði ekki.
Sýningin um ævi Grace Kelly stend-
ur til 23. september og byggist upp á
fimmtán sýningarsölum. Þar má helst
nefna Fíladelfíu-herbergið þar sem rifj-
uð er upp æska Grace, Hollywood-her-
bergi, Hitchcock-herbergi og heilt her-
bergi tileinkað fyrstu kynnum Rainiers
og Grace. Að sjálfsögðu er eitt herbergi
lagt undir brúðkaupið en auk þess verða
til sýnis fallegir kjólar sem Grace Kelly
klæddist við hin ýmsu tækifæri í prins-
essuherberginu.
„Það er síðasta ósk
margra deyjandi barna
að fá að hitta mig.“
Disneyland opnar í Kaliforníu
AFMÆLI
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
bróðir, mágur, fyrrverandi eiginmaður og
afi,
Jón Haukur Hermannsson
Dalseli 31, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans þann 13. júlí síðastlið-
inn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
20. júlí kl. 15.00.
Sigurrós Arna Hauksdóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Þórarinn Hauksson Margrét Valgerður Pálsdóttir
Hulda Hauksdóttir Svava Hrafnkelsdóttir
Ólína Fjóla Hermannsdóttir Pétur Torfason
Díana Svala Hermannsdóttir Þorleifur Kristján
Guðmundsson
Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir
og barnabörn.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir
og mágur,
Óskar Sigurbjörn Pálsson
Hagaflöt 2, Garðabæ,
varð bráðkvaddur 8. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna.
Sjöfn Óskarsdóttir
Páll Ólafur Pálsson Sjöfn Óskarsdóttir
Ragna Pálsdóttir Erwin Austin Erwin
Sólveig Pálsdóttir Árni Jónsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
Ingibjörg Richardsdóttir
Engjaseli 54, Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 14. júlí á Líknardeild
Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 11.00. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Kraft, stuðningsfélag
fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Kristinn Karl Dulaney
Erla Kristinsdóttir Snorri Bjarnvin Jónsson
Richard Kristinsson Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Kristinsdóttir Hans Welling
Erla Þórðardóttir,
Þórdís Richardsdóttir Per Otto Sylwan
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Magnús Finnbogason
verslunarmaður, Gnoðarvogi 68,
andaðist föstudaginn 6. júlí á Landspítalanum við
Hringbraut. Útför hans fer fram frá Neskirkju,
miðvikudaginn 18. júlí kl. 15.00.
Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ísleifur Jónsson
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir
Hafliði Sigtryggur Magnússon Svanhildur Agnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar fóstursystur minnar og frænku
okkar,
Marfríðar Sigurðardóttur
Hátúni 10a, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk meltingarfæra- og
nýrnadeildar 13E á Landspítalanum við Hringbraut
fyrir þeirra góðu umönnun og hlýju.
Smári Karlsson
og aðrir aðstandendur.
60 ára afmæli
Lilja Hjelm (Digga)
verður sextug 26. júlí næstkomandi.
Hún ætlar að halda upp á það
laugardaginn 21. júlí í félagsheimili
hestamanna á Selfossi klukkan 18.00
og vill hún bjóða öllum vinum og
vandamönnum að koma og þigg ja
þar veitingar.
Vigdís J. R. Hansen
Hraunbæ 172, Rvk,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti að
morgni laugardagsins 14. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn 20. júlí kl. 11.00.
Aðstandendur og vinir.