Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 1
Yfirtaka væntanleg | FL Group hefur náð samningum við Glitni banka, Hnotskurn og Samherja um kaup á 46,2 prósenta eignar- hlut þeirra í TM. Eftir kaupin á FL Group 83,7 prósenta hlut í TM. Með Geysi | Ólafur Jóhann Ólafs- son, rithöfundur og framkvæmda- stjóri, og bandaríski fjárfestingar- bankinn Goldman Sachs hafa í sameiningu keypt 8,5 prósenta hlut í Geysi Green Energy. Meiri hagvöxtur | Landsfram- leiðsla jókst um 4,2 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti. Kaupa prýði | Fjárfestingarfélagið Nordic Partners hefur fest kaup á þremur hótelum og veitingastað í hjarta Kaupmannahafnar. Þar á meðal er Hôtel d‘Angleterre, eitt þekktasta hótel Skandinavíu. Verðbólgan eykst | Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,2 prósent. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,32 prósent milli mánaða, sam- kvæmt nýjustu mælingum Hag- stofunnar. Tilboði tekið | Forsvarsmenn Máls og menningar hafa tekið kauptilboði frá Kaupangi um fast- eignina að Laugavegi 18. Tilboð- inu fylgir fyrirvari um fjármögn- un kaupanna. Til Írlands | Primera Travel Group, móðurfélag Heimsferða, hefur keypt Budget Travel, stærstu ferðaskrifstofu Írlands. Eftir kaupin munu yfir milljón far- þegar fljúga með félögum hennar. Í leikina | Ætla má að yfirtöku FL Group á breska leikjafyrirtækinu Inspired Gaming ljúki formlega um næstu mánaðamót. Yfirtökutil- boð FL Group hljóðar upp á 385 pens á hlut. Leyfiskerfi Framtíðin í stafrænni dreifingu tónlistar 14 Stefnumótun á lygnum sjó Samkeppnin skiptir ekki máli 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Gísli Reynisson í Nordic Partners Auðjöfurinn sem festi sér flaggskip Dana 8-9 Óli Kristján Ármannsson skrifar Framundan er áframhaldandi hagvöxtur í stað sam- dráttarskeiðs sem Seðlabankinn hefur boðað. Þetta kemur fram í nýrri hagspá greiningardeildar Lands- banka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 sem kynnt var í gærmorgun undir yfirskriftinni „Í skugga lausafjár- kreppu“. Í umfjöllun sinni hvetur greiningardeild- in Seðlabankann til að nota tækifærið sem óvíst sé að gefist aftur „til að brjótast út úr vítahring gengis- óstöðugleika og hárra vaxta“. Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður grein- ingardeildarinnar, segir lausafjárkreppu á fjármála- mörkuðum hafa leitt til áhættufælni sem geri að verkum að áhrif af vaxtalækkun hér verði minni á krónuna en ella. „Mikilvægt er fyrir Seðlabank- ann að nota þetta tækifæri, því óvíst er að það gef- ist aftur,“ segir hann. Greiningardeildin segir krón- una nálægt jafnvægisgildi núna og telur ekki að hún styrkist mikið frá því sem nú er. Frá og með miðju næsta ári komi hún til með að veikjast smám saman í takt við minnkandi vaxtamun. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur greiningardeildar- innar, sem kynnti spá bankans, benti jafnframt á að í raun væri ekki þörf á jafnharkalegum aðhaldsað- gerðum Seðlabankans og gæti virst í fyrstu því þótt hér væru hagvaxtartölur gríðarlegar mætti ekki gleymast að verið væri að fjárfesta í framleiðslu- getu. „Verið er að stækka kerfið,“ segir hann og bendir á að vöxturinn endurspegli fleira en spennu í kerfinu. „Því þarf ekki þessa skörpu aðlögun,“ segir hann og kveður því áfram gert ráð fyrir að vaxta- lækkunarferli Seðlabankans geti hafist í mars. Engu að síður er ráð fyrir því gert að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Undir lok næsta árs gerir bankinn hins vegar ráð fyrir því að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðið. „Þá reikn- um við með að lækkandi húsnæðisverð og háir vextir haldi aftur af hækkun neysluverðsvísitölunnar og eigum ekki von á því að verðbólgan víki verulega frá markmiði á næstu árum.“ Í ár spáir Landsbankinn 1,8 prósenta hagvexti, 3,7 prósentum á næsta ári og 4,0 prósentum árið 2009. Bankinn spáir mjúkri lendingu í hagkerfinu þar sem hagvöxtur er drifinn af fjárfestingum og ört vax- andi fólksfjölda. „Fjárfesting í stóriðju, íbúðabygg- ingum og hjá hinu opinbera verður áfram mikil,“ segir í spánni en á það er bent að viðskiptahalli verði áfram mikill út spátímabilið, 15 til 17 prósent, áður en aukin framleiðslugeta taki að vinna á honum. Lúð- vík segir fyrirsjáanlegan mikinn vöxt í fjárfestingu hins opinbera og 2009 færist svo aftur mikill kraft- ur í stóriðjufjárfestingar. Þá segir hann útflutning munu aukast þrátt fyrir kvótaskerðingu, en það sé meðal annars vegna aukins útflutnings á áli. Einstakt tækifæri til að rjúfa vaxtavítahring Verðbólga hækkar áður en hún lækkar og hagvöxtur held- ur áfram í næsta stóriðjuskeiði, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Krónan veikist frá og með næsta ári. „Það jaðrar við hæsni ef við setj- um það fyrir okkur að útlending- ar eignist brotabrot í íslenskum auðlindum, þegar við stefnum sjálf að því að eignast sem mest af sams konar auðlindum ann- ars staðar,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaup- sýslumaður. Ólafur Jóhann og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs eignuðust á dögunum 8,5 prósenta hlut í Geysi Green Energy. Geysir á tæplega þriðj- ungs eignarhlut í Hitaveitu Suð- urnesja, og því ljóst að Goldman Sachs á nú óbeinan eignarhlut í hitaveitunni. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna hlutdeild einkafyrir- tækis í slíkum rekstri sem oft hefur verið talinn til grunnhlut- verka hins opinbera, og ekki minnkaði sú gagnrýni með til- komu Goldman Sachs í hluthafa- hóp Geysis Green. Ólafur Jóhann, sem hafði milli- göngu um aðkomu Goldman Sachs, segir gríðarlegan feng að bandaríska bankanum inn í hlut- hafahópinn. „Fyrirtæki á borð við Goldman Sachs stendur allt til boða og því er gríðarlegur fengur að fá það inn. Það mun greiða aðgang Geysis að erlend- um mörkuðum, sem er kannski það sem helst þurfti til að styrkja útrás Geysis.“ - jsk / sjá bls. 12. Andstaða við erlent fé er hræsni Ólafur Jóhann Ólafsson segir andstöðu við að erlendir fjárfestar eignist brotabrot í íslenskum auðlindum jaðra við hræsni. Gríðarlegur fengur sé að Goldman Sachs í hluthafahóp Geysis Green. www.trackwell .com Flotaeftirlit – tækjanotkun og aksturslagsgreining FORÐASTÝRING G O TT F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 4,2%* DKK 4,4%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,7%* GBP 6,5%*ISK14,4%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,4%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007. Icelandair Group hefur skrifað undir samning um kaup á tékk- neska flugfélaginu Travel Serv- ice, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands. Viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í maí síðast- liðnum. Kaupverð var ekki gefið upp. Fjármögnun fer fram úr sjóð- um félagsins og að hluta til með lánsfé. Samningurinn fer nú til samþykktar samkeppnisyfirvalda í Tékklandi. Guðjón Arngríms- son, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir að ekki sé von á mótmælum frá þeim. „Við eigum ekki von á öðru en að þetta gangi hratt og örugglega í gegn hjá sam- keppnisyfirvöldum.“ Travel Service rekur leiguflugs- starfsemi frá Prag og Búdapest. Þá á félagið og rekur lággjalda- flugfélagið Smart Wings. Heild- arvelta félagsins í fyrra var um átján milljarðar króna. Í samningnum felst að Ice- landair Group kaupir fimmtíu pró- sent í félaginu nú og í það minnsta þrjátíu prósent á næsta ári. Náðst hefur samkomulag við núverandi eigendur um minnihlutaaðkomu að félaginu. Eiga þeir rétt á allt að tuttugu prósenta hlut. „Við erum ánægð með þessa þróun. Á samn- ingstímabilinu sáum við að þarna voru hörkustjórnendur,“ segir Guðjón. Áætluð ársvelta Icelandair Group árið 2007 verður 72 millj- arðar króna eftir kaupin. Það er um þrjátíu prósenta aukning frá rekstrarárinu 2006. - hhs Travel Service komið í höfn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.