Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 10
 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið vinnuvélar VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við hafn- arbakkann fer senn að taka á sig mynd en það er byggt til að skapa fyrsta flokks aðstöðu fyrir tónlistarfólk og -unnendur og til að hýsa ráðstefnur á heimsmælikvarða. Íslenskir aðalverktakar eru þessa dag- ana að störfum við sæinn og er þar mikið um að vera. Þar ber að líta háa krana sem ber við himin og mynda mynstur með háls- um sínum. Kjallari hússins er að verða til og gröfur eru þar að störfum ýmist við að rífa gamlar leifar eða byggja nýjar stoðir. Hvert sem litið er má sjá merki örra tækni- framfara, nútímahugsunar og alþjóðasam- félags. Þegar okkur bar að garði voru stór- virkar vinnuvélar að verki við að draga stál úr gámum beint frá Kína og flokka brota- járn til endurvinnslu. Stemningin þennan dag við höfnina fól í sér eftirvæntingu fyrir því sem koma skal. Spennandi verður að sjá þegar marglitt stuðlabergið rís við höfnina og fólk fer að þyrpast þar inn til að njóta listar og leiks. hrefna@frettabladid.is Leiðin að listinni Hér er verið að rífa niður gamlan steyptan vegg með fleyg. Hægt er að skipta um hausa á gröfun- um eftir þörfum og gerist það allt saman í stýri- klefanum. Vökvastýrður búnaður losar hausinn og síðan er sá haus sem nota skal festur við. Þetta eru því fjölnota vélar. Byggður er síðan nýr vatnsheldur veggur sem heldur sjón- um frá og verður síðan hluti af húsinu. Legókubbaleikur í raunveruleikanum. Hér eru kubbarnir að vísu töluvert stærri en á leik- skólanum en grunnhug- myndin kannski ekki svo ósvipuð. Allt þarf þetta að passa saman og því betra sem skipulagið er, þeim mun betri verður byggingin. Vinnuvélarn- ar eru síðan ómissandi í að koma hlutunum á sinn stað en þær væru þó til einskis ef ekki væru verkamennirnir til að stjórna þeim. Margt smátt gerir eitt stórt. Hér er starfsmaður Íslenskra aðalverktaka að störfum. Spýturnar hér minna á járnbrautarteina en sumir af stóru bygg- ingarkrönunum eru færðir á milli eftir sporum eða teinum sem síðan eru teknir upp jafnóðum. Kranar mynda krossa við himinn. Nauðsynlegt er að hafa krana þegar byggðar eru stórar byggingar til að flytja efnið á staðinn og færa á milli. Því fleiri sem kranarnir eru, því hraðar gengur verkið. Stóru kran- arnir geta tekið allt upp undir 5 tonn út á endann. Stund milli stríða. Að sjálfsögðu eru mennirnir klæddir í allan nauðsyn- legan öryggisbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.