Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 13vinnuvélar fréttablaðið Risaborinn sem Impregilo fékk til að leggja göng sem leiða vatnið úr lóninu við Kárahnjúka niður í vélar stöðvarhússins í Fljótsdal er með stærstu tækjum sem komið hafa til landsins. Þrír gangaborar voru fengnir til landsins og tveir þeirra eru farnir út aftur að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýs- ingafulltrúa Impregilo á Íslandi. Tækjum á Kárahnjúkasvæðinu hefur fækkað mikið frá því stíflugerðin stóð sem hæst. Listi yfir tæki Impregilo sumarið 2005 hljóðar upp á um 400 vinnuvélar á Kárahnjúkum. Þar fyrir utan var þá fjöldi undirverktaka með sínar græjur á svæðinu. Ómar segir mörg tæki Impregilo hafa verið flutt úr landi, ýmist seld eða send í önnur verkefni á vegum fyrirtækisins enda sé það með framkvæmdir í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Einnig segir hann talsverða eftirspurn hafa verið eftir vinnuvél- unum hér á landi. Aðspurður segir hann afföll af vinnuvélum hafa verið með eðlilegum hætti en ansi margir bílar hafi skemmst enda akstursskilyrði æði snúin við Kárahnjúkaframkvæmdina, bæði ofanjarðar og neðan. - gun Tækjum fækkar á hálendinu Risaborinn er með stærstu tækjum sem komið hafa til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON Á heimasíðu Vinnueftirlitsins svarar Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari Vinnueftirlitsins, þeirri spurningu hvort óhollt sé fyrir konur að vinna á loftpressu eða glussavél. Berglind bendir á að þar sem konur séu almennt minni og veik- byggðari en karlar séu þær líklegri til að verða fyrir álagseinkennum vegna erfiðisvinnu. Á þessu séu þó undantekningar þar sem sumar konur standi körlum jafnfætis hvað styrk og burði varðar. Í raun sé þetta bundið líkamsburði ein- staklinga, ekki kyni. Berglind tekur jafnframt að um barnshafandi konur gildi reglur nr. 931/2000 um öryggi og heil- brigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar. Í þeim er tekið fram að titringur er áhættuþáttur á vissum tíma á meðgöngu. Því þurfi að taka tillit til þess við gerð áhættumats í samræmi við reglu- gerðina. Nánari upplýsingar má finna á undir liðnum Spurt og svarað á síðunni www.vinnueftirlit.is. Konur og vinnuvélar Titringur er áhættuþáttur á meðgöngu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.